Ég er nú mikið sjálfur inní þessi mál en vil samt heyra álit ykkar á þessu sem ég hef veirð að velta fyrir mér útaf tölvu sem ég ætla að setja saman sem er einungis fyrir tónlistarvinnslu og smá Photoshop.
Ákvörðunin sem ég er nokkuð búinn að spekúlera er þessi:
Móðurborð:MA770-DS3 Gigabyte
CPU:AMD Athlon 6400+
Minni:OCZ 2x2gb 800mhz Reaper minni 4-4-4-15
Kassi:Antec SOLO mini Quiet
32-bit XP stýrikerfi
Svo á ég HDD og Afllgjafa 450W, man ekki amperinn en það skiptir engu máli útaf low-profile GPU.
Ég er að nota HDD sem er uppsett stýrikerfi á og ætlast ég til að nota það án þess að ég þurfi að reinstalla því.
Tölvan sem diskurinn var fyrir var nForce 4 móðurborð með 754 Socket.
Og svo á ég náttúrulega kælingu fyrir þennan örgjöva. (Alpine)
Spurningin var hvort að Intel based system væri betra (P35, E6750), og þess vegna leita ég hingað, en ég er svo hræddur um að ég komi ekki með til að fá stýrikerfið til að virka ef ég switcha frá AMD í Intel móðurborð.
Var ekki alltaf sagt í þá daga, AMD er betra fyrir ein stór þung forrit keyrð ein og ein í einu, en Intel fyrir mörg lítil?
Einnig skal taka fram að það á ekki að yfirklukka NEITT! (vegna þess ég hef aldrei náð að klukka AMD örgjörva neitt almennilega og yfirleitt bara sleppt því, en með Intel örgjöva myndi ég yfirklukka, en spurningin er hvort að aflgjafinn höndli það :S)
Svo er líka önnur pæling hvort að Phenom örgjövi væri málið?
Ég held bara að það sé of mikið. Sömuleiðis með betra móðurborð eins og 790 kubba móðurborðin frá AMD með 2xPCI-E raufum en ég held að það sé bara overkill fyrir vinnsluna sem ég er að fara að nota þetta í.
Miða við það sem ég hef borið saman á Tom's Hardware þá er yfirleitt tvíkjarna Athlonarnir að vinna betur í t.d. Photoshop og annað
Jæja hvað finnst ykkur?
Kveðja.....