Ég er búinn að eiga Canon i9950 í nokkur ár og hef þarafleiðandi verslað þetta blekhylki sem þú ert að leita að, oft og mörgum sinnum. Computer.is hafa alltaf verið með þau ódýrust, en ég hef aldrei getað keypt allt litasettið hjá þeim, það er happaglappa hvað er til. (BCI-6xx telur 8 liti í heild). Síðast þegar ég verslaði þau hjá Tölvulistanum (þeir áttu yfirleitt 5-7 liti af þeim 8 sem þarf), voru þau á 990 kr. En það er langt síðan. Penninn uppí Hallarmúla hefur ALLTAF átt ALLA 8 litina, en þau voru dýr þar, síðast þegar ég keypti voru þau á 1200-1400kr, það var smá munur á milli lita. Svo á Oddi þetta líka á svipuðu verði og Penninn. Einusinni keypti ég 3rd party liti mjög ódýrt hjá blek.is minnir mig að það heiti, lítil búð í ármúla sem selur no-name blekhylki og fæðubótarefni (skemmtileg blanda) - en þeir litir stífluðu prentarann minn og það kostaði mikið maus að þrífa hausana svo ég gæti haldið áfram að prenta.
Ég er nánast hættur að prenta í dag

Það er ódýrara að prenta hjá Hans Petersen / Ljósmyndavörum heldur en að prenta sjálfur. Einstaka sinnum prenta ég A3+ sjálfur, en ég er oft að vega og meta hvort það sé í raun og veru að borga sig.