Gagnabjörgun!


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 17:06

Sælir félagar.
Nú er ég í allra verstu klípu sem ég hef verið í hvað varðar tölvumál á ævinni. Borðtölvan mín krassjaði og aðal harði diskurinn er í ólagi. Ég fór með hann í Tölvutek og fékk þessa lýsingu:

Harður diskur tengdur við sérútbúna prófunartölvu og byrjar strax að rjúka úr honum reykur. Harður diskur aftengdur samstundis og er hann í ólagi. Prentplata á hörðum diski er í ólagi og er því ekki mögulegt að ná gögnum af disk.
Vilji eigandi gera frekari tilraunir til gagnabjörgunar gæti hann haft samband við Kroll Ontrack (169 þús+10þús) eða retrodata.co.uk.


Hann sagði einnig að ég gæti prófað að leita að drifinu á netinu. En ég kann ekki alveg svona tölvumál. Þarf ekki að vera sama módelnr.? Þarf eitthvað fleira?

Hann er Western Digital: WD1600: WD Caviar
MDL: WD1600BB-22GUA0

Ég fór einnig í EJS sem sögðu mér að gagnabjörgun 3 (sem ég þyrfti) kostaði 32þúsund.

Ég er búinn að prófa allt! Frysta hann og allt!
Ég tími ekki yfir 15-20 þúsundum. Hvað get ég gert?
Hjálp!!



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Jan 2010 17:25

Ef að harði diskurinn bilaði og svo prentplatan ónýt þá er þetta meiriháttar vesen, og mjög góðar líkur á því að allt sé alveg ónýtt núna eftir að þú frystir hann.
Áttir að setja disk í anti-static poka, og svo Ziploc poka, og átt svo að reyna að ná eins mikið af gögnum og þú getur útaf honum á næstu 20-30 mínútum eftir að hann kemur úr frystingunni.
Þessi hugmynd var augljóslega galónýt frá upphafi ef að prentplatan var ónýt, þar sem að þú getur ekki náð neinu útaf diskinum þegar að hún er ekki til staðar :(

Ef að það er eitthvað ómetanlegt á þessum diski og þú nennir að standa í þessu þá geturðu auglýst eftir prentplötu á svona disk og vonað það allra besta, en þetta hljómar eins og einn alvarlega ónýtur harður diskur :?

Vil einnig nýta þetta tækifæri til að caps locka BACKUP.


Modus ponens


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 17:27

Þetta angrar mig svo mikið því gögnin eru í raun til staðar, en ég næ bara ekki til þeirra!

Skjölin eru frekar ómetanleg. Er eBay ekki bara málið? ..




hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf hauksinick » Mið 20. Jan 2010 17:32

ef maður er með e-ð ómetanleg gögn inná disk,þá á maður að taka BACKUP eins og fyrr var tekið fram í umræðunni,ég var með myndir inná C: og var með backup inná hörðum diski og geisladisk,þetta á að vera bulletproof.


Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 17:36

Þessir diskar voru nú í flestum Acer tölvum! Hlýtur ekki að vera hægt að finna þetta hér á landi?

Ef ég finn svona disk, eru miklar líkur á að þá gangi þetta upp?




hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf hauksinick » Mið 20. Jan 2010 17:42

gæti gengið


Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Jan 2010 17:48

Fer algjörlega eftir því hvernig að "tölvan krassaði".
Sögðu EJS þér þetta eftir að þú sagðir þeim að prentplatan hefði framið sjálfsmorð eða var það ekki búið að gerast þá?


Modus ponens


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 17:54

Gúrú skrifaði:Fer algjörlega eftir því hvernig að "tölvan krassaði".
Sögðu EJS þér þetta eftir að þú sagðir þeim að prentplatan hefði framið sjálfsmorð eða var það ekki búið að gerast þá?


Tölvan krassaði víst ekki þannig að allt fór útaf diskinum (eða þannig skildi ég þetta). Ég fór í burtu í tvær vikur, kom heim, heyrði eitthvað buzz og þá slökknaði á henni. Móðurborðið var víst ónýtt.

EJS sagði þetta eftir að ég sýndi þeim lýsinguna, þannig að hann las alveg að prentplatan væri í ólagi.

Takk annars fyrir skjót svör, er á taugum hérna.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Jan 2010 17:58

Var aflgjafinn eða eitthvað annað sem var tengt í hann í lagi eftir þetta atvik?
Hljómar semí eins og rafmagsstengt atvik... :-k


Modus ponens


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 18:20

Gúrú skrifaði:Var aflgjafinn eða eitthvað annað sem var tengt í hann í lagi eftir þetta atvik?
Hljómar semí eins og rafmagsstengt atvik... :-k


Já, einmitt! Það hélt ég líka.

Tja, fjöltengið og innstungan hafa allavega ekki eyðilagt fleira og virka/r. En stundum þegar ég er með Maccann í hleðslu hitnar hvíta stykkið (á milli snúrunnar í tölvunni og innstungusnúrunnar) alveg hrottalega mikið. Hef einu sinni fundið brunalykt af stykkinu!




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Dazy crazy » Mið 20. Jan 2010 18:25

Og datt þér þá ekki í hug að skipta um það, bara svona til að vera viss um að það kviknaði ekki í? :shock:


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Jan 2010 18:27

Neee ég er þá að tala um að það hafi komið straumsjokk sem að hafi grillað tölvuna.
En þá er diskurinn alveg grillaður.
Þegar að þú prófaðir að frysta hann heyrðist eitthvað í drifinu þegar að þú kveiktir eða ekki?
Eða var það kannski eftir að prentplatan grillaðist?


Modus ponens


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 18:32

Gúrú skrifaði:Neee ég er þá að tala um að það hafi komið straumsjokk sem að hafi grillað tölvuna.
En þá er diskurinn alveg grillaður.
Þegar að þú prófaðir að frysta hann heyrðist eitthvað í drifinu þegar að þú kveiktir eða ekki?
Eða var það kannski eftir að prentplatan grillaðist?


Nei það heyrðist ekkert í drifinu. Hvorki fyrir eða eftir frystingu. :cry: Hef á tilfinningunni að þú sért að fara segja mér bad news.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Jan 2010 18:34

darri skrifaði:
Gúrú skrifaði:Neee ég er þá að tala um að það hafi komið straumsjokk sem að hafi grillað tölvuna.
En þá er diskurinn alveg grillaður.
Þegar að þú prófaðir að frysta hann heyrðist eitthvað í drifinu þegar að þú kveiktir eða ekki?
Eða var það kannski eftir að prentplatan grillaðist?

Nei það heyrðist ekkert í drifinu. Hvorki fyrir eða eftir frystingu. :cry: Hef á tilfinningunni að þú sért að fara segja mér bad news.

He... didn't make it... :-({|=


Modus ponens


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 18:35

Gúrú skrifaði:
darri skrifaði:
Gúrú skrifaði:Neee ég er þá að tala um að það hafi komið straumsjokk sem að hafi grillað tölvuna.
En þá er diskurinn alveg grillaður.
Þegar að þú prófaðir að frysta hann heyrðist eitthvað í drifinu þegar að þú kveiktir eða ekki?
Eða var það kannski eftir að prentplatan grillaðist?

Nei það heyrðist ekkert í drifinu. Hvorki fyrir eða eftir frystingu. :cry: Hef á tilfinningunni að þú sért að fara segja mér bad news.

He... didn't make it... :-({|=



Æji fokk! Þá ENGINN séns?? Hvorki með að skipta um plötu eða senda hann hingað http://www.datacent.com/ ?




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Dazy crazy » Mið 20. Jan 2010 18:39

Gúrú skrifaði:
darri skrifaði:
Gúrú skrifaði:Neee ég er þá að tala um að það hafi komið straumsjokk sem að hafi grillað tölvuna.
En þá er diskurinn alveg grillaður.
Þegar að þú prófaðir að frysta hann heyrðist eitthvað í drifinu þegar að þú kveiktir eða ekki?
Eða var það kannski eftir að prentplatan grillaðist?

Nei það heyrðist ekkert í drifinu. Hvorki fyrir eða eftir frystingu. :cry: Hef á tilfinningunni að þú sért að fara segja mér bad news.

He... didn't make it... :-({|=


Er ekki hægt að setja plöturnar í annan harðan disk þó að mótorinn sé ónýtur í þessum? er ekki mótor annars sem snýr og einhver segull og vitleysa?


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Jan 2010 18:43

Dazy crazy skrifaði:Er ekki hægt að setja plöturnar í annan harðan disk þó að mótorinn sé ónýtur í þessum? er ekki mótor annars sem snýr og einhver segull og vitleysa?


Það að ekkert hafi gerst þegar að OP gerði þetta en prentplatan brunnið þegar að TölvuTek gerði þetta þá er í raun von að OP hafi bara verið að gera eitthvað vitlaust :-k


Modus ponens


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 18:45

Gúrú skrifaði:
Dazy crazy skrifaði:Er ekki hægt að setja plöturnar í annan harðan disk þó að mótorinn sé ónýtur í þessum? er ekki mótor annars sem snýr og einhver segull og vitleysa?


Það að ekkert hafi gerst þegar að OP gerði þetta en prentplatan brunnið þegar að TölvuTek gerði þetta þá er í raun von að OP hafi bara verið að gera eitthvað vitlaust :-k


Ef ég er OP þá reyndi ég að kveikja á honum í utanáliggjandi hýsingu en þeir í einhverri prófunartölvu. Ef það skiptir einhverju.




hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf hauksinick » Mið 20. Jan 2010 18:46

Harður diskur er geymslumiðill sem er mikið notaður í tölvum og öðrum stafrænum búnaði. Hann samanstendur af einni eða fleiri hörðum gler eða álskífum sem húðaðar hafa verið með efni sem inniheldur járnoxíð eða aðrar málmagnir sem eru næmar fyrir breytingum á segulsviði. Gögn eru skrifuð á harða diskinn með því að mynda segulsvið við yfirborð skífunnar, og síðan lesin aftur af honum með því að mæla segulmögnun skífunnar. Til að vernda viðkvæmt yfirborð skífunnar er hún sett í harðar umbúðir, yfirleitt úr málmi. Disklingar eru svipaðir hörðum diskum, en skífan er gerð úr mýkra efni og hlífðarskelin mun viðaminni. Harðir diskar hafa einnig verið kallaðir fastir diskar og fastaminni.

Harðir diskar eru stundum tengdir við tölvur með nettengingum eins og FDDI eða Ethernet, algengara er þó að notaðar séu tengibrautir sérstaklega hannaðar til að tengja diska eins og ST506, IBM IDE, ESDI, ATA eða SCSI.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf SteiniP » Mið 20. Jan 2010 20:22

Þegar prentplatan er ónýt þá gerirðu bara illt verra með að frysta diskinn. Þetta er oftast lokaúrræði þegar mótorinn eða leshausinn í disknum er bilaður.
Það eina sem þú getur gert er að finna nákvæmlega eins disk/prentplötu, sama model nr, firmware version og p/n og færa prentplötuna yfir. Prentplatan er platan utaná drifinu (oftast græn).
Það er samt ekkert víst að gögnin hafi lifað af sjokkið.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf AntiTrust » Mið 20. Jan 2010 20:35

Ef gögnin eru ómetanleg, borgaðu þennan 32þús hjá EJS ef þeir vilja meina að þeir geti gert þetta. Finnst það ekki mikill peningur í gagnabjörgun.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Jan 2010 20:40

AntiTrust skrifaði:Ef gögnin eru ómetanleg, borgaðu þennan 32þús hjá EJS ef þeir vilja meina að þeir geti gert þetta. Finnst það ekki mikill peningur í gagnabjörgun.

Þarf maður ekki samt að borga fyrir "tíma þeirra" ef að þeim tekst þetta ekki? 15-20 þúsund krónur?


Modus ponens


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 21:22

Gúrú skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ef gögnin eru ómetanleg, borgaðu þennan 32þús hjá EJS ef þeir vilja meina að þeir geti gert þetta. Finnst það ekki mikill peningur í gagnabjörgun.

Þarf maður ekki samt að borga fyrir "tíma þeirra" ef að þeim tekst þetta ekki? 15-20 þúsund krónur?


Jú það er mesta ruglið! Er alvarlega að spá í Datacent, þarf ekki að borga þar nema þeir geti náð gögnunum.

Edit: eða neibb... það er 82 þús án sendingarkostnaðar. reyndar er free evaluation.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf lukkuláki » Mið 20. Jan 2010 21:37

Þú þarft að borga allstaðar hvort sem gögnin nást eða ekki. Þú ert með sérfræðing í vinnu í marga klukkutíma við þetta.

Ég vil benda þér á að reyna að slaka á og anda með nefinu geir ekkert gagn með því að fríka út.
Búðu þér til auglýsingu á partalistanum og víðar með öllum upplýsingum og óskaðu eftir svona diski eða farðu á ebay og kauptu hann þar ef þú finnur hann.
Ef gögnin eru svona ómetanleg skammastu þín þá bara fyrir að taka ekki afrit af þeim! hvað varstu eiginlega að spá ?

Diskurinn gæti vel skilað gögnunum þó prentplatan hafi brunnið yfir en frostið hefur sennilega ekki hjálpað neitt til í þessu ferli og þú átt ekki að reyna eitthvað svona nema vita hvað þú ert að gera. Var einhver sem ráðlagði þér að frysta diskinn EFTIR að prentplatan var brunnin yfir ?

Svo vil ég benda þér á að gera eitthvað í rafmagnsmálum hjá þér ef þú vilt ekki brenna kofann ofan af þér með x mögum inni í honum.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Höfundur
darri
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 19. Jan 2010 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gagnabjörgun!

Pósturaf darri » Mið 20. Jan 2010 21:48

lukkuláki skrifaði:Ef gögnin eru svona ómetanleg skammastu þín þá bara fyrir að taka ekki afrit af þeim! hvað varstu eiginlega að spá ?


Jú, auðvitað! En hvað gagnast það mér að spá í því núna? Myndi ekkert hjálpa að svekkja mig á því að hafa ekki bakkað upp, geri það næst, lesson learned.

Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á!

En nú vinnur þú hjá EJS. Hvað finnst þér að ég ætti að gera (fyrir utan það að hafa tekið afrit)? Ætti ég að taka sénsinn á þessu hjá ykkur? 15-20 þús fyrir mögulega ekki neitt er augljóslega frekar leiðinlegt, finnst þér ekki? Jú auðvitað menn að vinna í þessu. En ég er enginn fjárhættuspilari.
Heldur þú miðað við það sem þú hefur lesið að líklegt sé að þið getið bjargað þessu?
Síðast breytt af darri á Mið 20. Jan 2010 22:01, breytt samtals 1 sinni.