Monní fjármálaráðgjöf...

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5585
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1050
Staða: Ótengdur

Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf appel » Fim 25. Jan 2024 23:36

Hvað gera vaktarar við sparnað sinn í dag? Geyma á reikning, fara í hlutabréf, fara í ríkisskuldabréf, kaupa á nasdaq eða geyma í dýnunni?


*-*


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf Dúlli » Fim 25. Jan 2024 23:41

Geyma á reikning, ef nægilegt magn til staðar kaupa eign.




Semboy
1+1=10
Póstar: 1117
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 105
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf Semboy » Fös 26. Jan 2024 01:15

Af launin 20% inná Dow, 10% inná höfuðstóll + séreignissparnar, 6.5% inná 5 erlent bréf,
3% inná bitcoin og af og til inná 1 innlent bréf(Lána ríkinu).


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3139
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 541
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 26. Jan 2024 07:12

Sjálfur greiði ég hluta af sparnaði inná fasteignarlán og Vanguard S&P 500 (VUAA) ETF hlutabréfasjóð sem ég versla í gegnum interactive brokers.


Just do IT
  √


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf vesley » Fös 26. Jan 2024 15:15

Eiga á ólæstri bók það sem samsvarar 2-3 mánuðum af tekjum í varasjóð.
Undanfarið greiddi ég aukalega á bílalán og greiddi það upp á ca 3földum hraða.
Hef svo sett eitthvað í hlutabréf. (Alvotech/Amaroq) bréf til að eiga til lengri tíma.
Og víst ég kláraði bílalánið hugsa ég að ég mun kroppa eitthvað í húsnæðislánið aukalega á meðan vextir eru svona háir.



Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 209
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf cocacola123 » Lau 27. Jan 2024 10:58

vesley skrifaði:Eiga á ólæstri bók það sem samsvarar 2-3 mánuðum af tekjum í varasjóð.
Undanfarið greiddi ég aukalega á bílalán og greiddi það upp á ca 3földum hraða.
Hef svo sett eitthvað í hlutabréf. (Alvotech/Amaroq) bréf til að eiga til lengri tíma.
Og víst ég kláraði bílalánið hugsa ég að ég mun kroppa eitthvað í húsnæðislánið aukalega á meðan vextir eru svona háir.


Ég myndi gera eins og Vesley ef ég myndi ekki alltaf eyða sparnaðarfénu í coolbet.
Einn daginn mun ég vinna stórt.


Drekkist kalt!

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7403
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1128
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf rapport » Lau 27. Jan 2024 11:03

cocacola123 skrifaði:
vesley skrifaði:Eiga á ólæstri bók það sem samsvarar 2-3 mánuðum af tekjum í varasjóð.
Undanfarið greiddi ég aukalega á bílalán og greiddi það upp á ca 3földum hraða.
Hef svo sett eitthvað í hlutabréf. (Alvotech/Amaroq) bréf til að eiga til lengri tíma.
Og víst ég kláraði bílalánið hugsa ég að ég mun kroppa eitthvað í húsnæðislánið aukalega á meðan vextir eru svona háir.


Ég myndi gera eins og Vesley ef ég myndi ekki alltaf eyða sparnaðarfénu í coolbet.
Einn daginn mun ég vinna stórt.


Þegar það er orðið svona compulsive að veðja þá getur fólk ekki hætt þegar það loksins vinnur stórt, fer bara að veðja meiru og skilar ljótt til baka því sem það vann.

Bara byrja strax að hætta þessu, minnka um helming og leggja í sparnað, þegar þú sérð hann fara að taka við sér þá verður þú líklega fljótt hooked á sparnaðaraðferðum.




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf halldorjonz » Lau 27. Jan 2024 20:09

rapport skrifaði:
cocacola123 skrifaði:
vesley skrifaði:Eiga á ólæstri bók það sem samsvarar 2-3 mánuðum af tekjum í varasjóð.
Undanfarið greiddi ég aukalega á bílalán og greiddi það upp á ca 3földum hraða.
Hef svo sett eitthvað í hlutabréf. (Alvotech/Amaroq) bréf til að eiga til lengri tíma.
Og víst ég kláraði bílalánið hugsa ég að ég mun kroppa eitthvað í húsnæðislánið aukalega á meðan vextir eru svona háir.


Ég myndi gera eins og Vesley ef ég myndi ekki alltaf eyða sparnaðarfénu í coolbet.
Einn daginn mun ég vinna stórt.


Þegar það er orðið svona compulsive að veðja þá getur fólk ekki hætt þegar það loksins vinnur stórt, fer bara að veðja meiru og skilar ljótt til baka því sem það vann.

Bara byrja strax að hætta þessu, minnka um helming og leggja í sparnað, þegar þú sérð hann fara að taka við sér þá verður þú líklega fljótt hooked á sparnaðaraðferðum.


Allt rétt þegar þu ert leggja 100 evrur undir og loksins vinnur 50þus evrur þa byrjaru bara gera 500+ evru bet #-o




Semboy
1+1=10
Póstar: 1117
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 105
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf Semboy » Sun 28. Jan 2024 06:57

Jafnvel Isaac Newton prófaði þennan leik árið 1722, hann hélt hann gæti notað starfræði til að reikna út hvað mun gerast fram í tíma og setti allt lausafé sitt á eitt bréf og tapaði öllu.
Og svo er líka Daníel Drew sem var bondi. varð mold ríkur á því að fjárfesta í járnbrautarviðskipti fyrir farþega og var mjög klár að stjórna markaðnum gegnum Wall Street. Hann tapar öllu og flytur svo inn til sonar síns. En off topic haldiði Járnbraut fyrir farþega gæti snúið tilbaka í U.S ?


hef ekkert að segja LOL!


Frikkasoft
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf Frikkasoft » Sun 28. Jan 2024 10:50

Ef þú átt auka pening aflögu í hverjum mánuði þá myndi ég gera þetta við peningin (í þessari röð)

1. Safna í varasjóð sem dekkar amk 3 mánuði
2. Borga upp allar skuldir (yfirdrátt, raðgreiðslur, bíl, etc)
3. Borga upp allar aðrar skuldir (fasteignalán/lín)
4a. Fjárfesta í erlendum vísitölusjóðum (sem bera lág árlegt gjöld).
4b. Fjárfesta í eign til að leigja út.

Ég er kannski íhaldssamari en flestir, en ég myndi alltaf borga upp allar skuldir áður en ég fer í fjárfestingar. Með okkar gríðarlega háu vexti og oft verðtryggðar skuldir þá er það ekki áhættunar virði að vona að aðrar fjárfestingar skili betri ávöxtun en þesssi lán.

Þegar þú klárar 1,2,3 þá ertu 100% skuldlaus þá hefuru 2 kosti, annaðhvort fjárfesta í (4a) hlutabréfum/sjóðum eða (4b) kaupa fasteign til að leigja út. Persónulega myndi ég byrja á 4a og sjá svo til hvort 4b hentar þér. Líklega er best að dreifa áhættuni og gera bæði.

Með fjárfestingar almennt þá snýst þetta um að dreifa áhættuni, þal. myndi ég forðast það að kaupa bréf í stökum fyrirtækjum heldur frekar kaupa í vísitölusjóðum sem bera lágan árlegan kostnað. T.d er Vanguard S&P 500 (VUAA) ETF sem Hjaltiatla bendir á mjög góður sjóður þar sem þú borgar bara 0.07% í árlegan kostnað. Sambærilegur kostnaður í íslenskum vísitölusjóði sem fjárfestir í erlendum bréfum í kringum 1+% og það getur munað gríðarlegu á þessum kostnaði þegar þú ert að tala um að fjárfesta til lengri tíma.


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3139
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 541
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 28. Jan 2024 11:53

Frikkasoft skrifaði:Ég er kannski íhaldssamari en flestir, en ég myndi alltaf borga upp allar skuldir áður en ég fer í fjárfestingar. Með okkar gríðarlega háu vexti og oft verðtryggðar skuldir þá er það ekki áhættunar virði að vona að aðrar fjárfestingar skili betri ávöxtun en þesssi lán.


Mjög gott að þekkja sitt áhættuþol og miða sínar fjárestingar við þann sálfræði þátt,það er nefnilega ekki allt 100% tölfræði þegar kemur að persónulegum fjármálum.
Eins og ég hef hugsað hlutina og ég er ekki með önnur lán og á minn varasjóð þá ákvað ég að setja sirka 50% af sparnaði í að greiða inná fasteignarlán og 50% í að greiða í S&P 500 VUUA ETF sjóð. Mér líður betur að geta losað VUUA fjárfestinguna ef til þess kæmi frekar en að þurfa að endurfjármagna lán á húsnæði eða taka lán ef ég þyrfti meira fjármagn en varasjóð á einhverjum tímapunkti.
Hef verið að fjárfesta í VUUA frá því 1.júní 2022 og það hefur borgað sig meðan ég er að greiða 4,25 % vexti af óverðtryggðu fasteignarláni með fasta vexti sem ég þarf reyndar að endurfjármagna 1.september 2024. Mun alvarlega skoða það að Nota VUUA fjárfestinguna til að greiða aukalega inná fasteignarlán á þeim tímapunkti ef vextir á fasteignarlánum er brjálað háir.
Ég reyni einfaldlega að lesa í stöðuna hverju sinni og sjá hvað hentar mér. Það er líka ákveðinn lærdómur að prófa að fjárfesta í gegnum Interactive brokers og það má horfa á það sem fjárfestingu í ákveðnum lærdómi sem maður þarf ekki að hoppa beint í djúpu laugina með þegar maður hefur loksins klárað að greiða upp fasteignarlán.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 28. Jan 2024 12:10, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1175
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 165
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf g0tlife » Sun 28. Jan 2024 12:33

Það sem gleymist oft líka að tala um er það er holt að casha út og byrja aftur. Þegar ég og konan stækkuðum við okkur þá cashaði ég allt út og gat keypt stærri eign. Núna fer mest allt í að greiða niður lánið sem ég tók. Þegar það lán er orðið þægilegt þá fer ég aftur í hlutabréf, innlenda hlutabréfasjóðir (Stefnir) og bitcoin t.d.

Það sem ég meina er að casha út, breyta um taktík er gott. Ekki festast í einhverju og aldrei njóta góðs af því.

En alltaf eiga tvo - þrjá mánuði af launum til öryggis ef það kemur eitthvað upp á.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3139
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 541
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 03. Feb 2024 09:16

Alltaf gaman að pæla í hvernig vaxtavextir virka :)

T.d miðað við þær forsendur að ef maður sparar $10K árlega og fá 7% ávöxtun þá tekur 7,84 ár að eignast $100K.

Þegar maður er komin uppí $100K þá tekur eingöngu 5,1 Ár að eignast $200K (fara úr $100K í $200K í eign) miðað við sömu forsendur.

Þegar maður er kominn í $200K þá tekur eingöngu 3,78 ár að eiga $300K (fara úr $200K í $300K í eign).

Sem segir manni hversu miklu máli að snjóboltinn stækki sem allra fyrst.

Hægt að leika sér með tölur í þessari reiknivél.
https://www.thecalculatorsite.com/finance/calculators/compoundinterestcalculator.php


Just do IT
  √


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Monní fjármálaráðgjöf...

Pósturaf AntiTrust » Mán 05. Feb 2024 14:35

Tek 10% af launum og splitta því svo 70/20/10 á milli Katla Fund sjóðsins hjá Stefni, Verðtryggð Ríkisskuldabréf og 10% af 10% (klinkið) fer svo bara í að leika sér í high-risk daytrading, enda peningur sem má tapast án þess að valda vandræðum - en skemmtilegra en að hanga á TikTok, hvort sem það endar í gróða eða tapi.