Ég er núna að setja upp netkerfi í húsnæði þar sem eru 20 tölvur.
Málið er að netið er búið að vera drullu slow, allar tölvur á netinu á sama tíma og þetta er þessi Zyxel Router frá Vodafone.
Núna ætla ég að setja upp N-staðlaðan Linksys router í staðinn og setja þetta upp eins og sést á myndinni.
Spurningin er.......
Græðir maður eitthvað á því að hafa svona margar greinar milli switch og routers eins og þið sjáið á myndinni eða kemur það til með að rugla þetta eitthvað eða hvað, og þá jafnvel kannski breytir það engu!?1
Ég vil fá fróðleik um þetta, allavega in theory finnst mér þetta brilliant að hafa fjórar greinar frá router í switch til að mynda ekki of mikla traffík á einni grein :S
Endilega kommentið og fræðið mig
P.S.
Ég veit að þessi gigabit switch þarna er tilgangslaus, en ekki hugsa um hann. Ég er einungis að leita eftir svarinu með að hafa svona margar greinar á milli