Núna hef ég verið að leita mér af gleraugum og var ráðlagt að panta að utan því það væri mikið ódýrara. Hvaða síðu mæli þið með? Síðan hef ég verið að skoða Photochromic gler, hefur einhver hérna reynslu af svoleiðis lensum og er það þess virði ?
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 22. Maí 2024 15:47
af fhrafnsson
Í sviðuðum dúr ef einhver veit um góð sólgleraugu, hvort sem er hér á landi eða að utan, er ég að leita að svoleiðis. Þau kosta flest hvítuna úr auganu eftir því sem ég best sé með stuttri Google leit.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 22. Maí 2024 16:19
af playman
Ég verslaði mín fyrir einhverjum árum á https://www.zennioptical.com/ heimkomin fyrir um 12þ, en eins gleraugu nema ekki með bluelight filter áttu að kosta rétt yfir 40þ hérna heima.
2.000 póstar takk fyrir ætli það þíði ekki að ég verði að hætta að pósta meira
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Fim 23. Maí 2024 11:04
af Fridvin
Er einmitt kominn með í körfuna gleraugu fyrir 231$ síðan verður vaskurinn ofan á það. Bara þetta Photocromic gler er um 150$ af því.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 13. Nóv 2024 10:02
af Prowler
Fridvin skrifaði:Er einmitt kominn með í körfuna gleraugu fyrir 231$ síðan verður vaskurinn ofan á það. Bara þetta Photocromic gler er um 150$ af því.
Hvernig reynast þessi gleraugu?
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 13. Nóv 2024 10:08
af Fridvin
Þetta eru bestu gleraugu sem ég hef haft og ég mun pottþétt taka svona gler aftur. Tók samt smá stund að venjast því að glerið lýsist/dekkist.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mán 18. Nóv 2024 14:17
af 2ndSky
Nú er ég búinn að vera með gleraugu síðan 1995 og dettur ekki í hug að kaupa gleraugu án þess að máta.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mán 18. Nóv 2024 15:48
af brain
ertu að tala um að máta umgjörðina ?
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mán 18. Nóv 2024 16:42
af kjartanbj
Besta sem ég hef gert er að fara í Laser, var með gleraugu frá 7 ára aldri þangað til ég varð 31 árs, 10 ár síðan ég fór í laserin og sjónin ennþá fullkomin , þvílíkt frelsi að losna við gleraugun
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mán 18. Nóv 2024 19:15
af rapport
kjartanbj skrifaði:Besta sem ég hef gert er að fara í Laser, var með gleraugu frá 7 ára aldri þangað til ég varð 31 árs, 10 ár síðan ég fór í laserin og sjónin ennþá fullkomin , þvílíkt frelsi að losna við gleraugun
Enginn sem ég þekki hefur sloppið með bara eitt skipti...
Þetta virðist ekki virka fyrir alla.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mán 18. Nóv 2024 22:42
af ABss
rapport skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Besta sem ég hef gert er að fara í Laser, var með gleraugu frá 7 ára aldri þangað til ég varð 31 árs, 10 ár síðan ég fór í laserin og sjónin ennþá fullkomin , þvílíkt frelsi að losna við gleraugun
Enginn sem ég þekki hefur sloppið með bara eitt skipti...
Þetta virðist ekki virka fyrir alla.
~ 15 ár síðan ég fór í laser, enn lengra síðan systkini mín tvö gerðu það. Annað þeirra er komið með miðaldrafjarsýni, en það hefur ekkert með aðgerðina að gera. Ekkert okkar fór aftur í aðgerð.
Sjónin mín er enn fín. Augnþurrkur var vandmál fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en það er löngu búið.
Pottþétt allt orðið betra í dag, mæli með.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Þri 19. Nóv 2024 11:24
af 2ndSky
brain skrifaði:ertu að tala um að máta umgjörðina ?
Já, ég skil ekki hvernig fók getur bara keypt gleruagu afþví þau eru ódýr án þess að sjá hvernig þau passa við andlit
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Þri 19. Nóv 2024 23:31
af Stuffz
Þetta hér einokunar fyrirtæki Luxottica* á gommu af merkjum og hálfur milljarður+ fólks notar umgjarðir frá þeim flest án þess að vita að þetta er allt sama okur fyrirtækið
þeir selja líka ekki "gleraugu/glasses" heldur "augnskraut/eyewear/face-jewlery" því það er lúxusvara með tilheyrandi verðmiða.. rándýrt tískuglópa dót.
Hvað mikið af sjóðum Verkalýðsfélaga hefur farið í vasann á þessu fyrirtæki í formi styrkja idk..
Ég hef notað Zenni í mörg ár nú og sparað helling, kostur við ZENNI er m.a. að þú getur pantað mörg eins gleraugu og notað í varahluti, ég t.d. keypti ein með bara venjulegu gleri afþví mig vantaði aðra umgjörð, man ekki nákvæmlega en var eitthvað helmingur+ af verði fyrri gleraugnanna sem voru 12þús. ég man ekki eftir að hafa 1sinni fundið varahluti í öll hin okurbúllu gleraugun sem maður keypti hérna áður.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Fös 22. Nóv 2024 13:26
af Dr3dinn
zenni gleruaugu, á 12x núna. (2x blue filter fyrir pc, sólgerlaugu, hlaupa osfr osfr)
Færð bara endurgreitt ef óánægður.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Fös 22. Nóv 2024 14:08
af Rafurmegni
Dr3dinn skrifaði:zenni gleruaugu, á 12x núna. (2x blue filter fyrir pc, sólgerlaugu, hlaupa osfr osfr)
Færð bara endurgreitt ef óánægður.
Ég get staðfest það. Það er klikkun að kaupa gleraugu í verslun á Íslandi. Zenni virkar frábærlega vel og þar sem ég er hálfgerður gleraugnaböðull (hef gaman af vinna með höndunum og stunda útivist) þá eru ekki hundrað í hættunni ef það fer neisti í glerið eða rispa.
Ég er með frekar flókin gleraugu, nærsýni og progressive lækkun á styrk fyrir lestur. Photochromic gler sem dökkna í birtu. Þetta kostaði minna en 10.000 kall. Sambærileg gleraugu kosta líklega 10 sinnum meira hérna heima.
Eina sem þarf að passa er að fá fjarlægð á milli augasteina (PD) hjá augnlækni þegar reseftið er gert.
Megni.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Þri 04. Mar 2025 13:33
af falcon1
Ég ætla að endurvekja þennan þráð þar sem ég fékk loks tíma hjá augnlækni og býst við að hann segi mér að ég þurfi ný gleraugu. Mín eru orðin líklega 5-7 ára gömul (hef farið 2-3 sinnum til augnlæknis á þessum tíma ) - kannski eitthvað eldri. En núna finnst mér eins og annað hvort hafi sjónin aðeins breyst eða gleraugun bara orðin of gömul til að ná hámarksgæðum sem ég get fengið út úr minni sjón. Ég er með sjónskekkju og fjarsýni og eitthvað svoleiðis rugl
Hvað mæla menn með í dag? Ég heyri að fólk panti erlendis frá en ég er hræddur um að umgjörðin muni þá ekki passa almennilega og svoleiðis, góða við að kaupa hérlendis er að maður getur fengið hjálp við að stilla gleraugun rétt á andlitið. Gleraugnabúðir gera það væntanlega ekki fyrir gleraugu sem eru ekki keypt hjá þeim.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 05. Mar 2025 08:47
af Jón Ragnar
Ef þú ert með Costco kort, þá er mjög fínn augnlæknir þar.
Gott verð á gleraugum þar einnig, oft afslættir af umgjörðum etc
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 05. Mar 2025 09:15
af Vaktari
falcon1 skrifaði:Ég ætla að endurvekja þennan þráð þar sem ég fékk loks tíma hjá augnlækni og býst við að hann segi mér að ég þurfi ný gleraugu. Mín eru orðin líklega 5-7 ára gömul (hef farið 2-3 sinnum til augnlæknis á þessum tíma ) - kannski eitthvað eldri. En núna finnst mér eins og annað hvort hafi sjónin aðeins breyst eða gleraugun bara orðin of gömul til að ná hámarksgæðum sem ég get fengið út úr minni sjón. Ég er með sjónskekkju og fjarsýni og eitthvað svoleiðis rugl
Hvað mæla menn með í dag? Ég heyri að fólk panti erlendis frá en ég er hræddur um að umgjörðin muni þá ekki passa almennilega og svoleiðis, góða við að kaupa hérlendis er að maður getur fengið hjálp við að stilla gleraugun rétt á andlitið. Gleraugnabúðir gera það væntanlega ekki fyrir gleraugu sem eru ekki keypt hjá þeim.
Hef góða reynslu af gleraugnabúðinni í glæsibæ Sjón gleraugnaverslun. Hafa reynst manni mjög vel eða allavega alltaf þegar það er eitthvað vesen með gleraugun hjá stráknum mínum. Er akkúrat sjálfur að fara til augnlæknis í næstu viku og geri ráð fyrir að ég þurfi að fá mér gleraugu aftur og þá fer ég eflaust bara í þessa gleraugnabúð. Þegar ég meina aftur að þá þurfti ég ekki að nota gleraugu lengur um tvítugt þá var sjóninn bara orðin það góð en núna finnst mér hún vera orðin eitthvað undarleg.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 05. Mar 2025 09:22
af worghal
konan var að skoða að kaupa ný gleraugu og það sem hún var að skoða hefði verið minst 80þ. hún fór svo á zenni og pantaði tvö stykki á 12 eða 15þ total og komið heim að dyrum á nokkrum dögum
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 05. Mar 2025 09:24
af rapport
Jón Ragnar skrifaði:Ef þú ert með Costco kort, þá er mjög fínn augnlæknir þar.
Gott verð á gleraugum þar einnig, oft afslættir af umgjörðum etc
Versta gleraugnaþjónusta sem ég hef fengið var þar, sjónmælingin var svo far off að ég fékk bara hausverk.
Mykita gleraugun mín (10+ ára) frá Sjáðu á Hverfisgötu eru bestu kaup sem ég hef gert.
Þau hjálpuðu mér líka við að fá gömlu gleraugun mín bætt (man ekki hvort það var heimilistrygging eða vinnuveitandi) en gleraugun fóru ill aí einhverju óhappi, man ekki hvað það var.
Man bara að þau þekktu ferlið og eiginlega bara græjuðu þetta að mestu.
Á líka gleraugu frá Zenni, ætlaði að vera sniðugur og panta tvískipt... og það kom skelfilega út, kassar á neðri hluta glerjanna... var samt að reyna að panta eitthvað fancy...
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Mið 05. Mar 2025 23:47
af Lexxinn
Jón Ragnar skrifaði:Ef þú ert með Costco kort, þá er mjög fínn augnlæknir þar.
Gott verð á gleraugum þar einnig, oft afslættir af umgjörðum etc
Þar er optiker (sjóntækjafræðingur) en ekki augnlæknir.
Er mjög sáttur og fer efluast aftur í sjónmælingu á sama stað og versla gleraugu af smartbuyglasses aftur.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Fim 06. Mar 2025 08:50
af Jón Ragnar
Lexxinn skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Ef þú ert með Costco kort, þá er mjög fínn augnlæknir þar.
Gott verð á gleraugum þar einnig, oft afslættir af umgjörðum etc
Þar er optiker (sjóntækjafræðingur) en ekki augnlæknir.
Heyrðu já, þetta er alveg rétt, ég var með einhverja viteysu í kollinum
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Fim 06. Mar 2025 09:18
af Kongurinn
Keypti mér einmitt gleraugu af zennioptical, fór ekki í neina mælingu né neitt "reiknaði" bara þetta PD í gegnum síðuna í gegnum webcam.
Hef aðeins notað linsur seinustu 10 ár örugglega en núna er barn á leiðinni og vantaði gleraugu til að nota á næturnar t.d og nennti ekki alveg að henda miklum pening þannig pantaði bara -4.5 einsog ég nota í linsum og vonaði það besta, 7k heimkomið.
Gleraugun komu í gær og jú sé vel með þeim en á sama tíma þegar ég hreyfi hausinn eða horfi í kringum mig þá finnst mér ég verða ringlaður og einsog allt sé á hreyfingu, mögulega smá svona fisheye dæmi. Annaðhvort er þetta bara eftir að hafa einungis notað linsur og ég þarf að venjast gleraugunum, eða hvort t.d PD sé vitlaust eða eitthvað svoleiðis.
Ætla nota gleraugun á kvöldin núna og gefa þessu 1-2 vikur í að reyna venjast en ef þetta lagast ekki er það sjónmæling og punga út í önnur gleraugu frá Zenni/Smartbuyglasses einsog hjalti mælti með, og þá með réttum mælingum.
Re: Kaupa gleraugu
Sent: Fim 06. Mar 2025 09:21
af Vaktari
Er alveg hissa að margir leggi í að kaupa sér gleraugu á netinu. Hvað ef þau passa svo ekkert við mann? Útlitslega séð þar að segja