Tölvan stoppar alveg að responde-a. Get ekki hreyft músina, skjárinn á G15 hættir að virka, get ekki ýtt á ctrl+alt+del og verð að restarta með takkanum á tölvunni.
Búinn að útiloka:
Harðan Disk
Vinnsluminni
Örgjörvann
Stýrikerfi og Hugbúnað
Aflgjafann
Veit ekki alveg hvernig ég get skoðað með skjákortin og móðurborð. Ég er alveg að farast útaf þessu. Get ekki spilað leiki og ég eiginlega lifi fyrir það. Líka það að ég er að fara á Gamer og mikið vandamál að vera alltaf að crasha þá.
*UPDATE*
Er búinn að taka eitt skjákortið úr og allt virkar vel núna. Þetta var víst hitavandamál. En nú er ég ekki viss hvað ég gæti gert til að halda hinu kortinu köldu :S
Væri alveg þvílíkt þakklátur ef að það gæti einhver hjálpað mér.
