Síða 1 af 1
smá uppfærsla
Sent: Fös 27. Jún 2025 00:40
af emil40
Auðvitað stóðst ég ekki mátið og gerði smá uppfærslu á tölvunni. Fór úr 2 tb samsung pro í 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD. Hann kemur eftir helgi.
Re: smá uppfærsla
Sent: Fös 27. Jún 2025 08:32
af ekkert
Næs, mjög flottur diskur. Ég er með Crucial T705 og mér sýnist performance munurinn ekki alveg réttlæta uppfærslu
Re: smá uppfærsla
Sent: Fös 27. Jún 2025 11:24
af emil40
réttlæta og ekki réttlæta ... issss það er töluverður hraðamunur OG það er hægt að skrifa töluvert meira á hann 2,4 petabyte s.s. 2400 terabyte þannig að þessi elska á eftir að duga mér vel. Miðað við mína notkun í dag þar sem ég er að skrifa 160 gb á dag þá dugir hann í 41 ár þá verð ég níræður !!!!!
Re: smá uppfærsla
Sent: Fös 27. Jún 2025 18:46
af dadik
Ertu að skrifa 160 GB á dag ungi maður? Hvernig ferðu nú að því?
Re: smá uppfærsla
Sent: Fös 27. Jún 2025 20:59
af svanur08
Svakaleg tölvu í undirskrift, ætli þú sért ekki bara með bestu tölvuna á vaktinni. Er ekki nice að spila leiki í þessu monsteri?
Re: smá uppfærsla
Sent: Fös 27. Jún 2025 22:38
af emil40
takk fyrir það svanur. Sennilega ég eða Templar vinur minn
dadik : það er það sem skrifast á diskinn á dag öll gögn. En gaman að vera kallaður ungur, ég verð fimmtugur eftir 10 mánuði hehe