Lenovo T14 og dokka

Allt utan efnis

Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Lenovo T14 og dokka

Pósturaf ColdIce » Fim 08. Feb 2024 11:15

Daginn.

Þetta er frekar vandræðalegt en vinnan keypti T14 faryölvur og dokkur. Dokkan er tengd í power og svo usb-c í tölvurnar. Tölvan hleður en ekkert virkar með dokkunni. Ekki ljós á lyklaborði né öðru. Sótti Lenovo dock manager en hún finnst ekki. Ef tölvan er plögguð í boot þá kemur upp ac power wattage lowet than blabla melding.
Einhverjar hugmyndir?


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1822
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo T14 og dokka

Pósturaf Snorrmund » Fim 08. Feb 2024 12:07

Á minni lenovo þá skiptir máli hvaða usb c tengi er notað til að tengjast dokku. Ertu búinn að prufa önnur usb c port ?Skjámynd

NonniPj
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Þri 05. Mar 2013 23:06
Reputation: 2
Staðsetning: Íslandi
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo T14 og dokka

Pósturaf NonniPj » Fim 08. Feb 2024 12:13

Eins og fyrri ræðumaður nefnir, spurning hvort þú sért búin/n að tengja við rétt USB-C tengi, hjá mér er t.d. mynd af tölvu hjá "Data USB-C" tenginu mínu, en engin mynd hjá öðru.


if (human.mass > earth.mass)
earth.explode();

Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo T14 og dokka

Pósturaf asgeireg » Fim 08. Feb 2024 13:49

Skiptir líka máli að usb-c snúran í dokkuna sé í réttu tengi, aftan á henni, það er mynd af tölvu á því.


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo T14 og dokka

Pósturaf TheAdder » Fim 08. Feb 2024 13:51

Er þessi dokka líka pottþétt að gefa út nægilegt afl fyrir þessar vélar? Ég hef séð svona viðvaranir þegar spennugjafinn er ekki að afhenda aflið sem vélin vill fá.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Sizzet
Nörd
Póstar: 127
Skráði sig: Þri 03. Jan 2017 15:11
Reputation: -2
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo T14 og dokka

Pósturaf Sizzet » Fim 08. Feb 2024 14:03

Hæhæ

Hvernig dokku fékkstu með tölvunni?
Yfirleitt eru dokkurnar með 90W eða 135W straumbreyti sem er nægilegur straumur til að hlaða tölvuna.
T14 vélin er með tvö usb-C port. Bæði portin ættu að virka.
Endilega sækja Lenovo Commercial Vantage í microsoft store og leita eftir uppfærslum meðan þú ert með tölvuna tengda í dokkuna.

MBK


AMD Ryzen 7 2700X @3.7GHz / 16GB Patriot Memory DDR4 @ 3,192 MHz / ASRock AB350 Pro4 / GASUS STRIX GeForce GTX 980 4GB / 250 GB Samsung SSD 840 EVO & 2TB HDD / NZXT H500 / Steelseries Apex M750 / SteelSeries Rival 310