Grænland

Hér gilda almennar reglur, og virðing er skilyrði. Þræðir birtast ekki í Virkum umræðum.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5927
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Grænland

Pósturaf appel » Mið 07. Jan 2026 20:38

Sýnist að Grænland verði tekið yfir af BNA á næstu mánuðum, fyrir næstu þingkosningar sem eru í nóvember.

Held menn hafi hunsað það of mikið í byrjun þegar Trump sagði fyrst að BNA þyrftu að eignast Grænland. Sýnist að enginn sé að hunsa Trump í dag.

Reyndar sýnist mér á öllu að Trump og Pútín hafi á Alaska fundinum sammælst um að skipta sér ekki af "spheres of influence" hvors annars. Pútín skiptir sér ekki af Ameríku, þ.m.t. Grænlandi, Venesúela, etc., og BNA skiptir sér ekki af Úkraínu eða nærlöndum Rússlands.

Sýnist að það sé búið að skipta upp heiminum, og þá ekki af Evrópu sem er getulaus, heldur BNA og Rússlandi.

Þið sjáið það hvað þetta var auðvelt að taka yfir Venesúela, handtaka "forsetann" Maduro, setja landið í herkví og þvinga það til hlýðnis.

Þetta er ekki einsog í kúbu-deilunni þegar sóvétmenn reyndu að brjóta hafnbann á Kúbu. Það kemur enginn venezúela til aðstoðar, né neinum öðrum löndum í Ameríkunum.

Ég held að Trump hafi engan áhuga á NATÓ, en hann hefur ekki vald til að slíta því, aðeins þingið getur gert það og þar er ekki vilji fyrir því. En Trump gæti tekið yfir Grænland sem gæti þýtt sjálfvirkt að NATÓ er búið að vera.


En já, ég held að Grænland muni á endanum falla í skaut BNA. Hví ekki? Ég meina, hví stjórna danir þessu landi, sem tilheyrir N-Ameríku? Bara sögulegar ástæður. Lesið ykkur til um það, helsta ástæðan fyrir að danir "eiga" Grænland í dag er að upphaflega vildu þeir komast í auðlindirnar þarna, eina ástæðan. Í dag er það helst bara menningarleg tengsl. Danir farið illa með grænlensku þjóð í gegnum tíðina, aðeins í seinni ár hefur verið komið fram við þá nokkuð sæmilega.

Hví á eitthvað evrópuland eitthvað landssvæði í N-Ameríku? Best hefði verið að BNA hefðu tekið yfir Grænland í seinni heimsstyrjöldinni.

Hvað vil ég? Skiptir ekki máli, auðvitað að grænlendingar séu sjálfstæðir, en heimurinn sem við erum að fara inn í mun ekki leyfa það, því miður.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5927
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Re: Grænland

Pósturaf appel » Mið 07. Jan 2026 22:14

Yfirtaka á Grænlandi eftir 2 mánuði?

From Caracas to Nuuk: Maduro raid sparks fresh Trump push on Greenland
President tells reporters, 'We'll worry about Greenland in about two months' during Air Force One flight
https://www.foxnews.com/politics/from-c ... -greenland


*-*

Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1017
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 375
Staða: Ótengdur

Re: Grænland

Pósturaf Henjo » Fim 08. Jan 2026 00:03

Skiptir máli hvort landið sé tæknilega í norður Ameríku eða ekki þegar við tölum að það "tilheyrir" Danmörku? Afhverju skiptir það máli? Þetta angar af sömu rökum og Pútín notar þegar hann talar um að eiga austur Evrópu. Ógeðslegt.

Hvaða auðlindir voru það sem Danmörk vildi frá Grænlandi? Hefur Danmörk fengið mikið af auðlindum frá Grænlandi á síðustu 300 árum?

Þeir sem eiga Grænland er fólkið sem býr þarna, þau hafa 0% áhuga að verða nýlenda fyrir Bandaríkjamenn, því afhvejru myndu þeir vilja það? skítaland sem hefur lítið að bjóða venjulega fólki meðan við t.d. Danmörk. Við sáum það alveg þegar JD Vance fór þangað, hverskonar mótökur hann fékk.

Þetta sannar bara algjörlega það hversu mikill glæpamaður Trump er og hans fólk, flokkurinn sem lofaði "lög og reglu" sýnir algjörlega hvernig þeir eru. Ekki það, við vissum vel að Trump var glæpamaður, þar á meðal barnanauðgari, en stuðningsmenn hans hikka ekkert við það. Standardinn er ekki hærri.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8685
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1397
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grænland

Pósturaf rapport » Fim 08. Jan 2026 13:46

Það er allt rangt við hvernig USA er að gera þetta.

Þetta er eins og þú mundir kaupa þér fullt af byssum, fara ganga með þær út um allt og svo segja við nágranna þinn "ég vil fá bílastæðið þitt því að ég á svo stóran bíl"... og einn daginn þá byrjar hann bara að leggja í stæðið þitt og hlaða hann í hleðslustöð sem þú borgar fyrir.

= þannig er USA í Venesúela.


Í tilfelli Grænlands bætist við að nágranninn segir "þú þinglýsir íbúðinni sem minni eign svo að ég geti notað stæðið þitt löglega"...



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5927
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Re: Grænland

Pósturaf appel » Fim 08. Jan 2026 19:10

Danir gerðu stór mistök að leyfa kínverjum að ásælast auðlindirnar í Grænlandi, danir aular að fatta ekki að bandaríkjamenn myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir þetta, þeir myndu aldrei leyfa kínverjum að ásælast auðlindir í Norður Ameríku.

Þannig að danir eru bara ófærir, of heimskir, til að fara með stjórn á Grænlandi í mínum huga.

Svo eru grænlendingar sjálfir barnalegir í hugsunarhætti að halda að þeir geti orðið sjálfstæðir og boðið kínverjum að byggja upp allskonar hluti þar.

Held að það sé bara ágætt að BNA taki þetta yfir. Held það verði enginn munur fyrir grænlendinga í raun, þeir fá bara meiri stuðning.


*-*


agnarkb
FanBoy
Póstar: 729
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Grænland

Pósturaf agnarkb » Fim 08. Jan 2026 21:12

Meira djöfulsins kjaftæðið í þessu MAGA fólki hérna á Íslandi. Nákvæmlega ekkert við Ameríku og þeirra hugmyndafræði sem myndi gagnast Grænlendingum á einhvern hátt, enda vill enginn þar ganga í það heimsveldi.
Ég dýrka Bandaríkin og ferðast um þau endilöng og vil helst hvergi annarstaðar vera, nema núna eiginlega. Ég á fleirri vini í Ameríku en á Íslandi og allir eru á sama máli, meira segja þeir sem ösnuðust til að kjósa Fanta Menace í síðustu kosningum, eru komnir með nóg.
Búið að vera afturför í eiginlega öllu, heilbrigðismálin eru ónýt sérstaklega þegar kemur að tryggingum. Infrastrúktur er í rúst, HM í sumar verður eitthvað......


Leikjavél | X870E | 9800x3D | RTX 5080 | 32GB 6000 | 1000W | Fractal Design North
Server | H610M-ITX/ac | i5 12400 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8685
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1397
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grænland

Pósturaf rapport » Fim 08. Jan 2026 21:37

Gubb, að einhver sé að reyna tala upp BNA.

Það er eins og krakkhóra að ná holdrisi hjá dauðum dópsala via BJ.

Það bara skiptir ekki máli hvað er reynt, BNA overdosaði á eliteismanum sínum.



Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1017
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 375
Staða: Ótengdur

Re: Grænland

Pósturaf Henjo » Fim 08. Jan 2026 23:43

appel skrifaði:Danir gerðu stór mistök að leyfa kínverjum að ásælast auðlindirnar í Grænlandi, danir aular að fatta ekki að bandaríkjamenn myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir þetta, þeir myndu aldrei leyfa kínverjum að ásælast auðlindir í Norður Ameríku.

Þannig að danir eru bara ófærir, of heimskir, til að fara með stjórn á Grænlandi í mínum huga.

Svo eru grænlendingar sjálfir barnalegir í hugsunarhætti að halda að þeir geti orðið sjálfstæðir og boðið kínverjum að byggja upp allskonar hluti þar.

Held að það sé bara ágætt að BNA taki þetta yfir. Held það verði enginn munur fyrir grænlendinga í raun, þeir fá bara meiri stuðning.


Þannig þetta er í raun allt Danmörku að kenna, ekki BNA eða Trump að þeir eru að hóta að gera innrás? Um hvað ertu að tala? Eru enginn takmörk hjá þér hversu langt þú ferð að réttlæta bullið í Trump?

Þú mátt halda hvað sem þú vilt, Grænlendingar eru búnir að ítreka að þeir hafi engan áhuga á BNA eða ógeðinu sem þeir hafa uppá að bjóða.