Sælir,
er með gamla ódýra vél sem ég er að nota fyrir media center.
Amd 64 3000+ með ATI Radeon 9600. 1,5GB í vinnsluminni.
Vélin nær að spila 720p HD efni, en höktir á 1080p.
Er að velta fyrir mér hver sé óýrasta leiðin til að ná að spila 1080p...
Annað hvort að finna notaðan Dual core örgjörva sem passar í 939 soket
eða reyna að finna betra Agp skjákort, td:
viewtopic.php?f=11&t=27598,
Hvort haldið þið að hafi meira að segja ?
Eða á ég að henda draslinu og kaupa nýtt ?
Skjákort vs. Örri við spilun á 1080p
-
hagur
- Besserwisser
- Póstar: 3152
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 463
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákort vs. Örri við spilun á 1080p
Hafðu allavega í huga að þú græðir ekkert á öflugra skjákorti nema að spilarinn/codec-ið sem þú ert að nota supporti skjákortið og geti nýtt hardware acceleration-ið sem það býður uppá, hvort sem það er NVidia PureVideo eða ATI Avivo HD. Í fyrstu var lítið um slíkt support nema með commercial búnaði eins og PowerDVD, en núna er DXVA stuðningur að aukast. Ég myndi allavega googla þetta vel, þ.e DXVA stuðning og hvaða spilarar bjóða uppá það.
Ég myndi segja að bullet proof leiðin sé að fá sér öflugri örgjörva, en þú gætir verið í veseni með að finna öflugan S939 örgjörva í dag.
Ég myndi segja að bullet proof leiðin sé að fá sér öflugri örgjörva, en þú gætir verið í veseni með að finna öflugan S939 örgjörva í dag.
-
AntiTrust
- Stjórnandi
- Póstar: 6379
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 174
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákort vs. Örri við spilun á 1080p
Ég myndi fara skjákortsleiðina. Ég var í svipaðri stöðu og þú, keypti mér 4200+ X2 örgjörva (939) og hann dugði samt ekki til þess að spila 1080p efni.
Googlaðu þig bara aðeins til með hvaða skjákort eru ideal í þessa vinnslu.
EDIT: Sá ekki að þú ert með AGP platform, myndi hreinlega bara fara yfir í nýtt móðurborð + CPU, ekki erfitt að finna ódýra slíka samsetningu sem ræður við 1080 efni.
Googlaðu þig bara aðeins til með hvaða skjákort eru ideal í þessa vinnslu.
EDIT: Sá ekki að þú ert með AGP platform, myndi hreinlega bara fara yfir í nýtt móðurborð + CPU, ekki erfitt að finna ódýra slíka samsetningu sem ræður við 1080 efni.
-
dave57
Höfundur - Nörd
- Póstar: 148
- Skráði sig: Lau 25. Júl 2009 18:10
- Reputation: 1
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákort vs. Örri við spilun á 1080p
Takk fyrir svörin,
Gott að vita að 4200+ dugði ekki, áður en ég fer að eyða pening í það.
ætli ég reyni ekki að kaupa eitthvað ódýrt slátur með Am2 Socket og Pci Express.
Gott að vita að 4200+ dugði ekki, áður en ég fer að eyða pening í það.
ætli ég reyni ekki að kaupa eitthvað ódýrt slátur með Am2 Socket og Pci Express.
Samtíningur af alls konar rusli