Ég keypti mér þetta skjákort og allt í góðu með það, ég keypti mér einnig viðeigandi kapal sem þurfti til að tengja tölvuna við sjónvarpið. Nú jæja, ég tengdi þetta og allt í góðu lagi, það kom góð mynd á skjáinn og allt virkaði eins og það gerist best.
Síðan einn daginn tók ég upp á því að láta formatta tölvuna mína því hún var vægast sagt farinn að verða hæg og léleg. Eftir að ég formattaði hefur ekkert virkað með að tengja þetta saman. Ég er með nýjustu Nvidia driverana og kannski gott að taka það fram að ég er með Windows XP Pro SP2.
Myndin sem ég fæ á sjónvarpið er léleg/svarthvít og einungis um 70 % myndarinnar sést
Veit einhver hvað gæti verið að? Eru einhverjar stillingar sem gæti þurft að laga ? :S
Öll hjálp þegin
Carragher_23