Síða 1 af 3

Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 19:14
af BudIcer
Mörg hundruð milljónir í rafmagns lúxusbifreiðar fyrir lögregluna

Ríkið ákveður að eyða milljarði í 60 lúxusbíla fyrir lögregluna, til hvers? Hef ekki áður séð aðra eins fáránlega eyðslu á skattpening.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 19:28
af rostungurinn77
Margt við þessa framsetningu er vont.

Það fyrsta er að margfalda 60 með listaverði bílanna. Eins og þú kaupir 60 bíla á listaverði. Auk þess ríkið fær vaskinn í sinn vasa.

Spurningin er svo er þetta bruðl miðað við hvað. Hvað hefði verið sambærilegur bíll sem hentaði lögreglunni og hver er líklegur verðmunur x 60.

Hitt er svo það að það kostar líka að reka 60 bíla.

Með því að fara í rafmagn er lögreglan væntanlega að spara tugi milljóna árlega í olíukostnað og viðhaldskostnað.

Að setja þetta fram eins og viðmiðunarpunkturinn sé 0 kr er ekki sanngjarnt

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 19:47
af Trihard
Gátu alveg eins keypt 60 Teslu 3 eða 60 Kia EV3 bíla ef tilgangurinn er að spara viðhaldskostnað, þessi jeppi er meira en helmingi dýrari í samanburði.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 20:08
af Viktor
Frábært að það sé verið að fjárfesta í lögreglunni, ekki veitir af með þessi glæpagengi sem eru farin að hreiðra um sig =;

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 20:55
af TheAdder
Haldið var útboð og Audi hlut­skarp­ast.


Segir þetta ekki allt sem þarf að segja um sparnað? Þessir bílar hafa líklegast verið ódýrastir af þeim sem uppfylltu kröfur.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 20:59
af Manager1
TheAdder skrifaði:
Haldið var útboð og Audi hlut­skarp­ast.


Segir þetta ekki allt sem þarf að segja um sparnað? Þessir bílar hafa líklegast verið ódýrastir af þeim sem uppfylltu kröfur.

Nákvæmlega, það var haldið útboð eins og reglur kveða á um og Audi vann sem þýðir að þeir voru ódýrastir.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 21:27
af halldorjonz
Ánægður með þetta flottir bílar, flottur löggubílafloti :D

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 21:30
af Henjo
Er eithverstaðar hægt að sjá kröfurnar sem löggan var með?

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 21:34
af littli-Jake
Trihard skrifaði:Gátu alveg eins keypt 60 Teslu 3 eða 60 Kia EV3 bíla ef tilgangurinn er að spara viðhaldskostnað, þessi jeppi er meira en helmingi dýrari í samanburði.



Hvernig heldurðu að það verði að koma handjárnuðum einstakling í aftursætið á Teslu 3 án þess að berja hausnum á viðkomandi í?

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 21:40
af Trihard
littli-Jake skrifaði:
Trihard skrifaði:Gátu alveg eins keypt 60 Teslu 3 eða 60 Kia EV3 bíla ef tilgangurinn er að spara viðhaldskostnað, þessi jeppi er meira en helmingi dýrari í samanburði.



Hvernig heldurðu að það verði að koma handjárnuðum einstakling í aftursætið á Teslu 3 án þess að berja hausnum á viðkomandi í?

Ábyggilega eðlisfræðilega ómögulegt, er það rétta svarið?

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 21:56
af rapport
https://island.is/s/rikiskaup/opnunarskyrslur

507 milljónir skv. opnunarskýrslu 26.sept.

Fyrir 60 bíla, jafnvel sérútbúna... þá er það ekki dýrt.

Löggan virðist hafa gert ágætis kaup.

Líka sniðugt að hafa fáar týpur, og mikið magn... þá verður viðhaldið staðlaðra.

Það ætti ekki að koma á óvart að löggan þurfi góða bíla.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 21:58
af rapport
Manager1 skrifaði:
TheAdder skrifaði:
Haldið var útboð og Audi hlut­skarp­ast.


Segir þetta ekki allt sem þarf að segja um sparnað? Þessir bílar hafa líklegast verið ódýrastir af þeim sem uppfylltu kröfur.

Nákvæmlega, það var haldið útboð eins og reglur kveða á um og Audi vann sem þýðir að þeir voru ódýrastir.


Gæði geta vegið 50% og verð 50%, ríkið þarf ekki og ætti ekki að kaupa alltaf það ódýrasta.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 22:43
af Henjo
littli-Jake skrifaði:
Trihard skrifaði:Gátu alveg eins keypt 60 Teslu 3 eða 60 Kia EV3 bíla ef tilgangurinn er að spara viðhaldskostnað, þessi jeppi er meira en helmingi dýrari í samanburði.



Hvernig heldurðu að það verði að koma handjárnuðum einstakling í aftursætið á Teslu 3 án þess að berja hausnum á viðkomandi í?


Þessi Audi er kannski ekki eins stór og þú heldur, eingöngu 20cm hæðamunur á þessum tveimur bílum, og Model Y, sem er 10% dýrari en Model 3 og eflaust sú týpa sem löggan myndi taka, er sama stærð og þessi audi.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 23:01
af olihar
Hekla hefur 100% boðið betra verð en t.d. Tesla, Tesla hefur örugglega ekki einu sinni boðið í þetta.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 23:06
af rapport
olihar skrifaði:Hekla hefur 100% boðið betra verð en t.d. Tesla, Tesla hefur örugglega ekki einu sinni boðið í þetta.


Það sést í opnunarskýrslunni að það komu bara tvö tilboð.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 23:17
af BudIcer
Auðvitað kemur í ljós að það eru varla til almennilegir fréttamenn á Íslandi. Það stendur skýrt í opnunarskýrslu frá ríkiskaupum, sem ég vissi ekki að væri hægt að sjá, að 6. maí 2024 var óskað eftir tilboðum frá bílaumboðum í þessa 60 bíla. Það stendur að vísu ekki hvað nákvæmlega það var sem óskað var eftir en eftirfarandi tilboð bárust.

Leiðrétt opnunarskýrsla

Þann 12.04.2024 fór fram opnun tilboða í ofangreindu útboði.

Tilboð bárust frá:

Bílaumboðið Askja ehf (Hluti 1,2,3 og 4)
BL ehf (Hluti 1,2,3 og 4)
Brimborg ehf (Hluti 1,2,3 og 4)
Hekla hf (Hluti 1,2,3 og 4)
Tesla Motors ehf (Hluti 1,2, 3 og 4)
TK Bílar ehf (Hluti 1,2, 3 og 4)

Heildartilboðsfjárhæðir (í íslenskum krónum með vsk) eru eftirfarandi:

Hluti 1

Bílaumboðið Askja 27.450.000
BL 32.030.000
BL 35.857.075
Brimborg 25.950.000
Brimborg 32.450.000
Brimborg 40.600.000
Brimborg 46.050.000
Hekla 27.969.810
Hekla 32.245.555
Hekla 33.458.705
Hekla 33.458.705
Tesla 34.349.470
TK bílar 33.000.000

Hluti 2

Bílaumboðið Askja 37.450.000
BL 40.673.575
Brimborg 40.450.000
Brimborg 41.300.000
Brimborg 49.995.000
Hekla 37.245.555
Hekla 39.956.900
Hekla 41.499.300
Tesla 40.599.485
TK bílar 33.000.000

Hluti 3

Bílaumboðið Askja 35.160.000
BL 32.978.860
Brimborg 32.360.000
Brimborg 33.040.000
Brimborg 39.996.000
Hekla 29.796.444
Hekla 31.965.520
Hekla 33.199.440
Tesla 32.479.588
TK bílar 26.400.000

Hluti 4

Bílaumboðið Askja 7.490.000
BL 8.244.715
Brimborg 8.090.000
Brimborg 8.260.000
Brimborg 9.999.000
Hekla 7.449.111
Hekla 7.991.380
Hekla 8.299.860
Tesla 8.119.897
TK bílar 6.660.000

Síðan í niðurstöður útboða 21. október 2024 má sjá hvað var samþykkt:

Í ofangreindu útboði var tilboði Heklu hf. tekið.

Alls bárust tvö tilboð í útboðinu

Kostnaðaráætlun var 625.600.000 ISK með vsk

Samningsfjárhæð er 507.302.520 ISK með vsk


Hefði haldið að fréttamenn ættu að kunna að finna svona upplýsingar og láta þær fylgja með. Flott að láta það lýta út eins og kaupverðið hafi verið næstum tvöfalt.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Sun 26. Jan 2025 23:40
af gutti
Var horfa í kvöld https://youtu.be/jaRObrWstTc?si=frZInj_rcsmN_GVB tesla miða umræðu um þessu ákvað að setja hér link frá usa

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 06:39
af dadik
rapport skrifaði:https://island.is/s/rikiskaup/opnunarskyrslur

507 milljónir skv. opnunarskýrslu 26.sept.

Fyrir 60 bíla, jafnvel sérútbúna... þá er það ekki dýrt.

Löggan virðist hafa gert ágætis kaup.

Líka sniðugt að hafa fáar týpur, og mikið magn... þá verður viðhaldið staðlaðra.

Það ætti ekki að koma á óvart að löggan þurfi góða bíla.


Enda er þessi þráður gríðarlega slakt take á þessi kaup. Það er farið í útboð og besta tilboði tekið - er í alvörunni eitthvað að þessu ferli?

Og varðandi "lúxusbíla" - er löggan ekki búin að vera á Volvo síðustu árin?

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 08:15
af rapport
dadik skrifaði:
rapport skrifaði:https://island.is/s/rikiskaup/opnunarskyrslur

507 milljónir skv. opnunarskýrslu 26.sept.

Fyrir 60 bíla, jafnvel sérútbúna... þá er það ekki dýrt.

Löggan virðist hafa gert ágætis kaup.

Líka sniðugt að hafa fáar týpur, og mikið magn... þá verður viðhaldið staðlaðra.

Það ætti ekki að koma á óvart að löggan þurfi góða bíla.


Enda er þessi þráður gríðarlega slakt take á þessi kaup. Það er farið í útboð og besta tilboði tekið - er í alvörunni eitthvað að þessu ferli?

Og varðandi "lúxusbíla" - er löggan ekki búin að vera á Volvo síðustu árin?


Persónulega þætti mér miklu eðlilegra að ríkið væri með alla bíla á rekstrarleigu og öll þjónusta væri innifalin og færi í slíkt útboð á TED.

Það eru gríðarlega stór fyrirtæki sem sérhæfa sig í að útvega opinberum aðilum sérhæfð tæki og bíla með fullri þjónustu.

Eftir að bílaferla Smyril fór að sigla þá ímynda ég mér að það sé miklu minna mál að flytja ökutæki til og frá landinu, óþarfi að hnoða þeim inn í gám og láta þau veltast um í gámaskipi eða hafa þau á fleti eða uppá dekki.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 08:35
af Jón Ragnar
Volvo > Audi haha


Þetta er svo léleg fréttamennska!

Endurnýjun á bílun og færsla yfir í rafmagn er spennandi að sjá

Veit að Lögreglan á Vesturlandi hefur verið á Teslu Model Y og eru mjög ánægðir með hana.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 10:05
af CendenZ
Síðast þegar ég sá gögn í útboði fyrir ríkisfyrirtæki á landsvísu (ekki lögregluna) var eitt af skilyrðum fyrir að taka þátt í útboðinu að viðgerðarþjónusta sé fáanleg innan x-tíma. Pottþétt svoleiðis í útboði fyrir útkallsbíla

Ég er nú á Teslu og get alveg sagt að maður fær enga hraðþjónustu þannig séð... þetta er ekki Íslenskt fyrirtæki sem reddar neinu :) Það er allt öðruvísi fyrir lögguna á skaganum að senda tesluna í bæinn heldur en t.d. Ísafjörð eða ætlast til þess að Teslu-þjónustan á Íslandi sendi mann vestur með næsta flugi. Hugsa að það sé mun minna mál fyrir risabatterí eins og Heklu að senda einn eða tvo af tuttugu

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 10:30
af rapport
CendenZ skrifaði:Síðast þegar ég sá gögn í útboði fyrir ríkisfyrirtæki á landsvísu (ekki lögregluna) var eitt af skilyrðum fyrir að taka þátt í útboðinu að viðgerðarþjónusta sé fáanleg innan x-tíma. Pottþétt svoleiðis í útboði fyrir útkallsbíla

Ég er nú á Teslu og get alveg sagt að maður fær enga hraðþjónustu þannig séð... þetta er ekki Íslenskt fyrirtæki sem reddar neinu :) Það er allt öðruvísi fyrir lögguna á skaganum að senda tesluna í bæinn heldur en t.d. Ísafjörð eða ætlast til þess að Teslu-þjónustan á Íslandi sendi mann vestur með næsta flugi. Hugsa að það sé mun minna mál fyrir risabatterí eins og Heklu að senda einn eða tvo af tuttugu


Held að það sé ekki hægt að gera kröfu um að það sé gert við bílana á staðnum en það er pottþétt hægt aðgera kröfu um að flutningur á verkstæði vegna bilana á ábyrgðartíma sé alltaf á kostnað seljanda.

Það skiptir því máli að hafa viðurkennd þjónustuverkstæði um allt land.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 10:42
af Úlvur
smá aurar miðað við annan kostnað ríkisins. eins og tildæmis hælisleitendur kosta okkur 20 milljarða eða 20.000 milljónir. ekkert að sakast við elsku fólkinu sem leitast eftir betra lífi. En þetta er bara dæmi.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 13:42
af Henjo
Úlvur skrifaði:smá aurar miðað við annan kostnað ríkisins. eins og tildæmis hælisleitendur kosta okkur 20 milljarða eða 20.000 milljónir. ekkert að sakast við elsku fólkinu sem leitast eftir betra lífi. En þetta er bara dæmi.


Hver liður eru bara aurar, alveg eins og ef þú tekur lögguna í heild þá eru þetta bara aurar. Og ef þú myndir fara brjóta upp kostnaðin við hælisleitendur þá eru þetta allt bara aurar. Að hugsa að X hlutir eru bara aurar er góð leið að slæmum fjármálum.

Re: Milljarður í löggulúxus

Sent: Mán 27. Jan 2025 15:07
af rapport
Henjo skrifaði:
Úlvur skrifaði:smá aurar miðað við annan kostnað ríkisins. eins og tildæmis hælisleitendur kosta okkur 20 milljarða eða 20.000 milljónir. ekkert að sakast við elsku fólkinu sem leitast eftir betra lífi. En þetta er bara dæmi.


Hver liður eru bara aurar, alveg eins og ef þú tekur lögguna í heild þá eru þetta bara aurar. Og ef þú myndir fara brjóta upp kostnaðin við hælisleitendur þá eru þetta allt bara aurar. Að hugsa að X hlutir eru bara aurar er góð leið að slæmum fjármálum.


Hælisleitendur kostuðu 20 milljarða á fimm árum 2018-2023 = 4 milljarða á ári og á þeim tíma sem eitt mesta flóttamannaflóð ever gekk yfir vegna Úkraínu.

Þetta er mestmegnis húsaleiga og hún fer mikið til annarra ríkisstofnana eða opinberra aðila vegna eigna sem annars hefðu jafnvel staðið tómar.

Ef fólk fer á opnirreikningar.is og skoðar heildarinnkaup Vinnumálastofnunar 2024 þá eru þau 7,08 milljarðar.

Þar af fara 4,24 milljarðar til annarra A-hluta stofnana/gjaldaliða (þar af 1,6 greiðsla til "Umsækjendur um alþjóðlega vernd).
275,8 milljónir fara í húsaleigu (og þar af 225 til FSRE á leigu á skrifstofuhúsnæði VMST)

Ef þið skoðið svo 2024 fyrir "Umsækjendu rum alþjóðlega vernd" á opnirreikningar.is þá sést að heildarinnkaup voru þar 1.879 milljónir (þar af endurgreiðsla til VMST uppá 740 milljónir. Húsaleiga er 297 milljónir og þar af 295 til FSRE.

Þannig að þegar einhver segir að 20 milljarðar hafi farið í flóttafólk...

Þá er það mikið til bara stofnanir ríkisins að "heimfæra kostnað" (e. cost alloctaion) = alls ekki raunveruleg viðbótarutgjöld í málaflokkinn.