Góða kvöldið kæru vaktarar
Mig langar að taka upp nýtt áhugamál, og mér finnst súrdeigsbakstur afskaplega spennandi.
En ég hef aldrei gert þetta.
Er einhver hérna sem er búinn að vera í súrdeigsbakstri? Hvað áhöld er gott að eiga? Hvar er best að versla?
Væntanlega eitthverjar skálar, spaða/sleikjur, bökunarkörfur, krukkur og eitthvað fleira? Hvar væri best að versla í þetta?
Öll tips og ráð vel þegin. Hef enga reynslu í bakstri en er mjög góður í eldamennsku.
Súrdeigsbakstur
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2504
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 470
- Staða: Ótengdur
Re: Súrdeigsbakstur
Komast í samband við einhvern sem getur útvegað þér súrdeigsmóðir, einhverja gamla/harðgerða sem lifir auðveldlega, svo þú eigir auðveldara með að halda henni við.
Re: Súrdeigsbakstur
Konan er alltaf að baka, miiikklu betra heldur en myllu brauðin.
Hún er með súrinn í glerkrukku með loki. Fóðrar hann á hverjum degi, hvort sem hún bakar eða ekki. Ef ekki fer afgangurinn í ruslið. Getur örugglega fengið ef þú villt, skilst þetta sé einhver 100 ára gerill frá Kanada.
Myndi finna gott brauðform, erum á í með Le creuset pottjárns pott með loki sem hún bakar í. Lokið er sho tekið af í lokin. Það er æðisleg skorpa í þessu.
Það er talsverður process þegar hún bakar, í raun aðallega blanda öllu saman (þekki ekki uppskrift), svo á 1 klst fresti er deigið togað fram og til baka og af út látið hefa sig. Þetta er gert í nokkra klukkutíma, því meira því betra
Get reddað meira info ef þig langar.
Hún er með súrinn í glerkrukku með loki. Fóðrar hann á hverjum degi, hvort sem hún bakar eða ekki. Ef ekki fer afgangurinn í ruslið. Getur örugglega fengið ef þú villt, skilst þetta sé einhver 100 ára gerill frá Kanada.
Myndi finna gott brauðform, erum á í með Le creuset pottjárns pott með loki sem hún bakar í. Lokið er sho tekið af í lokin. Það er æðisleg skorpa í þessu.
Það er talsverður process þegar hún bakar, í raun aðallega blanda öllu saman (þekki ekki uppskrift), svo á 1 klst fresti er deigið togað fram og til baka og af út látið hefa sig. Þetta er gert í nokkra klukkutíma, því meira því betra
Get reddað meira info ef þig langar.
Re: Súrdeigsbakstur
Þegar ég byrjaði á þessu átti ég engin spes verkfæri eða áhöld.
Ég notaði miðlungsstóran kíttispaða og svo skál með viskustykki sem hefunarkörfu. Það virkaði bara fínt. Keypti mér svo hefunarkörfur (eina kringlótta og eina langa) og spaða Ikea (aðallega því kíttispaðinn ryðgaði svo auðveldlega).
Byrjaði á mínum eigin súr sem tók um tvær vikur. M.ö.o. byrjaði bara með það sem ég átti heima.
Ég myndi segja að eina sem þú þyrftir að fjárfesta í væri nákvæm eldhúsvog, ef þú átt ekki svoleiðis.
Svo er bara þolinmæði þ.s. það getur verið erfitt að meðhöndla svona blautt deig ef maður er ekki vanur. Myndi ekki byrja strax á meira en 65% blautu. Eitt hax er líka að setja deigið í ísskáp eftir "bulk ferment" hlutann og halda áfram daginn eftir. Deigið verður mun meðfærilegra þá. Það getur líka hentað vinnuflæðinu ágætlega. Getur byrjað ferlið þegar þú kemur heim úr vinnunni. Það tekur nokkra tíma. Setja svo í ísskáp og klára t.d. morguninn eftir. Get skrifað meira síðar ef það eru einhverjar spurningar en þarf að fara að byrja daginn
Ég notaði miðlungsstóran kíttispaða og svo skál með viskustykki sem hefunarkörfu. Það virkaði bara fínt. Keypti mér svo hefunarkörfur (eina kringlótta og eina langa) og spaða Ikea (aðallega því kíttispaðinn ryðgaði svo auðveldlega).
Byrjaði á mínum eigin súr sem tók um tvær vikur. M.ö.o. byrjaði bara með það sem ég átti heima.
Ég myndi segja að eina sem þú þyrftir að fjárfesta í væri nákvæm eldhúsvog, ef þú átt ekki svoleiðis.
Svo er bara þolinmæði þ.s. það getur verið erfitt að meðhöndla svona blautt deig ef maður er ekki vanur. Myndi ekki byrja strax á meira en 65% blautu. Eitt hax er líka að setja deigið í ísskáp eftir "bulk ferment" hlutann og halda áfram daginn eftir. Deigið verður mun meðfærilegra þá. Það getur líka hentað vinnuflæðinu ágætlega. Getur byrjað ferlið þegar þú kemur heim úr vinnunni. Það tekur nokkra tíma. Setja svo í ísskáp og klára t.d. morguninn eftir. Get skrifað meira síðar ef það eru einhverjar spurningar en þarf að fara að byrja daginn
Re: Súrdeigsbakstur
Ég eignaðist gamlan súr, gott ef hann er frændi þess sem er nefndur hér að ofan.
Horfðu á þetta myndband, það útskýrir allt nægilega vel til að byrja: https://www.youtube.com/watch?v=2FVfJTGpXnU
Þetta er bara brauð, það er ekkert heilagt þarna. Prófaðu að fylgja þessum í myndbandinu upp á 10, eftir nokkur skipti færðu tilfinningu fyrir deiginu og bakstrinum.
Ég á engan sérstakan spaða, hræri deigið í hrærivél, læt það hefast í hefunarkörfu og baka í pottstálspotti.
Þetta er skemmtilegt og gefandi áhugamál. Einnig er skemmtilegt að geta gefið nýbakað brauð.
Þú þarft ekki endilega að fóðra þetta á hverjum degi, ég geymi minn í kæli, fóðra og baka 1-2 í viku, jafnvel sjaldnar. Það þarf að passa að að súrinn geti andað, það er betra að hann þorni frekar en að úldna í lokuðu boxi. Bakteríurnar/gerlarnir vinna bara hægar í kulda,
Horfðu á þetta myndband, það útskýrir allt nægilega vel til að byrja: https://www.youtube.com/watch?v=2FVfJTGpXnU
Þetta er bara brauð, það er ekkert heilagt þarna. Prófaðu að fylgja þessum í myndbandinu upp á 10, eftir nokkur skipti færðu tilfinningu fyrir deiginu og bakstrinum.
Ég á engan sérstakan spaða, hræri deigið í hrærivél, læt það hefast í hefunarkörfu og baka í pottstálspotti.
Þetta er skemmtilegt og gefandi áhugamál. Einnig er skemmtilegt að geta gefið nýbakað brauð.
Þú þarft ekki endilega að fóðra þetta á hverjum degi, ég geymi minn í kæli, fóðra og baka 1-2 í viku, jafnvel sjaldnar. Það þarf að passa að að súrinn geti andað, það er betra að hann þorni frekar en að úldna í lokuðu boxi. Bakteríurnar/gerlarnir vinna bara hægar í kulda,
Re: Súrdeigsbakstur
Ég gleymdi að koma inn á pottinn -- ég bakaði fyrst bara á pizzasteini með stóran Ikea pott yfir, en síðan þá er ég hættur að nota pottinn og baka bara á pizza steini. Sletti smá vatni inn á botninn í ofninum þegar ég hendi brauðinu inn til að mynda smá gufu. Finnst potturinn vera óþarfa ves, en auðvitað mjög góður ef maður á ekki pizza stein.
Sammála síðasta ræðumanni -- fylgja bara fyrirmælum alveg í upphafi þar til maður fær tilfinningu fyrir þessu.
Ég fylgdi þessum hér https://www.youtube.com/watch?v=4SnaYYXam_E og er mjög áægður með að hafa smá rúgmjöl sem mér finnst gefa geggjað bragð. Hættur að nenna að nota Kitchenaid í þetta, en þetta er u.þ.b. nálgunin og uppskriftin sem ég nota.
Sammála síðasta ræðumanni -- fylgja bara fyrirmælum alveg í upphafi þar til maður fær tilfinningu fyrir þessu.
Ég fylgdi þessum hér https://www.youtube.com/watch?v=4SnaYYXam_E og er mjög áægður með að hafa smá rúgmjöl sem mér finnst gefa geggjað bragð. Hættur að nenna að nota Kitchenaid í þetta, en þetta er u.þ.b. nálgunin og uppskriftin sem ég nota.