Henjo skrifaði:rapport skrifaði:Henjo skrifaði:Eru engir raunverulegir samfélagslegir hagsmunir í húfi að verja fólk gegn því að stórfyrirtæki ræni lífstarfi þeirra, rænir eigum þeirra og í leiðinni gerir það þannig að fólk geti búið til hermur á auðveldan hátt, oft það ýktar að undirskrift listamannsins fylgir myndinni. Og listamaðurinn fær ekkert fyrir.
Ertu búin að lesa yfir hlutina sem þú ert að skrifa?
Mér finnst hugmyndin um að eiga "hugverk" kjánaleg, að eiga "stíl" er kjánalegt og að takmarka getu annarra til að apa eftir góða hug...
Mætti ég opna bónus búð á morgun? með svörtu bónus stöfunum á gula bakgruninium, og bleika svíninu? afhverju ekki? prentarinn á bara ekkert mál að prenta svoleiðis? ef búðir eru ekki sérstakari en svo að það sé hægt að apa eftir þeim á korteri með tólum sem eru aðgengileg almenningi...
mæli með að þú lesir:
https://is.wikipedia.org/wiki/Hugverk
Það er mikill munur á hugverkinu "Bónus" og vörumerkinu "Bónus"...
Krónan er Bónus, bara undir öðru vörumerki... er það ekki?
Henjo skrifaði:Þú getur ekki borið saman uppsetningu á hugbúnaði og að skapa list. Það er fáránlegt. Getur alveg eins borið saman að setja málverk á vegg og að skrifa hugbúnað.
Jú, þegar "hugverkaréttur" ver jafnvel gagnagrunnsskema, s.s. dálkaheiti og vens gilda í töflu...
Henjo skrifaði:Þessi list, án listamanna væri ekki til. Gervigreindin gæti ekki búið hana til. Eina ástæðan afhverju þú getur fengið mynd í X stíl er útaf gervigreindafyrirtækin stálu, frá basically öllum listamönnum í heiminum, myndir, til að endurgera... myndir.
Þeim er velkomið að gera hugbúnað sem býr til myndir. En þeim er ekki velkomið að copy pasta myndir frá listamönnum.
Coke lögsótti ekki Pepsi, því pepsi var ekki stolið frá coke. Þeir gerðu sinn eigin gosdrykk frá grunni.
Alveg eins og listamenn sem fá innblástur frá öðrum listamönnum eru ekki kærðir, því þeir eru að búa til sitt eigið en fá innblástur frá öðrum. Innblástur er ekki copy paste.
Er það höfundaréttabrot þó að fólk geti jafnvel ekki fundið bragðmun á milli Coke og Pepsi?
Gervigreindin gerir ekkert nema grúska úr öllu sem LLM hefur verið matað á og koma með svar = aðlögun. Það var í raun Google sem aðlagaði ekki, bara kom með einhver fyrirfram matreidd svör eða gögn sem einhver annar hafði búið til.
Er google þá ekki meiri höfundarréttarþjófur en AI, að einhverju leiti?
Henjo skrifaði:Það að vera ljóshærð er ekki höfundaréttarbrot. Hér geturðu lesið um höfundarétt:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/m ... ndarettur/"Lögin fela í sér að aðrir en eigendur slíkra réttinda mega ekki nota umrædd réttindi heimildarlaust í atvinnuskyni."
Eins og gervigreindarskaparar að búa til gervigreind sem er byggð á verkum annara? Svo mikið, að oft fyglir partur af undiskrift upprunalega listamansins með "nýju" myndinni sem AI "bjó" til.
Ég er þá sannarlega með skoðanir sem eru í trássi við lög og það er ekkert nýtt mv. hvernig maður pirraðist yfir framferði Smáís á DC++ tímanum.
En ef niðurstaðan er að listamönnum muni eitthvað fara fækkandi þá kæmi það á óvart.
Ef þetta mun hafa áhrif á tekjur listamanna, þá kæmi það líka verulega á óvart.
Fólk er ekki að fara hætta að hlusta á Spotify eða fara á tónleika, í bíó eða horfa á Netflix...