Uppfærsla - leikjatölva

Skjámynd

Höfundur
mic
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 17:14
Reputation: 3
Staðsetning: Hér og þar aðalega þar.
Staða: Ótengdur

Uppfærsla - leikjatölva

Pósturaf mic » Mán 28. Jan 2008 17:27

Hvað finnst okkur um þessa uppfærslu..

Móðurborð:
Asus P5N-D kr. 19.950

Örgjörvi:
Intel, gerð Core 2 Duo, E6750, 2.66 GHz, 1333 MHz, 4 MB, LGA775 kr. 15.900

Vinsluminni:
SuperTalent DDR2-800 minni, 2 GB, PC6400, DDR2, 800 MHz, 128Mx8
kr. 5700

Skjákort:
Asus 8800gt Pci-e 2.0 (nýja kortið) kr. 29.900

Turn:
Antec sonata III með 500 watta aflgjafa

Takk fyrir..



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 28. Jan 2008 18:02

Okkur finnst þetta bara nokkuð gott...




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 28. Jan 2008 18:34

Hvaða nýja kort ? Aldrei verið til 8800GT áður.

Finnst óþarfi að eyða 29.900 í 8800GT kort þegar hægt er að fá það mun ódýrara, eða 23.860

http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... _SP_8800GT

Eða þá að ég tæki öflugra kort fyrir innan við 2000. Umfjöllun hér http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=16438

http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... SP_8800GTS

Svo er ATI HD3870 einnig mjög hagstæð kaup
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... ATi_HD3870



Skjámynd

Höfundur
mic
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 17:14
Reputation: 3
Staðsetning: Hér og þar aðalega þar.
Staða: Ótengdur

Pósturaf mic » Mán 28. Jan 2008 18:52

Þetta er asus 8800gt og það kostar 27.900 í tölvutek.

P.S. ég er ASUS maður




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gets » Mán 28. Jan 2008 19:21

ASUS maður :lol:




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 28. Jan 2008 21:30

mic skrifaði:Þetta er asus 8800gt og það kostar 27.900 í tölvutek.

P.S. ég er ASUS maður


Ég er skynsamur maður :wink:




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1033
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 23
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halldorjonz » Mán 28. Jan 2008 23:05

mic skrifaði:Þetta er asus 8800gt og það kostar 27.900 í tölvutek.

P.S. ég er ASUS maður


eins og tegundin skiptir eitthverju máli þeas. Asus eða Sparkle



Skjámynd

Höfundur
mic
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 17:14
Reputation: 3
Staðsetning: Hér og þar aðalega þar.
Staða: Ótengdur

Pósturaf mic » Mán 28. Jan 2008 23:27

Þess vegna er medion tölvurnar bestar er það ekki ?
Ef tegund skiptir ekki máli,á þá bara kaupa það sem kostar minnst!!!



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Mán 28. Jan 2008 23:52

Þegar að það kemur að skjákortum, þá er eini munurinn á þessum kortum fylgihlutirnir sem að fylgja aukalega með kortunum annars ertu bara með sama kortið með mismunandi límmiða (þó nema það sé factory oc-að)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Þri 29. Jan 2008 00:03

mic skrifaði:Þess vegna er medion tölvurnar bestar er það ekki ?
Ef tegund skiptir ekki máli,á þá bara kaupa það sem kostar minnst!!!


Er nú ekki sérstaklega góður samanburður hjá þér. En af hverju nenni ég bara ekki að skýra út fyrir þér.

Sá bara að þú ætlaðir að borga 25% meira fyrir Nvidia 8800GT skjákort en þú þarft. Núna sé ég að þú ertu búinn að ákveða að borga tæplega 17% meira fyrir Nvidia 8800GT skjákort, til þess að geta kalla þig enn ASUS mann og það verður bara að virða, þetta eru jú þínir peningar.

Mér finnst samt ákveðið ósamræmi í þessu vali, en það er að þú ert tilbúinn að eyða "óþarflega" miklum peningum í skjákort en ætlar síðan að velja SuperTalent minni á 5700 kall. Þetta er s.s. allt í lagi minni en flokkast samt sem "value minni". En þessum 25% sem þú gætir sparað með því að taka SPARKLE mætti verja í að kaupa "traustara" minni eða öflugri CPU.



Skjámynd

Höfundur
mic
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 17:14
Reputation: 3
Staðsetning: Hér og þar aðalega þar.
Staða: Ótengdur

Pósturaf mic » Þri 29. Jan 2008 00:53

Þetta er ástæðan fyrir því að ég setti þetta hér inn.
Með hvaða minni mælir þú með miðað við þessa tölvu.

Takk fyrir.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Pósturaf Klemmi » Þri 29. Jan 2008 09:41

Yank skrifaði:Mér finnst samt ákveðið ósamræmi í þessu vali, en það er að þú ert tilbúinn að eyða "óþarflega" miklum peningum í skjákort en ætlar síðan að velja SuperTalent minni á 5700 kall. Þetta er s.s. allt í lagi minni en flokkast samt sem "value minni". En þessum 25% sem þú gætir sparað með því að taka SPARKLE mætti verja í að kaupa "traustara" minni eða öflugri CPU.


Eftir að hafa unnið mjög mikið með Super Talent minni og vera sjálfur með þau í vélinni minni þá tel ég mig geta sagt að þetta séu mjög góð minni. Stöðug, lág bilanatíðni og overclockast mjög vel, sjálfur er ég að keyra mín 800mhz á 1100mhz eins og er.
Sjálfur tæki ég ekki Sparkle skjákort en það er aðeins byggt á minni reynslu af þeim og má vel vera að ég hafi verið einstaklega óheppinn þegar að þeim skjákortum kemur.


Starfsmaður Tölvutækni.is


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 29. Jan 2008 10:26

Mic:

Svona í alvöru , þér að segja þá er það soldið óskynsamlegt af þér að vilja borga um 20% meira bara fyrir " ASUS " límmiða á Reference kort frá Nvidia.

Þú getur fengið þetta mun ó dýrara og það skilar sér líka bara í endursölu. Þú tapar hlutfallsega mikið meira á þessu korti þegar þú selur það ef þú borgar 20% meira fyrir það í dag.

Hví ekki spara sér þó nokkra þýsundkallanna og nota þá í e-ð gómsætt í staðinn ?

En í sambandi við Supertalent minninn þá er ég sammála Klemma. Ég var með þannig í gömlu Shuttle vélinni minni og þau reyndust bara vel. Stöðug og ég gat klukkað gamla Amd 3200 í 2.6Ghz á þeim og keyrði þau á um 600Mhz minnir mig.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 29. Jan 2008 10:36

Ómar...af hverju ertu svona reiður á svipinn?




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 29. Jan 2008 10:49

Aþþþí ég er að urrrra ;)


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Þri 29. Jan 2008 11:12

Mín persónulega reynsla af xfx kortum er ekki góð. Veit ekkert hvernig þau eru í dag.
Síðast breytt af TechHead á Þri 29. Jan 2008 16:44, breytt samtals 1 sinni.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 29. Jan 2008 11:42

XFX eru líka þekkt fyrir að vera þokkalega vel factory OC frá framleiðanda en ekki með betri kælingu sem er undarlegt.

Mín reynsla er sú að kaupa sér STOCK kort og yfirklukka það sjálfur sjái maður ástæðu.

En að yfirklukka skjákort gefur manni bara ekki rassgat nema í #dmark testum og þessháttar.

Kannski öörfáa ramma í einstakal leikjnum en annars ekki.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Þri 29. Jan 2008 11:58

Klemmi skrifaði:
Yank skrifaði:Mér finnst samt ákveðið ósamræmi í þessu vali, en það er að þú ert tilbúinn að eyða "óþarflega" miklum peningum í skjákort en ætlar síðan að velja SuperTalent minni á 5700 kall. Þetta er s.s. allt í lagi minni en flokkast samt sem "value minni". En þessum 25% sem þú gætir sparað með því að taka SPARKLE mætti verja í að kaupa "traustara" minni eða öflugri CPU.


Eftir að hafa unnið mjög mikið með Super Talent minni og vera sjálfur með þau í vélinni minni þá tel ég mig geta sagt að þetta séu mjög góð minni. Stöðug, lág bilanatíðni og overclockast mjög vel, sjálfur er ég að keyra mín 800mhz á 1100mhz eins og er.
Sjálfur tæki ég ekki Sparkle skjákort en það er aðeins byggt á minni reynslu af þeim og má vel vera að ég hafi verið einstaklega óheppinn þegar að þeim skjákortum kemur.


Hvar ert þú aftur að vinna og selja tölvubúnað ?

En annars var ég ekki að gefa skít í Super Talent einungis að benda á ósamræmið í því að kaupa ódýrasta minnið en vera svo trúr ASUS og kosta til þess fúlgu. Þegar hann gæti t.d. eitt mismuninum í Öflugir CPU eða "betra dýrara minni", en eftir hans speki þá er dýrara betra.
Nú veit ég ekki specs á þessu minni en líklega er það 5 5 5 15 m.v. verð. Hann myndi fá fleiri ramma í leikjum með því að taka 4 4 4 12 minni heldur en að taka ASUS vs SPARKLE skjákort og það er mín reynsla :wink:




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 29. Jan 2008 12:44

Þú getur eflaust keyrt þessi ST minni á 4-4-4-12

Ég gat keyrt mín gömlu ST DDR400 á 2.5-3-3-8 minnir mig sem var þokkalega gott.

En mín reynsla er sú að minni hafa minnst með FPS að gera í leikjum.

Nr 1 # Skjákort
Nr2 # Örrinn
Nr3 # Minni


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

start
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 15. Nóv 2003 15:59
Reputation: 19
Staðsetning: Bæjarlind 1, Kópavogi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf start » Þri 29. Jan 2008 12:52

TechHead skrifaði:Ég myndi ekki mæla með XfX, hef persónulega séð 2 svoleiðis kort brenna
og þau dóu í tugatali þegar við vorum að selja þau í task á sínum tíma.

:?


Við skulum nú aðeins stoppa við núna Stefán.

Mín reynsla af XFX sem nota bene hefur verið aðal kortið hjá Start frá upphafi (smá pása þegar Powercolor réð ríkjum) hefur verið frábær. Auðvitað hafa einhver kort bilað hvort sem það er út af yfirklukkun notanda eða galli frá framleiðanda.

Sparkle kortin hafa verið að bila TÖLUVERT og hef ég það nú bara eftir okkar reynslu og svo frá ykkur sjálfum nýlega!!!

Þessi umræða er komin á frekar lágt plan þegar verið er að "hæpa" upp ákveðin merki á kostnað annarra.
Vaktin er að breytast í einhvern auglýsingarvef þar sem fólk er farið að auglýsa sína uppáhaldsbúð í undirskrift, starfsfólk með notendur að prómota sínu dóti. Jafnvel dæmi um að verslanir séu að búa til notendur til að auglýsa eitthvað og tala við sjálfan sig.

Einnig má nú Yank fara að hægja á sér með sín review sem eru nú alls ekki hlutlaus þó þau séu nú vel gerð. Einungis vörur frá Tölvuvirkni og IOD ehf (þar sem bróðir hans vinnur) eru þar enda er "skilyrði" fyrir að fá að láta skoða vöru að hún sé gefins!




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Þri 29. Jan 2008 13:03

start skrifaði:
TechHead skrifaði:Ég myndi ekki mæla með XfX, hef persónulega séð 2 svoleiðis kort brenna
og þau dóu í tugatali þegar við vorum að selja þau í task á sínum tíma.

:?


Við skulum nú aðeins stoppa við núna Stefán.

Mín reynsla af XFX sem nota bene hefur verið aðal kortið hjá Start frá upphafi (smá pása þegar Powercolor réð ríkjum) hefur verið frábær. Auðvitað hafa einhver kort bilað hvort sem það er út af yfirklukkun notanda eða galli frá framleiðanda.

Sparkle kortin hafa verið að bila TÖLUVERT og hef ég það nú bara eftir okkar reynslu og svo frá ykkur sjálfum nýlega!!!

Þessi umræða er komin á frekar lágt plan þegar verið er að "hæpa" upp ákveðin merki á kostnað annarra.
Vaktin er að breytast í einhvern auglýsingarvef þar sem fólk er farið að auglýsa sína uppáhaldsbúð í undirskrift, starfsfólk með notendur að prómota sínu dóti. Jafnvel dæmi um að verslanir séu að búa til notendur til að auglýsa eitthvað og tala við sjálfan sig.

Einnig má nú Yank fara að hægja á sér með sín review sem eru nú alls ekki hlutlaus þó þau séu nú vel gerð. Einungis vörur frá Tölvuvirkni og IOD ehf (þar sem bróðir hans vinnur) eru þar enda er "skilyrði" fyrir að fá að láta skoða vöru að hún sé gefins!


Við skulum nú stoppa aðeins Ingibergur/Vigfús

Ég var aðeins að segja frá reynslu minni í contrast við það sem hann "Klemmi" var að halda fram :lol: Kaldhæðni anyone :?:

Xfx er fínt brand með meiriháttar support

En þetta er opið spjallborð þar sem menn geta sagt sína skoðun í ljósi ritfrelsis og það er algjörlega stjórnanda spjallborðsins að halda stjórn á
því sem er varpað fram hér. Engin að skíta yfir neitt hérna, einungis að deila minni persónulegu reynslu.

Edit: Þú segir að Sparkle kortin hafi verið að "bila mikið"
hefuru einhverjar tölur því til staðfestingar?
Ef við skoðum sölutölur á Sparkle kortum hérna í Tölvuvirkni versus RMA þá er bilanatíðnin undir 5% síðastliðið 1 1/2 ár.
Tel það nú bara nokkuð gott frá framleiðanda sem er með vörulínu sem samanstendur af 50% reference Design.




Ingib
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 14. Nóv 2007 12:15
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ingib » Þri 29. Jan 2008 13:07

Ingibergur / Vigfús / Ingihrafn


Ég held að hann hafi alveg eins getað sagt að einu kortin sem hafa eitthvað verið að bila eru sparkle kortin. Í % talið veit ég ekki það er eitthvað sem Vigfús verður að segja þér eða ykkur ef hann er með tölu yfir það.

Heil og sæl.


Kveðja Ingib



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Þri 29. Jan 2008 14:12

Ég veit fyrir víst að aðal ástæðan fyrir að kortin eru að brenna eru hitavandamál, vitum við það ekki allir?

En einhverjir gaurar setja saman ofurtölvu í tölvubúðum sem þeir vinna í, en gleyma því að yfirklukkaðir hlutir hitna aðeins meira, kannski 10 % meira.

10 % hitaaukning getur hinsvegar stigmagnast mikið í lélegum kassa með lélegum viftum.

Ég skipti um daginn um skjákort hjá félaga mínum sem keypti samsetta tölvu hjá ákveðnari vinsælli búð, ástæða fyrir að yfirklukkaðakortið drapst var sagt vera "notandinn hefur yfirklukkað kortið".

Ég var hinsvegar fljótur að koma með þá staðreynd að þessi maður yfirklukkar ekki tölvuna sína fyrir einhver benchmörk, fékk nýtt kort handa honum ( góð þjónusta auðvitað eftir smá brúk.. ) en þegar ég setti kortið í vélina fylgdist ég með hitastiginu í kassanum, sem fór uppí 60 gráður mælt með laserbyssu.

2 auka kassaviftur fyrir 3000 kall frá annari búð reyndar, hún er bara nærri mér, lækkuðu hinsvegar hitann niður í 20 gráður á kortinu.

Ég er ekki að segja að tölvubúðirnar séu vísvitandi að spara á sumum hlutum .. en þess má geta að ég lánaði gamal kort sem ég átti fyrir félaga minn, þegar ég setti það í kassann tók ég eftir snúrufarganinu sem var þarna .. greinilega einhver nýliði að setja saman kassa og hefur ekki haft hugmynd um að :

1. Snúrufargan eykur hita, það vitum við allir.
2. kassaviftur, kassaviftur, kassaviftur.
3. OC skjákort hitna um einhverjar 10 gráður meir en önnur kort, 10 gráðu aukning í lokuðum kassa með öllu tilheyrandi getur orðið að 30 gráðum.
4. kommon, þú segir ekki við einhvern sem kemur með skjákort með artifacts að "það hljóti bara að vera kúnninn" þegar þú veist að möguleikinn geta verið fleiri.

Svo annað, mér er skítsama þótt einhver vinni í tölvubúð og mótmæli mér og segi "já en það gerist sko ekki í búðinni sem ég á!.."

Nýir starfsmenn = ný mistök.

svo svona rant:

Ef tölvubúðirnar ætla að selja einhverjum nýliði tölvu með hlutum sem er vitað að hitna örlítið meira, er þá ekki basic að segja honum það þá ?
Svo hann setji tölvuna ekki bara í tölvuskrifborðið sitt og loki hurðinni ?

Þessi félagi minn veit nb. voða lítið um tölvur, hann vildi bara spila Half Life Orange box eftir hann sá það hjá mér og keypti sér fína tölvu til að spila.

En núna mun hann aldrei fara aftur í þessa búð, sennilega búinn að segja amk 5 vinum sínum frá því og ég sjálfur er búinn að segja nokkrum frá því að hafa varann á að versla þarna, doldið leiðinlegt nefnilega þegar einhverjir 18 ára strákar ætla að hafa rétt fyrir manni og senda mann í burt, ( ég meina, "Ég VINN við þetta ! omgz.!! ")

urt.




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Þri 29. Jan 2008 14:55

CendenZ skrifaði:Nýir starfsmenn = ný mistök.



Eða
Nýir starfsmenn = gömlu mistökin aftur :D




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Pósturaf Klemmi » Þri 29. Jan 2008 15:52

Yank skrifaði:
Klemmi skrifaði:Hvar ert þú aftur að vinna og selja tölvubúnað ?

Hann myndi fá fleiri ramma í leikjum með því að taka 4 4 4 12 minni heldur en að taka ASUS vs SPARKLE skjákort og það er mín reynsla :wink:


Ég starfa hjá Tölvutækni og hef aldrei verið að fela það. Við höfum haft Super Talent sem value línuna hjá okkur og svo Kingston HyperX fyrir þá sem vilja dýrari og öflugri minni.
Super Talent höfum við haldið okkur við þar sem við höfum MJÖG góða reynslu varðandi bilanatíðni og áreiðanleika þeirra.

Hitt er svo annað mál, jú, hann myndi líklega fá fleiri ramma með 4-4-4-12 minni heldur en t.d. 5-5-5-15 minni, en hitt er svo annað mál að ég talaði ekki illa um Sparkle varðandi kraft, ekkert upp á þau að klaga þar, hins vegar eins og ég tók fram, þá er mín skoðun AÐEINS byggð á persónulegri reynslu af þeim kortum en gaf svigrúm fyrir það að ég gæti hafa verið einstaklega óheppinn. Eins og ég segi, ekki að kvarta undan afköstum, aðeins stöðugleika, sé að ég tók það reyndar ekki fram í fyrri pósti, biðst afsökunar á því.

Með það í huga þá höfum við verið að bjóða upp á fleiri en einn framleiðanda á sömu kortunum. Þá ef kúnninn hefur slæma reynslu af einum framleiðanda getur hann einfaldlega valið annan. Stefán myndi kannski ekki vilja fá XFX kort en gæti þá tekið Foxconn, ASUS eða EVGA í staðin.
Menn eru gjarnir, eins og ég, á að dæma út frá persónulegri reynslu eða orðrómi frá öðrum en eins og lagið segir „Belive half of what you see and none of what you hear“.
Einnig er vert að benda á að það eru ekki aðeins nöfnin á framleiðendum sem greina kortin að, sumir framleiðendur eru gjarnari á að vera skapandi varðandi kælingu og t.d. voru nýjustu ASUS 8800GT kortin sem við fengum með mun stærri og vígalegri kælingu en á móti kemur að við það verður slottið fyrir neðan kortið ónothæft.


Starfsmaður Tölvutækni.is