Ný Vél


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Ný Vél

Pósturaf machinehead » Mið 02. Maí 2007 21:35

Nú er maður að fara að uppfæra eftir nokkura ára bið, eða réttara sagt versla bara nýja tölvu eins og hún leggur sig... Ætla að fá mér high end leikjavél.

Mér lýst helvíti vel á Duo E6600, en er kannski sniðugara að bíða aðeins eftir að Quad örgjörvarnir lækki?

Svo er málið með skjákort - Langar voða að fá mér R600 línuna en hef ekki heyrt góða hluti eins og staðan er í dag svo það er kannski gáfulegra að fá sér GeForce DX10.

Svo er það náttúrulega móðurborð. Þetta lýst mér best á. Er það ekki fínt miðað við verð?



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Mið 02. Maí 2007 21:45

E6600 er mjög góður kostur í dag. Quad er ekkert það mikið stökk frá dual. Ef þú vilt kaupa vélina núna, en ekki bíða í um 2 mánuði í viðbóð skelliru þér á 8800GTS (320MB ef þú ert ekki með hærri uplausn en 1600x1200, en annars 640MB), auðveldlega hægt að skella í SLI seinna. Er ekki alveg inn í móðurborðsmálunum, þannig að ég vill ekki halda neinu fram með þetta MSI borð. Og ekki taka minna minni en 2gig. Og svo muna að fá sér gæða aflgjafa (Fortron, OCZ eða svipað). Og kannski góða kælingu líka Big Typhoon t.d.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf machinehead » Mið 02. Maí 2007 22:02

Já var að pæla í 2GB minni, en bara hvaða gerð/ hvaða minni?

EDIT:
En ég mun líklega ekki kaupa hana fyrr en eftir ca. 2 mánuði.
Og hvað er maður að græða á því að hafa SLI skjákort annað en meira minni?




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 03. Maí 2007 00:44

Ef þú ert að keyra mjög þungan leik þá vegur þetta mjög mikið. Annað kortið er að keyra í raun helminginn af skjánum og hitt hinn helminginn.

Ert samt ekki að fá 100% meira afl, alls ekki misskilja þetta þannig. En með 2 8800GTS í SLI ættiru að vera með mikið meira en þú þarft amk út þetta ár ef ekki lengur ( Miðað við upplausn ekki hærri en 1600x1200 )

Ef þú ætlar að vera með ekki stærri skjá en 22" sem er 1680 x 1050 þá ætti GTS 320 kortið að vera alveg nóg þar sem að það skorar alveg jafn hátt og oftar hærra ( O.C útgáfan ) en 640mb kortið í ýmsu benchtestum sem finna má á t.d http://www.anandtech.com


Í sambandi við minninn þá mæli ég sjálfur með Kingston HyperX PC6400 sem fæst á tilboði hjá Tölvutækni í dag á 18900 kr og er það 2 x 1GB.

Einnig geturu fengið GEIL minni hjá Kísildal og eru það klárlega mjög vönduð og góð minni og hennta vel í overclock. Ég myndi taka annaðhvort af þessum 2. Corsair minnin XMS eru frábær líka en þau eru soldið dýrari og ég held að þú sért ekkert að græða á þeim umfram hin nema geta sagst hafa borgað meira ;)


Móðurborð: Gigabyte 965P DS3 er á um 15.000 kall hjá Tölvutækni og er það alveg frábært borð miðað við dóma og eiginleika. Það reyndar býður ekki upp á SLi sértu að spá í því.

Ég held að ég geti líka mælt með þessu borði í Kísildal : http://www.kisildalur.is/?p=2&id=412

Asus hafa iðulega skilað af sér vönduðum borðum og þetta fær amk flotta dóma all over. Sumsé gott í Overclock, stabílt, auðvelt að eiga við bios og fleira. Notendavænt borð væri líklegast gott orð.


Það er alltaf góður leikur líka að senda póst á þá félaga í Kísildal og Tölvutækni og láta þá setja saman e-n pakka handa þér. Getur gefið þeim verðhugmynd og sagt hvað þú ætlar að nota vélina í. Þá ættiru að fá e-n nasaþef af því hvað þeir eru að bjóða viðskiptavinum upp á.

Ástæða þess að ég nefni aðeins þessar 2 verslanir er einföld. Þarna eru einfaldlega topp vörur - topp þjónusta og topp verð.


Gangi þér vel með þetta.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf machinehead » Fim 03. Maí 2007 00:54

Takk kærlega fyrir frábært svar - Það hjálpaði mjög mikið!




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 03. Maí 2007 10:35

Gangi þér bara vel með þetta.

Ef þú vilt þá getur þú líka beðið aðeins því allar verslanir eru að taka inn nýja línu af E6300 og E6400.

E6400 er að koma í formi E6420 og þá með 4MB cache minni rétt eins og E6600 örrinn.

E6400 er 2.14GHz meðan að E6600 er 2.4GHz en hann klukkast alveg leikandi og þá meina ég leikandi í 2.6-3.0Ghz með lágmarks kælingu og standard minniskubbum.

Bara svona ef þú ert að spá í að spara þér smá pening. En reyndar er E6600 kominn í rétt um 20.000 kall í dag og því munar ekki nema um sirka 5.000 á þeim.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf machinehead » Fim 03. Maí 2007 11:40

En hvernig er E6600 að yfirklukkast?




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 03. Maí 2007 13:15

Bara alveg frábærlega eins og allir aðrir E ( Core 2 Duo ) örrarnir.

Hitna lítið og klukkast vel.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s