Hvað finnst ykkur um framtak Hagkaups í áfengissölu?
Hagkaup og veigar.eu
Re: Hagkaup og veigar.eu
Hagar Wine B.V.
Kt. 610624-9950
Javastraat 12
3016CE Rotterdam
Netherlands
Hagar hf.
Umboðsaðili Hagar Wine B.V. í virðisaukaskatti
Kt. 670203-2120
Vsk. nr. 153172
Hagkaup
Hagkaup er þjónustuaðili Hagar Wine B.V.
Kt. 430698-3549
Skútuvogi 5
104 Reykjavík
Þetta er svo mikið joke hvernig þetta virkar, bara stofna félag í öðru landi og þá er þetta ekkert mál. (Þetta er svo sem eins og allir hinir gera þetta)
Þetta fyrirtæki er bara skráð í einhverju fjölbýli.
https://www.google.com/maps/@51.9060184 ... FQAw%3D%3D
Hver rekur vefverslun Veiga?
Vefverslunin Veigar er rekin af hollenska fyrirtækinu Hagar Wine B.V. Hagkaup veitir fyrirtækinu ýmsa þjónustu, svo sem afgreiðslu af lager þess.
Kt. 610624-9950
Javastraat 12
3016CE Rotterdam
Netherlands
Hagar hf.
Umboðsaðili Hagar Wine B.V. í virðisaukaskatti
Kt. 670203-2120
Vsk. nr. 153172
Hagkaup
Hagkaup er þjónustuaðili Hagar Wine B.V.
Kt. 430698-3549
Skútuvogi 5
104 Reykjavík
Þetta er svo mikið joke hvernig þetta virkar, bara stofna félag í öðru landi og þá er þetta ekkert mál. (Þetta er svo sem eins og allir hinir gera þetta)
Þetta fyrirtæki er bara skráð í einhverju fjölbýli.
https://www.google.com/maps/@51.9060184 ... FQAw%3D%3D
Hver rekur vefverslun Veiga?
Vefverslunin Veigar er rekin af hollenska fyrirtækinu Hagar Wine B.V. Hagkaup veitir fyrirtækinu ýmsa þjónustu, svo sem afgreiðslu af lager þess.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 721
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 41
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
Innskráning á "útlenska" vefverslun með einungis íslenskum rafrænum skilríkjum?
IBM PS/2 8086
Re: Hagkaup og veigar.eu
gRIMwORLD skrifaði:Innskráning á "útlenska" vefverslun með einungis íslenskum rafrænum skilríkjum?
Já, það gera þetta allir svona, eina leiðin til með að geta sagt til um aldur.
Eins og ég segi það er náttúrulega bara verið að gera grín að íslenska ríkinu.
Re: Hagkaup og veigar.eu
https://www.yourtrust.eu/en/
Þetta fyrirtæki er í þessu húsi.
Your Trust (Netherlands) BV is a reliable, reputable trust office based in Rotterdam. Our team of highly skilled and experienced professionals offers a flexible, efficient Dutch base for a wide range of international companies.
Líklega “höfuðstöðvarnar”.
Þetta fyrirtæki er í þessu húsi.
Your Trust (Netherlands) BV is a reliable, reputable trust office based in Rotterdam. Our team of highly skilled and experienced professionals offers a flexible, efficient Dutch base for a wide range of international companies.
Líklega “höfuðstöðvarnar”.
-
- Kóngur
- Póstar: 6476
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 302
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
olihar skrifaði:Hagar Wine B.V.
Kt. 610624-9950
Javastraat 12
3016CE Rotterdam
Netherlands
Hagar hf.
olihar skrifaði:Þetta fyrirtæki er bara skráð í einhverju fjölbýli.
Þetta er reyndar nánast allt lögfræðiskrifstofur í þessu húsi og lögfræðiskrifstofan "Your Trust B.V." er með þetta heimilisfang.
Síðast breytt af gnarr á Þri 17. Sep 2024 20:33, breytt samtals 1 sinni.
"Give what you can, take what you need."
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16458
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2088
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
Þetta er svo kjánalegt allt saman. Gefa áfengissölu fjálsa eða ekki. Leyfa eða banna. -punktur-
-
- Vaktari
- Póstar: 2492
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 463
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
Mér er alveg sama um þetta.
Áfengið er ekki vandamálið heldur fólk.
Neysla á vimugjöfum er iðulega vegna vanlíðan.
Það þarf að laga það vandamál, finna leið til að láta fólki og þá sér í lagi ungmennum að líða betur.
Þar skiptir margt máli, meðal annars óstöðugur fjármálamarkaður, gríðarleg húsnæðisvandamál og afskaplega dapurt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Þetta eru vandamálin, ekki hvort Hagkaup sé að selja áfengi eða ekki.
Áfengið er ekki vandamálið heldur fólk.
Neysla á vimugjöfum er iðulega vegna vanlíðan.
Það þarf að laga það vandamál, finna leið til að láta fólki og þá sér í lagi ungmennum að líða betur.
Þar skiptir margt máli, meðal annars óstöðugur fjármálamarkaður, gríðarleg húsnæðisvandamál og afskaplega dapurt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Þetta eru vandamálin, ekki hvort Hagkaup sé að selja áfengi eða ekki.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
Mér finnst alveg áhugavert við alla þessa "net" sölu, hvort sem það er Hagkaup, Costco, Heimkaup eða hinar minni verslanirnar.
Vínbúðin/ÁTVR reyndi að kæra, en málinu var vísað frá á þeim forsendum að ÁTVR telst ekki aðili að málinu og er því ekki með heimild til þess að kæra þetta.
Þannig að í staðinn fyrir að við hefðum fengið dómsúrskurð um lögmæti á þessu, þá er þetta ennþá á "gráu" óskilgreindu svæði.
Þó það sé nokkuð augljóst að það sé verið að fara á svig við eitthvað.
"Vandinn" er sá að sitjandi ríkisstjórn (xD) vill leyfa þessa sölu, og vill því gera allt til að koma í veg fyrir að þetta sé stöðvað.
Og því er best að þetta sé ekki tekið til efnislegrar skoðunar.
(Það er svo í raun allt önnur umræða um hvort það eigi að leyfa smásölu áfengis eða ekki.)
Þetta vekur upp allsskonar aðrar áhugaverðar pælingar.
Get ég t.d. stofnað verslun, og svo lengi sem ég set 5 mín delay frá því að viðskiptamaður biður um vöru og þar til hún er afhent (sbr það sem Costco gerir), get ég þá tekið alla veltuna í gegnum erlenda kennitölu og sagt að ég sé ekki að selja vöruna á íslandi, bara afhenda.
Þetta hlítur að bjóða upp á fleiri skemmtilegar útfærslur varðandi skatta, gjöld, og aðrar kvaðir.
Vínbúðin/ÁTVR reyndi að kæra, en málinu var vísað frá á þeim forsendum að ÁTVR telst ekki aðili að málinu og er því ekki með heimild til þess að kæra þetta.
Þannig að í staðinn fyrir að við hefðum fengið dómsúrskurð um lögmæti á þessu, þá er þetta ennþá á "gráu" óskilgreindu svæði.
Þó það sé nokkuð augljóst að það sé verið að fara á svig við eitthvað.
"Vandinn" er sá að sitjandi ríkisstjórn (xD) vill leyfa þessa sölu, og vill því gera allt til að koma í veg fyrir að þetta sé stöðvað.
Og því er best að þetta sé ekki tekið til efnislegrar skoðunar.
(Það er svo í raun allt önnur umræða um hvort það eigi að leyfa smásölu áfengis eða ekki.)
Þetta vekur upp allsskonar aðrar áhugaverðar pælingar.
Get ég t.d. stofnað verslun, og svo lengi sem ég set 5 mín delay frá því að viðskiptamaður biður um vöru og þar til hún er afhent (sbr það sem Costco gerir), get ég þá tekið alla veltuna í gegnum erlenda kennitölu og sagt að ég sé ekki að selja vöruna á íslandi, bara afhenda.
Þetta hlítur að bjóða upp á fleiri skemmtilegar útfærslur varðandi skatta, gjöld, og aðrar kvaðir.
Mkay.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
Það eina jákvæða sem ég sé við áfengissölu Hagkaupa og Vinos framyfir flestar hinar vefverslanirnar er að þessar tvær verslanir selja ekkert sterkara en léttvín, enn sem komið er a.m.k.
Svo má líka sjá þann vinkil að í gegnum vefverslanir er undantekningarlaust beðið um (rafræn) skilríki, annað en á börum og í verslunum ÁTVR þar sem það er meira undantekning en regla. Ég þurfti ekki að vera kominn með mikið meira en smávegis hýjung á unglingsárum til að geta keypt áfengi í ÁTVR fyrir vinahópinn.
Mín skoðun er allavega sú að núverandi lög um áfengissölu eru fyrir löngu úreld, og þessari þróun verður seint snúið til baka. Með þessu áframhaldi mun ÁTVR líklegast bara leggjast af á endanum, eða breytast að mestu í vefverslun. Covid breytti líka ansi miklu til framtíðar og fólk er að nýta sér heimsendingar á mat og áfengi í mikið meira magni en áður, sem er þjónusta sem ÁTVR býður ekki uppá og er vafalaust að kosta þá stóra prósentu af markaðnum.
Svo má líka sjá þann vinkil að í gegnum vefverslanir er undantekningarlaust beðið um (rafræn) skilríki, annað en á börum og í verslunum ÁTVR þar sem það er meira undantekning en regla. Ég þurfti ekki að vera kominn með mikið meira en smávegis hýjung á unglingsárum til að geta keypt áfengi í ÁTVR fyrir vinahópinn.
Mín skoðun er allavega sú að núverandi lög um áfengissölu eru fyrir löngu úreld, og þessari þróun verður seint snúið til baka. Með þessu áframhaldi mun ÁTVR líklegast bara leggjast af á endanum, eða breytast að mestu í vefverslun. Covid breytti líka ansi miklu til framtíðar og fólk er að nýta sér heimsendingar á mat og áfengi í mikið meira magni en áður, sem er þjónusta sem ÁTVR býður ekki uppá og er vafalaust að kosta þá stóra prósentu af markaðnum.
Síðast breytt af AntiTrust á Fim 19. Sep 2024 11:35, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hagkaup og veigar.eu
Ég hélt að ÁTVR væri með einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Skil ekki af hverju aðrir fá að selja áfengi.
Í júní 2024, var lögreglan búin að vera skoða þetta mál í 3 ár og 360 daga. Veit einhver hvort niðurstaða sé komin úr þeirri rannsókn (ég fann ekkert í fljótu bragði)?
https://www.visir.is/g/20242584332d/eri ... -fljotlega
Í júní 2024, var lögreglan búin að vera skoða þetta mál í 3 ár og 360 daga. Veit einhver hvort niðurstaða sé komin úr þeirri rannsókn (ég fann ekkert í fljótu bragði)?
https://www.visir.is/g/20242584332d/eri ... -fljotlega
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 923
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 128
- Staða: Tengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
natti skrifaði:"Vandinn" er sá að sitjandi ríkisstjórn (xD) vill leyfa þessa sölu, og vill því gera allt til að koma í veg fyrir að þetta sé stöðvað.
Mér líður eins og þau séu að tékka hversu lengi í viðbót þau geta notað "leyfa áfengi í búðum" sem kosningaloforð, áður en við hættum að trúa þeim og þau neyðast til að gera eitthvað í þessu.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1560
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 236
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
jericho skrifaði:Ég hélt að ÁTVR væri með einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Skil ekki af hverju aðrir fá að selja áfengi.
Í júní 2024, var lögreglan búin að vera skoða þetta mál í 3 ár og 360 daga. Veit einhver hvort niðurstaða sé komin úr þeirri rannsókn (ég fann ekkert í fljótu bragði)?
https://www.visir.is/g/20242584332d/eri ... -fljotlega
Netverslun er opin og Íslandspóstur afhendi mikið af áfengi ( ég t.d. hef pantað nokkru sinnum að utan ). Einkaréttur til afhendingar á póstsendingum er löngu afnuminn og það er ekkert sagt um í lögum hvar lagerinn eigi að vera. Það er mjög þekkt concept í logistic að vera með lager á mörgum stöðum. Ég held þetta verði alltaf soldið erfitt.
Enn rök framsóknar og vinstri grænna eru nottulega bara hlægileg um að minnka aðgengi. Þegar ég flýg út úr landinu, þá labba ég í gegnum ríkis verslun sem neyðir mig að labba í gegnum mjög mikið magn af áfengi, þegar ég kem til landsins þá geri ég það sama.
Þar sem ég bý er 302m í eina áfengisbúð, 633m í þá næstu og 688m í þá þriðju. Það eru 4 grunnskólar sem eru svipað langt frá þeim öllum. Í allar búðirnar get ég pantað hvaða áfengi sem ég vill og þetta er styttra enn póstbox.
Það á bara að gefa þetta frjálst. Það er alveg hægt að takmarka tímana sem þetta er selt á ( gert á mörgum stöðum erlendis ).
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1075
- Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
- Reputation: 131
- Staðsetning: Njarðvík
- Staða: Ótengdur
Re: Hagkaup og veigar.eu
Moldvarpan skrifaði:Mér er alveg sama um þetta.
Áfengið er ekki vandamálið heldur fólk.
Neysla á vimugjöfum er iðulega vegna vanlíðan.
Það þarf að laga það vandamál, finna leið til að láta fólki og þá sér í lagi ungmennum að líða betur.
Þar skiptir margt máli, meðal annars óstöðugur fjármálamarkaður, gríðarleg húsnæðisvandamál og afskaplega dapurt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Þetta eru vandamálin, ekki hvort Hagkaup sé að selja áfengi eða ekki.
Ef þú nú fyndir lausn við þessu vandamáli værirðu orðinn ríkur maður.
mbk
Emil40 óvirkur alki og fíkill
Síðast breytt af emil40 á Fim 19. Sep 2024 21:28, breytt samtals 1 sinni.
| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |