Ég var að fá í hendurnar svoldið skrítna 2.5" hýsingu sem ég hef verið beðinn um að reyna að setja disk í en það er eins og það sé ekki hægt að setja disk í hana, það vantar tengi fyrir diskinn

Þessi hýsing heitir Mio pocket og er frá Bytecc. Ég hef reynt að gúgla eitthvað og ég fann
heimasíðu Bytecc og þar fann ég
eitthvað sem lýtur út fyrir að vera það sama og ég er með nema kassinn utanum er allt öðruvísi, það sem á að fylgja þar fylgir ekki með þessu sem ég er með og svo stendur ekki Mio pocket utaná þessum á síðunni, svo það er greinilega ekki alveg það sama

Hef svo reynt að finna þetta betur hjá þeim en sé þetta hvergi.
Að vísu lítur þessi hýsing ekki beint út fyrir að vera eitthvað venjuleg hýsing því samkvæmt kassanum og bækling að þá er þetta eitthvað sem maður getur notað til að afrita myndir, tónlist og eitthvað annað útaf myndavélum eða mp3 spilurum með einum copy takka, en þá býst ég við að það eigi að vera hægt að setja disk í boxið en það lítur ekki út fyrir að vera mögulegt. Þarf kannski ekki að tengja diskinn við neitt? Bara skrúfa hann á plötuna í hýsingunni og byrja að nota? Er þetta það einfalt eða er eitthvað að fara framhjá mér?
Ég er amk. búinn að átta mig á því að þetta er engin venjuleg hýsing eins og kaupandinn hélt

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]