Núna er komið að því að uppfæra


Höfundur
Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Núna er komið að því að uppfæra

Pósturaf Carragher23 » Sun 26. Nóv 2006 20:00

Ætla að byrja þennan póst á því að segja frá hvernig tölvan mín er: Tek það fram að hún er orðin ca. 4 ára gömul og allt er original nema skjákort, DVD-skrifari og einum viðbættum Hdd auk þess sem ég er með 2 flakkara

Original 17" Scaleo C792 frá Fujitsu Siemens

Original Scaleo 600 kassi

NVIDIA GeForce 6600 GT 128 MB

Original Intel Pentium 4 CPU 2.00 GHz

Original Móðurborð :/ ( Gigabyte GA-8STXC )

Vinnsluminni: DDR 1023 MB, Speed 200 MHz

DVD Skrifari: _NEC DVD_RW ND-3520AW

DVD Drif: LITEON DVD-ROM LTD163

HDD:

Original 37 GB

2x 300 GB

1x 110 gb


Mús: MX 518

Svo má bæta við að ég er með DRASL hljóðkort, hef ekki hugmynd um hvort það sé innbyggt í móðurborðið eða hvað, veit bara að það er rusl !

En svo ég komi mér nú að efninu. Get ekki sagt að ég hafi ótakmarkað fjár milli handanna en ég gæti nú alveg leyft mér að eyða svona 100.000 í þetta, kannski meira er ekki viss.

Nú, ég spila ekki mjög mikið af leikjum núna, einfaldlega vegna þess að mér finnst hún engann veginn ráða við það nýjasta, installaði t.d. Scarface leiknum í gær og það gekk engann veginn. Allavega ekki þannig að hann yrði spilunarhæfur. Semsagt ég vill öfluga vinnsluvél !

Svo er ég líka með mjög mikið kveikt á tölvunni, oft marga daga ef ekki vikur samfleytt með einum einum dag á milli í pásu. Hvort að það skipti máli upp á íhlutinu sem, s.s. þolir þetta mikið álag og þessháttar.

Mín spurning er, hvað mynduð þið gúrúar mæla með, ég er að hugsa að ég þurfi helst á að halda nýtt móðurborð, örgjörva, skjákort og hljóðkort. Hugsanlega minni líka, einfaldlega vegna þess að það er ekkert svo rosalega dýrt :D

Endilega svara...fyrirfram þakkir, Carragher23 :P




Höfundur
Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Carragher23 » Mán 27. Nóv 2006 22:23

Hvernig er þetta að gera sig ? ( ath. að ég setti þetta sjálfur saman, veit ekkert um tölvuíhluti ! )

Móðurborð: 26.000

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2473

Skjákort: 60.000

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2668

Er ekki skynsamast að kaupa þetta í dag einfaldlega með það í huga að Windows Vista er að koma á markaðinn. Og er ég ekki alveg safe að þetta kort ráði við allt á komandi misserum og það vel ?

Örgjörvi: 27.000

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2466

Annars hvað er málið með þetta Core2 Duo ? Ætlaði að fara uppí E6700 En það kostaði 50.000 í stað 27.000 fyrir E6600. Af hverju er þetta Core2 Duo svona dýrt en samt lítið í riðum, t.d. þetta E6600 sem kostar 27.000 er 2,4 GHz en svo er annað, ég get farið í þetta : http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2257 Intel Pentium DualCore En þetta er einmitt 3GHz fyrir MIKLU minna verð eða ca. 15.000. Er svo gígantískur munur á þessum tveimur að það borgi sig að kaupa Core2 Duo ?

Vinnsluminni: 33.000

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2385

Er Corsair það besta í dag, það er líka þetta http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2486

Töluvert ódýrara gog jafn gott eða hvað ?

Ok núna er budgetið komið í töluvert meira en ég hafði ætlað mér að fara yfir eða 146000 Kr. en ef að mér skilst rétt þá láta þeir mig fá smá inneign fyrir dótið sem ég ætla að losa mig við, skjákortið, móðurborðið, örgjörvinn og minnið auk þess sem þeir gefa magnafslátt right ?. Fyrirgefið allar spu. en málið er að alget nýliði í þessu......En passar allt þetta saman, vinnur vel saman og slíkt, endilega commentið og segið hvað mætti betur fara ?

Fyrirfram þakkir Carragher23




DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Þri 28. Nóv 2006 22:58

þetta er flott uppstilling..

mæli hiklasut með þessu fyrir þennann pening




Alcatraz
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
Reputation: 6
Staðsetning: Hér og þar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Alcatraz » Mið 29. Nóv 2006 00:13

Svo er það spurning hvaða aflgjafa þú ætlar að nota. Mæli með minnst 500W aflgjafa fyrir þetta. Stór mistök að uppfæra rosalega og ætla svo að nota sama aflgjafa, sem er þá kannski alltof lítill.

http://extreme.outervision.com/psucalculator.jsp

Bættu svo við 30% og þá færðu út hversu öflugann aflgjafa þú ættir að kaupa.



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fim 30. Nóv 2006 20:16

Carragher23 skrifaði:Örgjörvi: 27.000

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2466

Annars hvað er málið með þetta Core2 Duo ? Ætlaði að fara uppí E6700 En það kostaði 50.000 í stað 27.000 fyrir E6600. Af hverju er þetta Core2 Duo svona dýrt en samt lítið í riðum, t.d. þetta E6600 sem kostar 27.000 er 2,4 GHz en svo er annað, ég get farið í þetta : http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2257 Intel Pentium DualCore En þetta er einmitt 3GHz fyrir MIKLU minna verð eða ca. 15.000. Er svo gígantískur munur á þessum tveimur að það borgi sig að kaupa Core2 Duo ?


Meira að segja Core 2 Duo E6300 1.86GHz er betri og ódýrari en Pentium D 930 DualCore 3.0GHz.

Edit: ég er ekki vel að mér í tæknilegu hliðinni í þessum málum en ég veit að Core 2 Duo eru að gera sig stórkostlega í dag og eru í raun kraftaverk.
Þeir hafa allir í langflestum tilvikum betri hönnun en Pentium Dual Core og aðrar áherslur en klukkutíðni.




wICE_man
ÜberAdmin
Póstar: 1302
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 57
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Fös 01. Des 2006 15:42

Mæli með að þú kaupir örran hjá Att, allt annað borgar sig að versla annars staðar.

Skjákortið er 10.000kr ódýrara hjá Tölvutækni.

Móðurborðið er líka 6.000 kalli ódýrara þar.

Sambærileg minni færðu 4.500kr ódýrar í Kísildalnum. (hin vinnsluminnin hjá att eru í sérpöntun og no-brand í þokkabót)

Samtals spararðu 20.500kr og megi það vera lexía öllum þeim sem eru haldir þeirri ranghugmynd að Att séu ódýrastir. Nýtið ykkur það frekar hvernig þeir eru reknir og kaupið örrana þar og allt annað hjá öðrum verslunum.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


Höfundur
Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Carragher23 » Mán 04. Des 2006 01:26

Hvernig líst mönnum á þessa vél ?

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=500

Það er nánast allt þarna sem ég þarf á að halda og vel meira en það. Reyndar töluvert mikið yfir það budget sem ég hafði ætlað mér að eyða en ég er nokkuð viss um að ég er fá skothelda vél ! :)

Auk þess get ég bara hent út gamla garminum að fráskildum HDD, skjánum, músinni og lyklaborðinu...



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Mán 04. Des 2006 22:53

Frábær vél!




Höfundur
Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Carragher23 » Þri 05. Des 2006 13:45

Ég held það nefnilega. :8)