Síða 1 af 1

Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Þri 06. Maí 2025 10:34
af Silly
Sæl/ir

Er með smá pælingu sem mér langaði að leggja undir ykkur og fá álit á. Ég er búin að að vera að spá að kaupa mér tölvuskjá og mögulega aðrar uppfærslur í kringum tölvuna, en hef verið að bíða eftir réttu verði og öðru.

Miðað við þær fréttir sem maður er að sjá erlendis á mögulega og núverandi verðhækkunum og skorti á hlutum þá stefnir ekki í skemmtilega tíma á næstunni þar sem appelsínu guli maðurinn er við völd vestanhafs.

Svo ætti maður að hoppa á hlutina núna til að vera í góðum mælum á næstunni? Eða er en gáfulegt að bíða og vona að hlutirnir munu skána í stað versna eins og margt bendir til?

Kv. Silly

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Þri 06. Maí 2025 10:42
af Gemini
Þetta er dálítið eins og að reyna að spá um veðrið held ég. Flækjustigið á þessu er endalaust og er að breytast daglega. Það er allt eins líklegt að vörur hjá okkur lækki í verði en hækki vegna US tollanna. Hugsanlega setja þeir pressu á framleiðendur að lækka verð eitthvað og við myndum græða á því í okkar innflutningi. Vandamálið mun samt byrja fyrir okkur íslensku neytendurna ef okkar ríkisstjórn ákveður að verða active í tollastríðinu til að berjast fyrir samkeppnishæfni okkar framleiðslufyrirtækja.

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Þri 06. Maí 2025 11:41
af Baldurmar
Miðað við að Sony ákvað að hækka ps5 hjá öllum heiminum til að minnka hækkunina í USA þá sé ég ekki alveg fyrir mér að neitt fari að lækka.

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Þri 06. Maí 2025 12:01
af Silly
Baldurmar skrifaði:Miðað við að Sony ákvað að hækka ps5 hjá öllum heiminum til að minnka hækkunina í USA þá sé ég ekki alveg fyrir mér að neitt fari að lækka.


Nákvæmlega, og á Íslandi er ekki mikið um að hlutir lækki endilega heldur. Microsoft og Nintendo búnir að vera að keyra verðin upp og það er bara spurning hvenær Nvidia og AMD gera hið sama finnst mér eitthvað.

Þess vegna er maður svona stressaður útaf þessu núna.

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Þri 06. Maí 2025 12:36
af worghal
ég mundi bara kaupa núna og ekki taka sénsinn.

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Þri 06. Maí 2025 13:50
af nidur
Þetta verður allt í lagi, endilega að kaupa sér það sem þig langar í og ekki hafa áhyggjur af þessu.

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Mið 07. Maí 2025 07:28
af mikkimás
Þessu tollastríði var startað og er viðhaldið af óútreiknanlegum þurs.

Það þýðir sem sagt ekkert að reyna að spá fyrir um neitt sem ekki fylgir neinum lögmálum.

Best þó að gera ráð fyrir hinu versta næstu fjögur árin.

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Mið 07. Maí 2025 10:32
af Silly
mikkimás skrifaði:Þessu tollastríði var startað og er viðhaldið af óútreiknanlegum þurs.

Það þýðir sem sagt ekkert að reyna að spá fyrir um neitt sem ekki fylgir neinum lögmálum.

Best þó að gera ráð fyrir hinu versta næstu fjögur árin.


Þannig er ég einmitt að hugsa, sad but true.

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Mið 07. Maí 2025 10:55
af rapport
mikkimás skrifaði:Þessu tollastríði var startað og er viðhaldið af óútreiknanlegum þurs.

Það þýðir sem sagt ekkert að reyna að spá fyrir um neitt sem ekki fylgir neinum lögmálum.

Best þó að gera ráð fyrir hinu versta næstu fjögur árin.


Mæli með að fylgjast með https://www.scmp.com/

Það virðist sem að þessir tollar séu næstum eingöngu að hafa áhrif á innflutning til USA, önnur lönd eru að ná að beina sínum viðskiptum annað á örstuttum tíma og án mikillar fyrirhafnar.

Það sem veldur áhyggjum er að ýmis US fyrirtæki eru að loka eða eru að plana að loka starfsemi í Kína sbr. Apple, Microsoft ofl.

M.v. að Kína er að fara fram úr öðrum löndum í tækniþróun þá er US í raun að hraða eigin hrörnun með því að vera ekki með viðveru í Kína.

Þegar Kína mun geta framleitt öfluga örgjörva þá munu þau án efa hætta að smella Intel eða AMD örgjörvum í tölvur smíðaðarí Kína

https://www.scmp.com/topics/semiconductors-science

Re: Pælingar vegna tolla og annars rugl erlendis

Sent: Mið 07. Maí 2025 11:38
af olihar
rapport skrifaði:
mikkimás skrifaði:Þessu tollastríði var startað og er viðhaldið af óútreiknanlegum þurs.

Það þýðir sem sagt ekkert að reyna að spá fyrir um neitt sem ekki fylgir neinum lögmálum.

Best þó að gera ráð fyrir hinu versta næstu fjögur árin.


Mæli með að fylgjast með https://www.scmp.com/

Það virðist sem að þessir tollar séu næstum eingöngu að hafa áhrif á innflutning til USA, önnur lönd eru að ná að beina sínum viðskiptum annað á örstuttum tíma og án mikillar fyrirhafnar.

Það sem veldur áhyggjum er að ýmis US fyrirtæki eru að loka eða eru að plana að loka starfsemi í Kína sbr. Apple, Microsoft ofl.

M.v. að Kína er að fara fram úr öðrum löndum í tækniþróun þá er US í raun að hraða eigin hrörnun með því að vera ekki með viðveru í Kína.

Þegar Kína mun geta framleitt öfluga örgjörva þá munu þau án efa hætta að smella Intel eða AMD örgjörvum í tölvur smíðaðarí Kína

https://www.scmp.com/topics/semiconductors-science



Hérna er einmitt fróðleg umræða um x86, s.s. Spurning hvort Kína hafi ekki sett allt á fullt með þróun á ARM fyrir nonkrum árum og mun koma með einhverja sprengju á markaðinn á næstu árum.