Síða 1 af 1

Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 14:00
af Semboy
Ég er frekar orðin mjög þreyttur af auglýsingum frá þeim.
Ég er búinn að vera nota yandex. Vitiði um fleira annað en bing?

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 14:02
af Viggi
duckduckgo?

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 14:33
af brain

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 17:12
af Opes

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 17:15
af mikkimás
Viggi skrifaði:duckduckgo?

Hætti með Google fyrir ári síðan og tók saman við DDG.

Sé ekki eftir neinu.

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 17:34
af halipuz1
But why?

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 18:16
af Hjaltiatla
Nee.. Ég hætti ekki að nota Google. Þetta er bara verkfæri sem maður notar en er hins vegar sammála að auglýsingarnar geta farið í taugarnar á mér.
Er byrjaður að nota SearchGPT meira og þá eru leitarniðurstöður birtar á skemmtilegri máta og ég get nálgast heimildir í hliðarstikunni.

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 18:42
af Skrekkur
júbb nota goduckgo.com oftast, en stundum er google betra fyrir íslenskar leitir. Erfiðast að skipta tölvupóstinum sem er jafn gott og er ólíklegt að hverfa á ævinni

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 19:07
af playman
Ég sé engar auglýsingar, hvorki á google eða youtube, eða bara yfir höfuð. uBlock Origin FTW!
En einnig hef ég verið að notast við chatgpt extension, hjálpar manni rosalega að "af googlast" og oftast er chatgpt searchið miklu betra en google og maður fær ævinlega akkúrat það sem að maður er að leita af, ekki fullkomið en alveg nóg að maður getur notast við þetta.
En sumt er betra að googla beint.

Re: Er ekki komið tími að hætta nota google?

Sent: Lau 21. Des 2024 19:27
af Oddy
Eg notast að mestu við duckduckgo, er byrjaður að nota þennan vafra frá þeim einnig. Nota vafrann eingöngu á símanum en er að byrja að nota hann í Pc tölvunni