Scanner og prentara pælingar.

Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Scanner og prentara pælingar.

Pósturaf gardar » Þri 26. Jan 2010 01:29

Sælir vaktarar.

Nú er ég að spá í bæði Scanner og einnig prentara.

Ég hef aldrei verið neitt inní þessum málum, hvað er það sem ber að athuga? hvað telst "góður scanner"? og hvað telst "góður prentari"?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Scanner og prentara pælingar.

Pósturaf kiddi » Þri 26. Jan 2010 09:09

Af hverju í ósköpunum ertu að spá í skanna og prentara ef þú veist ekki hvað þú þarft? :)

Þú þarft að vera nákvæmari, ætlarðu að skanna inn ljósmyndir, textaskjöl eða filmunegatívur?
Ætlarðu að prenta út svarthvítan texta í miklu magni eða ljósmyndir?

Það er ekki fyrr en þú svarar þessum spurningum sem það er hægt að mæla með réttu tækjunum fyrir þig.



Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Scanner og prentara pælingar.

Pósturaf gardar » Þri 26. Jan 2010 14:25

Sælir, ég er nú aðallega að forvitnast um það hvort einhverjar mælieiningar séu sem gefa til um gæði scanna og prentara, pixlar? dpi?

Annars er ég með ljósmyndir sem mig langar til að skanna inn í sem bestu gæðum, það væri einnig hentugt að geta stundum scannað inn texta, þá í textaformi, en ekki sem mynd.

Með prentara er ég svo að spá í litmyndum, bæði á venjulegann pappír og hugsanlega einhvern betri "ljósmyndapappír"


En eins og ég segi, hef voða lítið vit á þessu en langar að geta skoðast um og lært að þekkja inn á hvað það er sem ég á að vera að horfa eftir...



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Scanner og prentara pælingar.

Pósturaf kiddi » Þri 26. Jan 2010 14:34

Það eru flestir skannar og prentarar í dag orðnir mjög góðir, frekar erfitt að aðskilja þá.

Allir skannar í dag t.d. eru góðir í ljósmyndir og textaskönnun - þú þarft hinsvegar dýrari skanna fyrir filmunegatívur. Skannarnir eru flestir 4800x2400 eða 9600x4800, síðarnefndi kosturinn er yfirdrifið og í raun algjör óþarfi fyrir eðlilegt fólk. Þú ert vel settur með ódýru skannana eins og CanoScan Lide seríuna sem fæst á undir 15þ. glænýtt.

Sama saga með prentara, það sem aðskilur prentara að mestu leyti eru fítusar frekar en prentgæði (þá á ég við um megnið af consumer bleksprautuprenturum, auðvitað flækjast málin í pro-grade prenturum).
Málið með prentarana er að þeir hafa lítið þróast undanfarin ~8 ár og hafa einfaldlega verið frábærir síðan þá, þannig að þú getur keypt hræódýran Canon eða Epson prentara og fengið gríðarlega flottar ljósmyndir.
Mælieiningar sem hafa skorið úr um gæði prentara er upplausn (sem þeir eru allir mjög svipaðir í), fjöldi blekhylkja, eyðsla á bleki, prenthraði & ending bleks.

Þú ert í raun vel settur með hvað sem þú kaupir þér, munurinn er agnarsmár í flestum tilfellum.



Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Scanner og prentara pælingar.

Pósturaf gardar » Þri 26. Jan 2010 14:57

Áhugavert.

Hvernig er það annars með laser prentarana, er sama uppi á tengingum þar? s.s. flest allir lita laserprentarar góðir?