En núna er hins vegar komið upp það vandamál að þrátt fyrir að ég hef fengið netkortið til að virka loksins þá virkaði það ekki eftir restart, ekki fyrr en ég keyrði 'net start w8335xp' en þá lagaðist vandamálið. Samt það skrítna er að þegar ég er búinn að gera start þá koma þau skilaboð að það sé nú þegar búið að setja þetta service í gang
Ég veit að ég get auðvitað bara sett þessa start skipun í startup til að laga þetta en það er auðvitað bara tímabundin lausn, það væri frábært að geta lagað þetta alveg. Þá gæti ég kannski komist að því í leiðinni hvað er að fara úrskeðis.
Einhver með hugmynd?
EDIT: Þetta virðist vera komið í lag núna, þegar ég logga mig inn þá sé ég fyrst icon-ið koma snöggt hjá klukkunni með rautt ljós og hverfa svo en síðan kemur það aftur stuttu seinna og þá með grænt ljós þannig að netið kemur. Samt pínu skrítið
Kannski virkar þetta svona skrítið þar sem þetta er ekki alveg 100% XP eða þá vegna þess að það er ekki fast user switching í þessu. Það væri reyndar ágætt að vita það.