Sjónvarpsflakkarar - ráð vel þegin.


Höfundur
HunkeM
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 31. Okt 2008 22:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sjónvarpsflakkarar - ráð vel þegin.

Pósturaf HunkeM » Fös 31. Okt 2008 23:15

Daginn.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er til hellingur af svona þráðum en þar sem margir spilarar sem mælt er eru ekki lengur til sölu þá langar mig að stofna nýjan þráð og leita ráða.

Ég er að leita að spilara sem spilar allt þetta helsta er með góðu notendaviðmóti og er ekki með mikinn hávaða frá viftunni. Það eru nokkrir spilarar sem hafa verið að heilla mig og langar mig að spyrja um reynslu ykkar og hvort þið getið hjálpað mér að komast að niðurstöðu.

http://www.computer.is/vorur/7076
Mynd
Þessi virðist vera nokkuð fullkominn, HD, þráðlaust net og er með USB tengi sem mér finnst vera svolítið sniðugt. Er HD ekki eitthvað sem gott er að hafa? Munu ekki bíómyndir aukast með svoleiðis núna? Styður hann ".mkv" vitið þið það, og er það format ekki það algengasta í þessu HD spilun?"

http://www.ejs.is/Pages/1034/itemno/MV6000R-COMBO
Mynd

http://www.computer.is/vorur/7066
Mynd

Ég er alveg til í að borga aðeins meira fyrir veglegri græju og satt best að segja er ég spenntastur fyrir efsta og þ.a.l. langar mig mest að vita reynslu ykkar og ráð um hann en það sama væri vel þegið um hinar því ég er enginn sérfræðingur í þessu og langar að fara að komast að niðurstöðu :)

Með fyrirfram þökkum.




slowhands
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Mán 10. Nóv 2008 20:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsflakkarar - ráð vel þegin.

Pósturaf slowhands » Mán 10. Nóv 2008 22:16

Afsakaðu en ég er að spá í svipaða hluti og vildi fá að bæta við spurningu hér í staðinn fyrir að búa til nýjan þráð.


Hef verið að skoða S-ATA sarotech spilarann hjá att.is (39.950.-)
http://www.att.is/product_info.php?cPath=224_225_205&products_id=4462


Og svo S-ATA Unicorn MX-760 spilarann hjá computer.is (30.597.-)
http://www.computer.is/vorur/7076

Og eini sjáanlegi munurinn er upplausnin og svo VERÐIÐ! Hversu mikilvæg er upplausnin sem þessi tveir spilarar bjóða upp á?

Vill helst geta flakkað með hann á milli 26" LCD og svo öðru hvoru til 42" LCD. Eru þeir ekki báðir góðir til síns brúks ?




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsflakkarar - ráð vel þegin.

Pósturaf Matti21 » Mán 10. Nóv 2008 23:42

Eini spilarinn af þeim sem hafa verið nefndir sem getur talist til HD spilara er Sarotech DVP570X. Munurinn á honum og unicorn spilaranum er talsverður, heimasíða att gerir bara ekki nógu vel grein fyrir því hvað DVP570X getur en fyrir nánari útskýringu á því geturðu skoðað þennan sama flakkara á heimasíðu tölvuvirkni - http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _Saro_570X
Hann kemur sem sagt með H.264 og MKV stuðningi út úr kassanum sem er nauðsynlegt ef þú villt geta spilað HD skrár.
Eina sem ég sé rauninni að honum er að hann getur ekki spilað DTS hljóð sem margar HD myndir koma með svo að til þess að geta spilað allar HD myndir verðuru að vera með magnara sem getur séð um DTS afkóðunina og tengja flakkarann við hann með coaxial kapal.
Sarotech spilarinn er betri í alla staði en þú verður sjálfur að meta hvort þú týmir auka 10 þús. kalli til þess að geta spilað HD myndir. Ef þú ert bara að fara að spila einhver DVD-rips þá eru þeir mjög svipaðir og þá geturðu alveg eins tekið ódýrari spilarann.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010