Henjo skrifaði:Spurning: europe without the european union?
Svar: A Europe without the European Union would likely be a more divided, unstable, and economically fragmented region. Without the EU’s framework for political and economic integration, European nations might have struggled to maintain peace, coordinate on global issues, and compete in the global economy. Fragmentation, both political and economic, could have deepened, making the continent more susceptible to internal tensions and external threats.
Ég hef aldrei skilið þessa hugmynd að vegna þess að Evrópusambandið stenst ekki ákveðnar kröfur, þá væri allt betra ef sambandið væri bara ekki til. Leggja það niður? Og hvað, á Evrópa að hafa fimmtíu mismunandi gjaldmiðla? Á allt samstarf að fara bara beint í klósettið?
Lausnin er ekki að leggja niður sambandið, lausnin er að herða það ennþá meira og styrkja. Eins og við erum að sjá núna í framhaldi af innrás Rússa og gjörna Trumps.
Það er hægt að óska sér að sambandið verði lagt niður, eða þú getur sætt þig við að þetta er framtíðin: https://en.wikipedia.org/wiki/Federal_Europe
Maður veltir fyrir sér hvar BNA væri í dag ef einstaklingar fyrir 200 árum sem voru á móti sambandinu hefðu fengið ósk sínar uppfyllta. Væru þetta þá 50 lönd með 50 gjaldmiðla?
Auðvitað ætti Evrópa að vera sameinuð. En ESB er einfaldlega að saga undan sér trjágreinina, valda sér sjálfsskaða með allskonar stefnum og reglum sem ekki allir styðja. Sjáðu bara, ESB vildi frekar tapa Bretlandi úr bandalaginu frekar en að hlusta á það sem það hafði út á að setja, David Cameron gerði ótal margar tilraunir til að láta þá sjá ljósið en það endaði bara í að hann ákvað að láta kjósa um þetta og Brexit varð raunin.
Þú getur ekki búist við miklu þegar þú ert að díla við þverhausa-þjóðir einsog frakka og þjóðverja.
Það að önnur lönd myndu vilja Exit úr ESB er ekki óhugsandi, það er alveg stuðningur við slíkt í nokkrum löndum.
Hvað helduru að gerist ef Frakkland verður eiginlega gjaldþrota og ESB-lönd verða þvinguð til að kyngja því, þ.e. koma Frakklandi til bjargar með allskonar "björgunarpökkum"? Það verður uppreisn.
Það eru allskonar hættur framundan hjá ESB.