Ég er med turntölvu heima sem er ad keyra Windows XP Pro og er með TV-Out í sjónvarpið mitt. Á tölvunni er ég að keyra Media Player Classic sem spilar alla þættina mína á sjónvarpinu. Svo nota ég Web Interface-ið til að skipta um þætti í fartölvunni án þess að þurfa standa upp
Nú er ég að pæla að setja upp einhvers konar torrent forrit sem ég get niðurhlaðið í sjónvarps þrælinn minn. Ég nenni ekki að vera að niðurhala í fartölvuna og færa svo yfir. Ég væri líka til í að setja upp einhvers konar ssh tunneling svo ég geti farið á ircið í skólanum.
Ætti ég að skipta um stýrikerfi, eða yrði of mikið af driver veseni? Einhver góð forrit sem geta hjálpað mér í þessu? Ætti ég kannski að vera með eina turntölvu sem væri sjónvarps þræll og aðra sem væri linux server? Einhver með svipað setup?
Takk fyrirfram,
Kristján