Þá neyðist ég sennilega að senda tölvuna mína í viðgerð til Att.is í 3ja sinn á 4 mánuðum. Hún hefur aldrei verið góð, og þetta er svo pirrandi að það hálfa væri hellings nóg.
Hún hefur alltaf verið mjög erfið að ræsa sig upp, frýs enda laust á svarta startup skjánum. Það er búið að skipta út móðurborði fyrir nýtt. Skánaði ekkert við það. Enda var það skjákortið sem var að koma með alls kyns villumeldingar og svoleiðis.
Ég gafst upp, eftir að hún vildi ekki kveikja á sér í 100 skipti. Setti upp Windowsið aftur og allt gekk vel, þar til hún ætlaði að setja upp "Video Performance" þá frýs hún og kemst aldrei yfir það.
Ég ætla að biðja Att.is um að setja nýtt skjákort, og helst stærra og öflugra, óg ég borga þá bara mismuninn. Það er bara svo óþolandi að þetta virki ekki, þegar maður borgar hátt í 200 þús fyrir tölvu.
Ég ætla að quota í gamlan þráð, þar sem kemur fram villur í skjákorti.
Valdimarorn skrifaði:Góðan daginn.
Ég er með 3ja mánaða gamla tölvu, sem hefur alltaf verið með vandræði, frjósa, svartan skjá og fullt af svörtum kössum hér og þar á skjánum. Einnig erfitt með að ræsa sig, tekst oft í 2-3 tilraun.
Hún er búin að fara einu sinni í viðgerð, þá var fundið út að móðurborðið var gallað. Það var skipt um það í ábyrgð. Var skárri í smá tíma en byrjaði svo aftur. Fyrst með því að skjárinn varð svartur í nokkrar sek og datt svo inn aftur, með þessari athugasemd:
Svo prufaði ég að keyra Video memory stress test, sem ég stoppaði svo aftur þegar, 17.000 errorar voru fundnir:
Hvað dettur ykkur helst í hug...ónýtt skjákort?
En eruð þið ekki sammála um að kortið sé bara ónýtt?

