Gáfuleg PC pæling 2024

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Gáfuleg PC pæling 2024

Pósturaf jonsig » Mið 20. Mar 2024 22:50

Sælir.
Ég held að ég hafi fundið PC pælingu sem mér finnst alls ekki heimskuleg.
Sá þessa grein:
What is the Paper Ceiling? And How Does It Affect DEI&B?

Annað en heimskulega glerþakið hjá femnatzi þá erum við komin í pælinguna um pappírsþakið !

Þetta er kannski spurning um ofgreiningu á hlutunum.
En það vantar talenta allstaðar í atvinnulífið og kannski er menntasnobbið að skemma hreinlega fyrir atvinnurekendum ?


https://www.tearthepaperceiling.org/the-paper-ceiling



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gáfuleg PC pæling 2024

Pósturaf jonsig » Fim 21. Mar 2024 15:34

rapport skrifaði:


Enginn með skoðun á þessu ? Hélt að ég væri farinn að vera sammála sumum hérna á vaktinni loksins. Þá er allt hljótt eins og gröfin :-k



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7072
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1008
Staða: Tengdur

Re: Gáfuleg PC pæling 2024

Pósturaf rapport » Fim 21. Mar 2024 16:56

Fyrst þú taggar mig, þá hef ég sömu eða svipaða skoðun, að hæfni ætti að ráða en ekki hæfi.

Rétt eins og við erum hrædd við kínverska bílstjóra sem fengu skírteini eftir að hafa náð prófi í ökuhermi þá ættum við að hræðast fagfólk án reynslu, sem lærði bara af bókum.

Verkvit er verðmætt því það kemur í veg fyrir sóun.

Að gera hárréttu hlutina rangt er betra en að gera röngu hlutina hárrétt.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gáfuleg PC pæling 2024

Pósturaf jonsig » Fim 21. Mar 2024 19:45

Af hverju eru ekki allir að slefa yfir þessu ? Þetta er með því eina sem ég gæti kallað PC og hugsanlega sé skaðlegt samfélaginu svona menning.

Kannski glerþakið sé þekktara því þar eru hvítar menntaðar konur enn eina ferðina fórnarlömb ?



Skjámynd

rostungurinn77
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Gáfuleg PC pæling 2024

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 21. Mar 2024 20:22

Svona greinar hafa margoft birst áður þar sem bent er á ofuráhersluna á háskólamenntun fyrir störf sem sannarlega krefjast ekki háskólamenntunar.

Fyrirtækin tapa alveg jafn mikið á því og einstaklingarnir að rétt fólk sé ekki ráðið til starfa. Svona lagað verður því miður til vegna þess að þau í mannauðsdeildinni skilja ekki starfið og hlutverk þess innan fyrirtækisins og/eða stjórnandi deildarinnar ekki heldur.

Ég bíð spenntari eftir greininni um það hvernig Mannauðsdeildin sé of einsleit og hvernig það skaðar fyrirtækið þitt. Meðan ég skrifa þessi orð þá rennur það upp fyrir mér að þessi grein hefur eflaust verið skrifuð oft, ég hef bara ekki séð þær.