Ég keypti mér tölvu í júlí sem ég valdi sjálfur parta í og lét svo setja saman fyrir mig í Tölvutek, nema eini ásættanlegi kassinn sem þeir voru með var Gigabyte Luxo og hafði ég planað að finna annan og svo skipta.
Ég hafði planað að detta í Coolermaster HAF X kassann hjá Tölvutækni og fá þá líka til að færa hlutina yfir því ég treysti mér ekki til þess sjálfur (gæti það svo sem, en ef ég eyðilegg eitthvað þá fer ég bara að gráta ^^)
Breytt: Ég er með i7 930, Gigabyte x58a- ud3r, ATI 5770 crossfire skjákort en 2x2 gb (4gb) af mushkin 1333 mhz minni, er minnið slappt miðað við rest eða er þetta allt að fúnkera vel saman?
Ef ég gleymdi einhverjum nauðsynlegum upplýsingum sem ég þyrfti að bæta inn í, eða að þið séuð með einhverjar uppástungar um hvernig ég ætla að fara að hlutunum, þakka ég öll innlegg.
Cheers