Val á SSD

Skjámynd

Höfundur
teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Val á SSD

Pósturaf teitan » Fim 12. Ágú 2010 14:33

Ég er búinn að vera að spá í að fá mér SSD disk í turninn hjá mér (Er að keyra Win 7 64-bit) og hef verið að skoða í búðum hér heima 120/128GB disk þar sem mér veitir ekki af plássinu miðað við öll forritin sem ég er að nota.

Eftir því sem ég kemst næst þá er þetta: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1690 öflugasti diskurinn í þessum stærðarflokki og sá eini sem styður SATA III.

Einhver sem getur bent mér á eitthvað annað sem er betri kaup og er að fara framhjá mér?

Einnig ef einhver hefur reynslu af þessu og gæti komið með punkta sem gætu nýst mér þá væri það vel þegið :)



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf emmi » Fim 12. Ágú 2010 14:48

Skoðaðu Corsair drifin, mun betri skrifhraði á þeim.

http://tl.is/voruflokkur/ihlutir/hardir ... ta_ssd_2_5




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf Gilmore » Fim 12. Ágú 2010 15:51

Crucial C300 128GB er að gera góða hluti hjá mér, en helsti ókosturinn er mikið lægri skrifhraði en leshraðinn, en samt er skrifhraðinn töluvert hærri en á venjulegu HDD.

256GB útgáfan er með helmingi hærri skrifhraða heldur en 128GB, þannig að það væri besti kosturinn að mínu mati. En auðvitað kostar hann næstum helmingi meira.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Höfundur
teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf teitan » Fim 12. Ágú 2010 16:07

Corsair diskurinn hefur svipaðan les- og skrifhraða, Crucial hefur hærri leshraða en lægri skrifhraða en Corsair diskurinn.

Hvor diskurinn væri betri í venjulegri notkun?




Tappi
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Fim 22. Jún 2006 11:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf Tappi » Fim 12. Ágú 2010 19:18

Fáðu þér tvo svona og settu þá í Raid 0

http://www.buy.is/product.php?id_product=1746



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf OverClocker » Lau 14. Ágú 2010 22:38

Corsair Force með SandForce controller er málið í dag..
http://www.corsair.com/products/ssd_force/default.aspx




division
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fös 05. Feb 2010 00:21
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf division » Lau 14. Ágú 2010 22:42

SandForce er málið í dag, kaupir ekki ssd án SandForce :)




yobaby
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 09:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf yobaby » Lau 14. Ágú 2010 23:42

teitan skrifaði:Ég er búinn að vera að spá í að fá mér SSD disk í turninn hjá mér (Er að keyra Win 7 64-bit) og hef verið að skoða í búðum hér heima 120/128GB disk þar sem mér veitir ekki af plássinu miðað við öll forritin sem ég er að nota.

Eftir því sem ég kemst næst þá er þetta: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1690 öflugasti diskurinn í þessum stærðarflokki og sá eini sem styður SATA III.

Einhver sem getur bent mér á eitthvað annað sem er betri kaup og er að fara framhjá mér?

Einnig ef einhver hefur reynslu af þessu og gæti komið með punkta sem gætu nýst mér þá væri það vel þegið :)

hjá buy.is kostar 60Þ
það var búinn að breyta verðið
http://www.buy.is/product.php?id_product=1156



Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf audiophile » Sun 15. Ágú 2010 10:15

Nota þessa síðu til að bera saman drif.

http://www.anandtech.com/bench/SSD/65

Ég er persónulega hrifnastur af OCZ Vertex 2. Fáránlega hratt drif í alla staði og kostar 30þ fyrir 60gb sem virðist vera normið. Crucial drifið fellur allsvakalega á random 4k write. Corsair Force er mun jafnara drif með aðeins minni leshraða en mun betri random write, sem er rosalega mikilvægur fyrir stýrikerfið, eins og Intel x-25 drifin sönnuðu.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Val á SSD

Pósturaf teitan » Sun 15. Ágú 2010 12:53

Takk fyrir þetta allir saman... það var eins og mig grunaði að það væri eitt og annað sem maður þyrfti að spá í með val á þessu :)

Eins og sakir standa þá stendur valið á milli 120GB OCZ Vertex 2 og 120GB Corsair Force... held að ég ætti að vera nokkuð góður með annaðhvort þeirra.