Síða 1 af 1

Af hverju hlutabréfamarkaðurinn er að fara til fjandans (aftur)

Sent: Þri 26. Mar 2024 02:41
af jonfr1900
Þetta er frá kvikmyndinni The big short (er á Disney+ og einnig hægt að kaupa á DVD/blu-ray).



Þetta er nokkurra ára gamalt en það hefur ekkert breyst á þessum mörkuðum.

Re: Af hverju hlutabréfamarkaðurinn er að fara til fjandans (aftur)

Sent: Þri 26. Mar 2024 07:33
af Mossi__
Kauptækifæri.

Re: Af hverju hlutabréfamarkaðurinn er að fara til fjandans (aftur)

Sent: Þri 26. Mar 2024 09:21
af Hjaltiatla
Þessi mynd fjallaði um hóp fjárfesta sem veðjuðu gegn húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum og eignabólu sem blásin var upp af áhættulánum.
Síðan sprakk bólan og hafði áhrif á hlutabréfamarkaðinn (þannig skildi ég þessa mynd).

Reyndar eru breytt lög á Íslandi hvað varðar bankakerfið og get ekki betur séð að Seðlabankinn á Íslandi sé að passa uppá að aðilar geti ekki spennt bogann of mikið.

Þú sagðir á "Þessum" mörkuðum sem er ansi víðtæk skilgreining og við upplifum oft hlutina frá okkar sjónarhorni sem er alveg gott og gilt en alltaf betra að rökstyðja sitt mál svo aðrir átti sig á því hvað þú ert að fara.

Re: Af hverju hlutabréfamarkaðurinn er að fara til fjandans (aftur)

Sent: Þri 26. Mar 2024 11:34
af CendenZ
Hjaltiatla skrifaði:Þessi mynd fjallaði um hóp fjárfesta sem veðjuðu gegn húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum og eignabólu sem blásin var upp af áhættulánum.
Síðan sprakk bólan og hafði áhrif á hlutabréfamarkaðinn (þannig skildi ég þessa mynd).

Reyndar eru breytt lög á Íslandi hvað varðar bankakerfið og get ekki betur séð að Seðlabankinn á Íslandi sé að passa uppá að aðilar geti ekki spennt bogann of mikið.

Þú sagðir á "Þessum" mörkuðum sem er ansi víðtæk skilgreining og við upplifum oft hlutina frá okkar sjónarhorni sem er alveg gott og gilt en alltaf betra að rökstyðja sitt mál svo aðrir átti sig á því hvað þú ert að fara.


bypassið er að lán til tengdra aðila geta farið i gegnum aðra sjóði, td. tryggingafélög.
Hvaða bankar eru aftur að kaupa tryggingafélög i þeim tilgangi að komast í sjóði til að lána meira til tengdra aðila ? :happy

Re: Af hverju hlutabréfamarkaðurinn er að fara til fjandans (aftur)

Sent: Þri 26. Mar 2024 16:27
af Jón Ragnar
Það er bara frábær markaður í dag.

Gott gengi á Crypto einnig :)

Re: Af hverju hlutabréfamarkaðurinn er að fara til fjandans (aftur)

Sent: Þri 26. Mar 2024 17:44
af jonfr1900
Jón Ragnar skrifaði:Það er bara frábær markaður í dag.

Gott gengi á Crypto einnig :)


bender meme - laugh.jpeg
bender meme - laugh.jpeg (147.38 KiB) Skoðað 2610 sinnum