Skjásnúra


Höfundur
demigod
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 00:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Skjásnúra

Pósturaf demigod » Sun 09. Mar 2008 21:09

Mér býðst nýlegur flatur 19" Acer skjár án snúru á mjög góðum díl og eftir að hafa leitað að snúru fyrir svona skjá hef ég ekki komist að niðurstöðu á verð á svona snúrum.

Vitið þið hvað svona snúra kostar ? :oops:


"Walking on water and developing software from a specification are easy if both are frozen." Edward V. Berard


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Sun 09. Mar 2008 22:05

Þýfi ?

DVI?
VGA?
Rafmangsnúra?



Skjámynd

HR
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 23:59
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf HR » Sun 09. Mar 2008 23:01

Tekið úr vörulista tölvutek.

3. metra VGA kapall sirka 1500 kall.

3 metra DVI kapall sirka 2500 kall.


Gigabyte Z68x-UD4 | Intel i7-2600K | 32GB Mushkin Blackline 1333MHz CL8 | Gigabyte GTX660Ti OC 2GB WF2X | 240GB Mushkin Chronos Stripe | Antec P280 | Dell U2410M


Höfundur
demigod
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 00:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf demigod » Sun 09. Mar 2008 23:19

Þakka fyrir góð svör, hann segir að það sé bæði VGA og DVI er það ekki bara eitthvað sem er möguleiki á snúrunni eða er það á skjánum sjálfum ?


"Walking on water and developing software from a specification are easy if both are frozen." Edward V. Berard

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Sun 09. Mar 2008 23:22

Það er þá port fyrir bæði DVI og VGA tengi á skjánum sjálfum.

SS. þá býður skjárinn upp á bæði DVI og VGA tengingu, tekur auðvitað DVI snúru þá :)


Modus ponens


Höfundur
demigod
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 00:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf demigod » Sun 09. Mar 2008 23:39

Auðvitað gerir maður það


"Walking on water and developing software from a specification are easy if both are frozen." Edward V. Berard


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Sun 09. Mar 2008 23:41

Hvernig er dvi betra en vga. Ef maður er t.d. með skjákort sem er bara með dvi tengi og skjá sem er með bæði dvi og vga skemmir það þá eitthvað myndina að nota vga tengið?




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mán 10. Mar 2008 00:22

Á ekki að breyta neinu hvort þú ert með digital eða analog svo lengi sem að það er ekki lélegur Digital Analog Converter á skjákortinu þínu og heldur ekki lélegur Analog to Digital Converter á skjánum..



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Mán 10. Mar 2008 09:43

dagur90 skrifaði:Hvernig er dvi betra en vga. Ef maður er t.d. með skjákort sem er bara með dvi tengi og skjá sem er með bæði dvi og vga skemmir það þá eitthvað myndina að nota vga tengið?

DVI er digital
VGA analog

tölvan þín er digitial... svo betra að þurfa ekki að breyta merkinu í analog og svo aftur í digital


Starfsmaður @ IOD


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mán 10. Mar 2008 14:16

Það er ekkert betra, ef gæðin eru þau sömu þá breytir það engu.

Digital merki fara alveg eins í gegnum breytingar eins og analog, þó svo að það sé ekki alveg jafnmikið..

Ef þú ert með nýlegan/vandaðan skjá, þá breyttir það líklegast engu hvaða snúru þú notar. Flest skjákort í dag koma oftast nær með 2x dvi portum svo fyrir flesta er þægilegast að nota dvi snúruna




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Mán 10. Mar 2008 14:47

Takk fyrir það. :D



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 10. Mar 2008 16:58

Xyron skrifaði:Það er ekkert betra, ef gæðin eru þau sömu þá breytir það engu.

Digital merki fara alveg eins í gegnum breytingar eins og analog, þó svo að það sé ekki alveg jafnmikið..

Ef þú ert með nýlegan/vandaðan skjá, þá breyttir það líklegast engu hvaða snúru þú notar. Flest skjákort í dag koma oftast nær með 2x dvi portum svo fyrir flesta er þægilegast að nota dvi snúruna


Gæðamunurinn er gífurlegur, Analog merki fer fer í gegnum breytingu í skjákortinu sjálfu og aftur þegar í skjáinn er komið þannig það tapast þó nokkur gæði. Digital fer hinsvegar nánast aldrei í gegnum breytingu.




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Mán 10. Mar 2008 17:02

Þannig að fyrst ég er með skjá sem tekur Dvi og skjákort sem selur bara Dvi merki ætti ég þá að splæsa í Dvi snúru.
Á hinum skjánum Fylgdi með Dvi snúra en þessum bara Vga.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Mán 10. Mar 2008 17:18

DVI>VGA.

Einfalt.


Modus ponens


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mán 10. Mar 2008 20:27

Pandemic skrifaði:
Xyron skrifaði:Það er ekkert betra, ef gæðin eru þau sömu þá breytir það engu.

Digital merki fara alveg eins í gegnum breytingar eins og analog, þó svo að það sé ekki alveg jafnmikið..

Ef þú ert með nýlegan/vandaðan skjá, þá breyttir það líklegast engu hvaða snúru þú notar. Flest skjákort í dag koma oftast nær með 2x dvi portum svo fyrir flesta er þægilegast að nota dvi snúruna


Gæðamunurinn er gífurlegur, Analog merki fer fer í gegnum breytingu í skjákortinu sjálfu og aftur þegar í skjáinn er komið þannig það tapast þó nokkur gæði. Digital fer hinsvegar nánast aldrei í gegnum breytingu.



Analog signal processing hefur batnað svo mikið á seinustu árum að það er nánast ógerlegt fyrir venjulega manneskju að greina á muninum á merkjunum, ekki þá nema að þú sért að vinna við pro myndvinnslu á einhvern hátt.. svo lengi sem það er ekki lélegur DAC í skjánum, sem er yfirleitt ekki á nýlegum skjám í dag

Svo ef þú ert að sjá einhvern gífurlegan gæðamun þá veit ég ekki hvaðan hann kemur?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 10. Mar 2008 23:42

Ég er í myndvinnslu og ég varð að hætta að nota VGA KVM switch þar gæðin minnkuðu og skerpan varð að daufu blurri, þetta á einnig við þegar ég nota VGA snúru beint frá skjákortinu.
Málið er bara að þegar þú notar DVI þá er enginn þjöppun á mynd miðað við VGA og DVI getur flutt upplýsingar á milli tækja sem hjálpar til við að bæta myndina.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 10. Mar 2008 23:43

Pandemic skrifaði:Ég er í myndvinnslu og ég varð að hætta að nota VGA KVM switch þar gæðin minnkuðu og skerpan varð að daufu blurri, þetta á einnig við þegar ég nota VGA snúru beint frá skjákortinu.
Málið er bara að þegar þú notar DVI þá er enginn þjöppun á mynd miðað við VGA. DVI getur líka flutt upplýsingar á milli tækja sem hjálpar til við að bæta myndina.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Þri 11. Mar 2008 10:03

Pandemic skrifaði:Ég er í myndvinnslu og ég varð að hætta að nota VGA KVM switch þar gæðin minnkuðu og skerpan varð að daufu blurri, þetta á einnig við þegar ég nota VGA snúru beint frá skjákortinu.
Málið er bara að þegar þú notar DVI þá er enginn þjöppun á mynd miðað við VGA og DVI getur flutt upplýsingar á milli tækja sem hjálpar til við að bæta myndina.


Sammála. Maður tekur sérstaklega vel eftir þessu þegar upplausnin er komin
yfir 1280x1024 punkta.




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Þri 11. Mar 2008 19:17

Pandemic skrifaði:Ég er í myndvinnslu og ég varð að hætta að nota VGA KVM switch þar gæðin minnkuðu og skerpan varð að daufu blurri, þetta á einnig við þegar ég nota VGA snúru beint frá skjákortinu.
Málið er bara að þegar þú notar DVI þá er enginn þjöppun á mynd miðað við VGA og DVI getur flutt upplýsingar á milli tækja sem hjálpar til við að bæta myndina.


Spurning um hvort KVM switchinn hafi verið að draga úr gæðunum eða snúran verið léleg? en já DVI er betra, en þú átt alls ekki að sjá neinn gífurlegan mun þarna á..

Hvað áttu við með að það sé enginn þjöppun á mynd miðað við VGA ? seinast þegar ég vissi þá er ekki notað neina samanþjöppun þegar myndefni er flutt yfir VGA kapal.

En rétt með það að dvi flytur upplýsingar um hversu háa upplausn skjárinn er megnungur um og hversu mörg hertz skjárinn getur keyrt á á þeirri ákveðnu upplausn, eflaust einhverjar fleiri upplýsingar sem berast þarna yfir, er bara ekki með það á hreinu..