vantar hjálp við uppfærslu á Dell Latitude D505


Höfundur
el far
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 07. Ágú 2007 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

vantar hjálp við uppfærslu á Dell Latitude D505

Pósturaf el far » Þri 07. Ágú 2007 20:36

Tölvan sem um ræðir er eftirfarandi:

Intel Pentium M 725 1.70GHz/2MB, 400Mhz
512Mb 333MHz vinnsluminni (1x512)
15.0" XGA skjár (1024 x 768)
Intel 855GME skjástýring
40GB 5400rpm harður diskur
DVD/ RW geisladrif (skrifar DVD diska)
10/100 netkort & 56k mótald
Intel PRO þráðlaust netkort 2200 802..11b/g
Innbyggt Bluetooth
AC97 hljóðkort & stereo hátalarar
Íslenskt lyklaborð og snertimús (TouchPad)
2 USB 2.0, serial, parallel, FireWire, S-Video

ég er svosem enginn snillingur í þessum tölvumálum, en finnst hún vera
orðin hálf slöpp blessunin, og ég er að reyna að gera upp við mig hvort ég
eigi að uppfæra hana eða kaupa mér nýja.

Hvað er hægt að stækka í svona tölvu..?

get ég keypt mér nýtt skjákort í hana? er orðinn half leiður á 1024x768?
Síðast breytt af el far á Þri 07. Ágú 2007 20:39, breytt samtals 1 sinni.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dadik » Þri 07. Ágú 2007 20:39

Nýuppsett windows myndi líklega gera kraftaverk.

Svo myndi ég mæla með minnisstækkun - 1GB lágmark.




Höfundur
el far
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 07. Ágú 2007 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf el far » Þri 07. Ágú 2007 20:39

svo finnst mér hún oft vera helvíti heit..




Höfundur
el far
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 07. Ágú 2007 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf el far » Þri 07. Ágú 2007 21:02

ef ég stækka vinnsluminnið, verður þá viðbótin að vera 333MHz líka?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 07. Ágú 2007 21:38

el far skrifaði:ef ég stækka vinnsluminnið, verður þá viðbótin að vera 333MHz líka?

Já, vertu með tvo eins minniskubba.

Ég er með svipaða Dell tölvu...setti nýjann 160GB Seagate Momentus HD, stækkaði ram úr 512 - 1024 og setti windows upp á nýtt...
Eftir þessa upfærslu var eins og ég væri með nýja tölvu...öll vinnsla varð svona 3x hraðari.




Höfundur
el far
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 07. Ágú 2007 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf el far » Þri 07. Ágú 2007 22:30

en með skjákort? get ég verslað nýtt eða er þetta svona innbyggt?

Hvar er best að versla íhluti í þetta?




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Dell

Pósturaf Gets » Þri 07. Ágú 2007 23:04

Eins og þú orðar það “mér finnst hún orðin hálf slöpp blessunin” þá hefurðu líklega vera mjög sáttur við vélina í upphafi.
Ég tek undir það með dadik að þú takir afrit af öllum persónulegum gögnum og setjir stýrikerfið upp aftur á vélinni og þá verður hún hin hressasta á eftir.
Hinsvegar ef að vélin hressist ekki þá er spurning um að skipta um harða diskinn því hann gæti verið farinn að slappast, en það er eini íhluturinn sem getur slappast, hinir eru annaðhvort í lagi eða bilaðir.
Hægt er að sjá vinnsluástandið á harða drifinu í Control panel/Administrative Tools/Performance bláa línan á helst að vera undir 5 á grafinu þegar vélin er ekki að gera neitt “sem næst 0 er best” prófaðu að setja disk defragment í gang með þetta opið og þá sérðu álagið sem kemur á diskinn og ætti grafið þá að fara upp í 80 til 100.
Örgjörfan geturðu ekki stækkað þar sem þessi vél er gefin upp fyrir að vera með hámark 1.7 Ghz.
Vinnsluminnið geturðu aukið upp í hámark 2 GIG en það er alger óþarfi þar sem þessi vél mun ekki vera nothæf í neina þunga þrívíddarvinnslu þar sem skjákortið er ekki merkilegt en það er innbyggt í móðuborðið og því ekki aðskiljanlegt.
Þetta skjákort notar hluta af vinnsluminni vélarinnar að hámarki 64 Mb “þetta er stillt inni í bios” og miðað við það þá eru eftir 448 Mb af vinnsluminni vélarinnar.
Ef að þú stækkar vinnsluminnið þá seturðu ekki neitt annað er 333 Mhz minni í hana eins og fyrir er, annað gæti verið ávísun á vandræði, áður en þú kaupir minni í tölvuna skaltu ganga úr skugga um hvort það eru 2 X 256 Mhz minniskubbar í henni þar sem það eru bara 2 minnisraufar á móðuborðinu.
Ef það er 1 X 512 þá geturðu keypt annan slíkan og kostar hann 9.110 hjá http://www.ejs.is
1 GIG kubbur kostar svo 19.738.
Þar sem vélin er gefin upp fyrir 2 GIG þá ræðurðu hvort að þú setur í hana 2 X 512 kubba eða 1 GIG kubb.
Hvað hitan snertir þá er möguleiki að hreinsa hana því að það getur safnast mikið ryk og milli örgjörfaviftunnar og kælikubbsins á örgjörfanum með tímanum.
Þú ættir að kanna betur með stillingarnar á skjákortinu og athuga hvort þú getur ekki hækkað upplausnina því þessar vélar eru framleiddar með 15” skjá sem er gefin upp fyrir að komast í 1400 X 1050 upplausn og hinsvegar 14” skjá sem kemst í 1024 X 768. Spurning um að mæla skjáinn “þetta skyldi þó ekki bara vera 14” skjár.
Bottom line þú getur því eins og þú sérð ekki stækkað neitt í þessari vél nema harða drifið og vinnsluminnið.
Ekki veit ég hvað þú notar vélina í, en ef þú ert ekki að keyra nein rosa þung forrit og mörg í einu á vélinni þá þarftu ekki að stækka minnið úr 512 Mhz.
Þú getur líka bara kannað sjálfur minnisnotkunina í Task Manager meðan þú ert með öll þau forrit í gangi sem þú vilt hafa í gangi í einu, ef að minnisnotkunin er komin upp í 400 Mb á meðan þú ert að vinna í forritninu/forritunum þá myndi ég stækka það í 1 GIG
Kær kveðja.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Þri 07. Ágú 2007 23:15

ekki kaupa 1 kubb á 20 þúsund kall hjá EJS, í guðana bænum.

færð 2 gb á 15 þús kall hjá öðrum verslunum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 07. Ágú 2007 23:24

CendenZ skrifaði:ekki kaupa 1 kubb á 20 þúsund kall hjá EJS, í guðana bænum.

færð 2 gb á 15 þús kall hjá öðrum verslunum.

Ég keypti auka 512 mb kubb á ebay.com ... kostaði 3þús með vsk. og sendingarkostnaði.
Virkar fínt :)




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Minni

Pósturaf Gets » Mið 08. Ágú 2007 00:11

Sjálfur þefa ég alltaf uppi besta verðið á öllum þeim íhlutum sem mig vantar, en vil þó benda á eitt í sambandi við Dell vélar, að kaupa ekki minniskubb í hana frá öðrum aðila nema fá það staðfest hjá söluaðila að þú fáir að skila kubbnum aftur ef að vélin virkar ekki með honum.
Dell notar til að mynda eingöngu minniskubba frá Kingston en þeir eru í föstum viðskiptum við þá og Kingston smíðar hreinlega fyrir þá það sem þeir vilja, þó eftir ákveðnum stöðlum.
Ég myndi allavega ekki setja annað en Kingston minni í hana og hafa það á hreinu að hægt sé að skila kubbnum ef vélin virkar ekki með honum.

En svo er líka alltaf hægt að fara út í tilraunastarfsemi, það er oft bara gaman að því.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Samanburður

Pósturaf Gets » Mið 08. Ágú 2007 01:02

Ég skoðaði að gamni hvað þessir helstu söluaðilar á íhlutum eru að selja 1 GIG 333 Mhz minni fyrir fartölvur á hérna heima.

Att.is Corsair 1 GIG DDR 333 Mhz 7.950 kr
Computer.is Ekkert nafn 1 GIG DDR 333 Mhz 8.110 kr
Tölvulistinn. Corsair 1 GIG DDR 333 Mhz 9.990 kr

Tölvutækni. Kingston 1 GIG DDR 333 Mhz 12.900 kr

Ejs.is Kingston 1 GIG DDR 333 Mhz 19.738 kr
Kísildalur Ekki til
Start.is Ekki til
Hugver.is Ekki til
Task.is Ekki til
Þór hf Ekki til
Buy.is Ekki til

Samkvæmt þessu hefur Tölvutækni vinninginn og eru með
Kingston minni.
Svo er líka hægt að stofna Ebay og Paypal aðgang og kaupa minni
frá USA eða UK.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Úpps

Pósturaf Gets » Mið 08. Ágú 2007 01:36

Úpps :? nú var ég aðeins að spjalla of mikið á MSN meðan ég var að skrifa þetta.
att.is hefur því vinninginn en Tölvutækni er með Kingston minni.
Þetta vildi ég sagt hafa, sorry.
Gangi þér vel hvað svo sem þú gerir og endilega leyfðu okkur að fylgjast með hverning gengur og hvað þú gerir.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Minni

Pósturaf CendenZ » Mið 08. Ágú 2007 09:30

Gets skrifaði:Sjálfur þefa ég alltaf uppi besta verðið á öllum þeim íhlutum sem mig vantar, en vil þó benda á eitt í sambandi við Dell vélar, að kaupa ekki minniskubb í hana frá öðrum aðila nema fá það staðfest hjá söluaðila að þú fáir að skila kubbnum aftur ef að vélin virkar ekki með honum.
Dell notar til að mynda eingöngu minniskubba frá Kingston en þeir eru í föstum viðskiptum við þá og Kingston smíðar hreinlega fyrir þá það sem þeir vilja, þó eftir ákveðnum stöðlum.
Ég myndi allavega ekki setja annað en Kingston minni í hana og hafa það á hreinu að hægt sé að skila kubbnum ef vélin virkar ekki með honum.

En svo er líka alltaf hægt að fara út í tilraunastarfsemi, það er oft bara gaman að því.


Ég keypti mér kubb í START, fór með vélina og hann setti kubbinn í vélina sjálfur án kostnaðar til að athuga hvort kubburinn virkaði, og hann virkaði.

það kostaði 11 þús kall, 1 gb kubbur fyrir tæpu 7 mánuðum.




Höfundur
el far
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 07. Ágú 2007 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf el far » Mið 08. Ágú 2007 10:20

þá er annað sem ég er að velta fyrir mér, það er 40gb diskur í tölvunni og mér vantar meira pláss, diskurinn er 5400 snúninga. ætti ég að kaupa nýjann stærri disk í tölvuna og nota litla gamla sem flakkara, eða kaupa nýjann flakkara.

Er mikill munur á tölvunni hvort ég er með 5400 eða 7200 snúninga disk?



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Mið 08. Ágú 2007 11:13

el far skrifaði:Er mikill munur á tölvunni hvort ég er með 5400 eða 7200 snúninga disk?


Já, diskavinnsla er almennt messti flöskuhálsinn í tölvum, sérstaklega í fartölvum þar sem þær eru almennt með hægari diska en borðtölvur, þ.e. 5400 vs 7200. Ef þú færð þér 7200 sn disk þá er það ásamt minnistækkun rosalega góð uppfærsla. Aðal gallinn er að þeir eru mun dýrari en 5400 sn diskar.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dadik » Mið 08. Ágú 2007 16:36

Umm, ég held þetta sé alveg gríðarlega vanmetinn þáttur. Hér í den þegar minni kostaði hönd og fót skipti mestu máli að hrúga minni í þessar vélar. Núna þegar flestar vélar koma með amk. 1 GB fer diskurinn að skipta meira máli. Flestir diskar í ferðavélum eru ægilegt drasl - performance-lega séð, berð þetta ekki saman við 3.5" disk að neinu leyti.

Ég er með ferðavél í vinnunni, er með MS SQL í gangi auk nokkurra þjónusta fyrir utan þróunartólin og þetta venjulega dót. Það er svosem nóg minni í vélinni en diskurinn var eiginlega ekki að höndla þetta. Ástandið lagaðist til muna eftir að ég skipti geisladrifinu (sem maður notar aldrei) út fyrir annan harðan disk. Þetta fyrirkomula er amk. að performa mun betur.

Punkturinn með þessu öllu er kannski að sama hvað örjörvarnir verða hraðvirkir og mikið af minni í þessum vélum þá performa þær nánast ekki neitt út af diskunum. Þessvegna er ég svolítið spenntur að sjá hvernig þessir solid state diskar koma til með að virka. Ef performansinn er betri en á núverandi dóti fer kannski að verða gaman aftur.



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Mið 08. Ágú 2007 17:23

Er með 7200 sn seagate disk í vinnulappanum, 5400 seagate í private lappanum, báðar vélar eru nánast nýjar. Það er mikill munur á disk performance milli vélanna, þó er private vélin mjög spræk af ferðavél að vera.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Harður diskur 4200 sn á móti 7.200 sn

Pósturaf Gets » Mið 08. Ágú 2007 20:15

Ég fékk mér nýjan TOSHIBA lappa um daginn.

Vélin er með 1.66 Tveggja Kjarna T5500 örgjörfa. 2048. Mb minni. 256. Mb NVidia Geforce Go 7600 skjákort.

Vélin er með W Vista Home Premium og tekur það 880 Mb minni þegar vélin er í gangi með öll auka forrit slökkt nema vírusvörnina

Og hún er með 200 GIG disk “en hann er bara 4.200 sn.” Sem er bara RUGL :roll: miðað við annan vélbúnað í vélinni.
Toshiba að spara “halda verði vélarinnar niðri með þessu móti” enda kostaði gripurinn ekki nema 130 kall og ásetti ég mér áður en ég keypti hana að setja 7.200. Sn disk í hana :P og nota stóra diskinn í flakkara.

Þegar ég set mikið álag á vélina með fullt af drasli í gangi og örgjörfin er á 80% álagi á öðrum kjarnanum og 40% á hinum, þá er vélin farin að lagga töluvert sem er bara harði diskurinn sem er ekki að anna því sem annar vélbúnaður ræður við.

Ég ætla að kaupa þennan og skella í hana.
http://www.tolvulistinn.is/vara/133
Ég hlakka til að sjá breytinguna.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dadik » Mið 08. Ágú 2007 21:09

Hvernig var með orkunotkun á þessum 7.2k diskum? Sjá menn einhvern marktækan mun á batterísendingu með þessu?




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Rafhlaða

Pósturaf Gets » Mið 08. Ágú 2007 22:50

Ég þekki nokkra sem hafa skipt út hægari disk fyrir 7.200 Sn disk í fartölvu og segjast þeir allir sjá mun lakari rafhlöðuendingu.



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafhlaða

Pósturaf arnarj » Mið 08. Ágú 2007 23:50

Gets skrifaði:Ég þekki nokkra sem hafa skipt út hægari disk fyrir 7.200 Sn disk í fartölvu og segjast þeir allir sjá mun lakari rafhlöðuendingu.


Þetta er goðsögn og munurinn á orkunotkun er vart mælanlegur, sjá link

http://techreport.com/reviews/2006q1/mo ... ex.x?pg=14




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Rafhlaða

Pósturaf Gets » Fim 09. Ágú 2007 02:31

Snilldargrein :)




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Pósturaf IL2 » Fim 09. Ágú 2007 21:34

Kanski spurning umn aukin hita við að skipta út diskinum.

http://forum.notebookreview.com/showthread.php?t=148054

Getur líka lesið aðeins þarna um munin.