appel skrifaði:rapport skrifaði:appel skrifaði:Þrátt fyrir allar þessar heimsstyrjaldir og blóðböð í evrópu þá virðast evrópubúar ekki skilja hugtakið frelsi eða málfrelsi.
Rétturinn til að móðga er alltaf, alltaf, ALLTAF, æðri en réttinum að móðgast ekki. Þetta skilja evrópubúar ekki, og enda alltaf með alræðiríki.
Í tilfelli Bretlands, þessi lög sem banna orðræðu og hvað sem getur móðgað hvern sem er virðist vera, þetta er notað til að þagga niður í fólki, hræða fólk frá því að tjá sig, fara á eftir saklausu fólki sem vill taka þátt í pólitískri umræðu í sínu eigin landi.
Hvað sem er getur verið skilgreint "hatur", er ekki Trump að því akkúrat núna að skilgreina antifa sem hryðjuverksamtök. Spurðu gyðing hverjir eru hatarar, spurðu múslima hverjir eru hatarar, allt subjective. En svona lög einsog eru í bretlandi tryggja að hægt sé að skilgreina hvað sem er sem hatur og hægt að beita gestapó gegn venjulegu fólki til að basically koma í veg fyrir byltingu eða uppreisn venjulegs fólk sem þá kýs að þegja.
Er einelti móðgun?
Er rasismi móðgun?
Það hlítur að meiga ræða um það sem fólk birtir opinberlega.
Mér er andskotans saman um hvað fólki birtir eða segir, það getur birt mynd af rassholunni sinni og sagst elska að drekka dísel olíu. Þú vilt einhvernveginn bera alla til ábyrgðar fyrir að vera ekki ábyrgir með þínum huglæga hætti, hver sem sá er. Það eru aðeins sóvétmenn og kommúnismar sem leita eftir því að refsa mönnum fyrir tjáningu sína, "rangar hugsanir". Frelsið er algjört frá skaparanum, ekki háð samþykki þínu.
Það er ekkert verið að refsa fólki fyrir hugsanir sínar...
En á sama tíma og fólk vill að lög og reglur nái til Araba sem vilja tortríma vestrænni menningu... þá hlítur að vera OK að hnippa í fólk sem úthúðar minnihlutahópum með svipuðum hætti og jafnvel á keimlíkum forsendum.
Hatursorðræða er í raun einhverskonar tegund af einelti, að einhver hamast í öðrum til þess að láta honum líða illa, að gera aðra meðvirka og hreykir sér svo af því ef viðkomandi hættir í skólanum, hrökklas úr vinnunni eða flytur úr landinu...
Þetta er ekki "tjáningarfrelsi", þetta er ofbeldi.
Það er ekki verið að tjá skoðun, það er verið að hvetja til ofbeldis.
Munurinn er t.d.
Hatursorðræða = "Það ætti að skjóta alla sem styðja byssueign í USA og sjá hvað þeim finnst um byssur eftir það"
Tilvitnun í í orð annarra "Charlie Kirk sagði að fórnarkostnaðurinn við byssueign væri ásættanlegur"
Að tjá skoðun "Almenn byssueign í USA gerir skotvopn of aðgengileg og afleiðingin er sú að byssur eru út um allt og þær eru notaðar út um allt og af hverjum sem er. Hver sem er virðist geta orðið sér út um byssu"