Gattaca

Hér gilda almennar reglur, og virðing er skilyrði. Þræðir birtast ekki í Virkum umræðum.
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8633
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1384
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gattaca

Pósturaf rapport » Mið 10. Des 2025 08:01

Ég fékk virkilega óþægilegt væb við að lesa þessa frétt.

Það er rétt að þetta fólk glímir við afleðingar þess að hafa verið getin með erfðagalla EN um leið þá er öll tilvist þeirra tilkomin vegna þessa "gallaða" sæðis.

Mér finnst eitthvað mjög ógeðfellt að hugsa tilvist fólks sem "skemmd vara" ef að eitthvað svona bjátar á í lífi þess, að veikt fólk sé minna virði.

Hefðu foreldrar og vinir þessa barna viljað skipta þeim út fyrir einhvern annan heilbrigðan einstakling?




Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 375
Staða: Ótengdur

Re: Gattaca

Pósturaf Henjo » Mið 10. Des 2025 21:50

Hérna er bara verið að tala um sæðið og var séð að það var mistök eftirá að nota það. Það er ekki verið að tala um að fólk sé "gallað". Þetta er alvarlegt og verður reynt að koma í veg fyrir að svoan endurtaki sig. Það er mikilvægt að afkvæmin séu meðvituð um þetta því þarna er yfirgnævandi hætta á krabbameini. Slík meðvitund mun hugsanlega bjarga lífi þeirra.

Fólk er ekki til áður en það er til. Það er okkar ábyrgð að reyna tryggja það að fólk verði heilbrigt þegar þess gefst tækifæri. Ef þú ert að fara búa til barn, og færð að velja einstakling sem er með genagalla og mun deyja úr krabbameini, eða einstakling með downs heilkenni, eða fullkomlega heilbrigðan einstakling sem mun geta lifað sjálfstæðu lífi, þá velur maður einstaklinging sem mun lifa heilbrigðu sjálfstæðu lífi.

Ef maður er sæðisbanki, þá afþakkar maður auðvitað sæði frá einstaklingum sem er með erfðagalla sem fer niður til afkvæma. Þetta er það einfalt.

Mér finnst þó stóra fréttin hérna sú staðreynd að þeir notuðu sæði frá honum yfir 190 sinnum.
Síðast breytt af Henjo á Mið 10. Des 2025 21:51, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8633
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1384
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gattaca

Pósturaf rapport » Fim 11. Des 2025 11:06

Punkturinn minn snýr að þessu hugarfóstri sumra að það sé til eitthvað markmið = "gallalaus börn".

Eiga sæðisbankar og fyrirtæki að bjóða þjónustu þar sem sæði og egg eru sérvalin með það að leiðarljósi að búa bara til "gallalaus börn"?

Þú segir að "mistök voru gerð með því að nota þetta sæði" og það sem ég heyri er "það hefði verið betra ef þetta fólk hefði aldrei fæðst".

Eigum við að stunda slíkar kynbætur markvisst?

Úr frétt BBC sem Vísir linkar í skrifaði:She says she has "absolutely no hard feelings" towards the donor but says it was unacceptable she was given sperm that "wasn't clean, that wasn't safe, that carried a risk"


Þetta þykir mér smá klikk að segja - "wasn't clean, that wasn't safe, that carried a risk".

Þessi kona virðist ekki vita hvernig lífið virkar = Mjög algeng mistök sem fólk gerir er að halda að lífið eigi að vera sanngjarnt.


Það er þetta viðhorf sem kveikti þenna Gattaca fíling í mér.



Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 375
Staða: Ótengdur

Re: Gattaca

Pósturaf Henjo » Fim 11. Des 2025 16:00

Það er ástæða afhverju ólettar konur eiga t.d. ekki drekka áfengi. Því við viljum búa til gallalaus börn.

Sama hérna, það er hlutverk sæðisbankans að koma í veg fyrir að sæði er notað sem ber t.d. genagalla.

Það er alls ekki verið að seiga að það hefði verið betra ef þetta fólk hefði aldrei fæðst. Þessir atburðir, fæðing og sæðisval eiga sér stað á gjörsamlega mismunandi tímum.

Þessi hugmynd þín að lífið eigi ekki að vera sanngjarnt er bara þín. Fólk er alveg frjálst að reyna eins og það getur að búa til aðstæður þar sem hlutir er sanngjarnir.

Það er fullt af veikindum og öðru sem drap fólk í gamla daga, þetta fólk var bara óheppið því það fæddist bara þannig. En í dag er margt af því ekki vandamál því við kunnum að laga það. Eða eigum við kannski ekki að gera það, eigum að láta vita lækna að þeir vita ekki hvernig lífið virkar. Því það er "Mjög algeng mistök sem fólk gerir er að halda að lífið eigi að vera sanngjarnt."

Ef tæknin í Gattaca væri til, þar sem við gætum bara einn tveir og bingó sagt til hvort einstaklingur muni deyja úr hjartasjúkdomi, krabameini eða öðru, þá er það frábært því þarna væri hægt að bæta lífsgæði gífurlega. Vandamálið í myndinni var hvernig þessar upplýsingar voru notaðar.

Ég googlað ástæður afhverju sæðisbankar myndu afþakka sæði. Þetta er frá banka í BNA.

You have a blood disease or clotting disorder
You have provided sex for money or drugs
You have had genital warts
You inject yourself with medicine for non-medicinal reasons
You or someone in your family has serious hereditary diseases
You are or have been a sperm donor at another sperm bank
You have had sex with another man
You are a donor-conceived child
You are adopted
You must have acquired a minimum of a high school diploma or GED
You are physically and mentally healthy

Low sperm count or poor motility
Your age and height
Mental and physical health


Áhugavert lesning. Þetta er alls ekki þannig að hver sem getur bara farið og fengið það í glass og skilað því inn. Það er ákveðin standard, eitt af því er að genagallar eru ekki til staðar. Ef það gerist, þá eru það mistök. Eins einfalt og það er. Enda ef ég væri kona þá myndi ég ekki vilja rusl sæði. Ég myndi ekki vilja að barnið mitt myndi deyja úr krabbameini vegna genagalla. Nei, ég myndi vilja top quality stuff.
Síðast breytt af Henjo á Fim 11. Des 2025 16:01, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 879
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 163
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Gattaca

Pósturaf Hrotti » Fös 12. Des 2025 18:59

rapport skrifaði:
Hefðu foreldrar og vinir þessa barna viljað skipta þeim út fyrir einhvern annan heilbrigðan einstakling?



Þetta er afleit spurning, eðlilegri spurning væri:
Hefðu foreldrar og vinir þessa barna viljað að þau væru heilbrigðir einstaklingar?


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8633
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1384
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gattaca

Pósturaf rapport » Fös 12. Des 2025 19:32

Hrotti skrifaði:
rapport skrifaði:
Hefðu foreldrar og vinir þessa barna viljað skipta þeim út fyrir einhvern annan heilbrigðan einstakling?



Þetta er afleit spurning, eðlilegri spurning væri:
Hefðu foreldrar og vinir þessa barna viljað að þau væru heilbrigðir einstaklingar?


Auðvitað mundi fólk velja að vera heilbrigt frekar en óheilbrigt en það er ekki valmöguleikinn, valmöuliekinn er "heilbrigt sæði = annar einstaklingur".

Þetta er ekki spurning um "þjónustukaup" eins og að fá happdrættisvinning nýjan LandCruiser frá umboðinu en vera svo óheppinn að fá mánudagseintak sem er miklu bilanagjarnara en allir hinir LandCruiserarnir.

Ertu þá allt í einu orðinn óheppinn?
Eða ertu enþá heppinn en bara ekki eins heppinn og þú hélst þú værir?

Auðvitað er draumurinn að að lífið sé áfallalaust og heilbrigt en lífið er by default ósanngjarnt og óréttlátt.

Genagallar og stökkbreytingar eru ein af óréttlátu ósanngjörnu staðreyndum lífsins.

Genagallar og stökkbreytingar eru líka ótrúlegustu krfataverk lífsins.

Ef fer að feta þá braut að vera G-vara héðan í frá... þá er fallinn alvarlegur skuggi á framtíð mankyns.