Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 16:18

Það er gaman að sjá að smærri aðilar hugsi um að koma sínum vörum- og þjónustu á framfæri gagnvart ríkinu, opinber innkaup eru um 15% af landsframleiðslu.

Spennandi að sjá Mii búðina taka þátt, þeirra vöruúrval af aukahlutum er svo allt öðruvísi en hjá hinum, mikið af snjalltækjum sem ég get ímyndað mér að séu handhæg við kennslu t.d. snjalltæki/símar með hitamyndavélum, smásjár ofl. ofl.

Svo var löngu tímabært að sjá valkost þar sem sjálfbærni og endurnýting er grunnstefið. Held að Fjölsmiðjan eigi eftir að gera góða hluti með sínu vöruúrvali en líka bara uppá að geta núna unnið betur og nánar með opinberum aðilum með að taka á móti tækjum til förgunar eða endurnýtingar með öruggum hætti.

https://www.rikiskaup.is/is/innkaup_og_ ... -equipment


p.s. minni alla á að prófa að versla við Fjölsmiðjuna og skila gömlu stöffi til þeirra, það er oft ótrúlegt hvað þeir eiga til.




halipuz1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 39
Staða: Tengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf halipuz1 » Mán 08. Jan 2024 16:41

Verð að segja ég er ánægður að sjá OK þarna. Mér finnst mjög gott að skipta við þetta fyrirtæki hjá þeirri stofnun sem ég vinn hjá. En ég verð samt að segja að það er ennþá mikið bruðl með skattpeningana okkar hvað varðar að nýta hlutina. En samt ekki óhjákvæmilegt að skipta út eldri vélum sem styðja ekki W11.

Dæmi: Fann skjá sem ein deild keypti, svo var eitthvað ekki í lagi með hann skv notanda og þau bara settu hann í ruslið. Ég tók skjáinn og var bara ekkert að honum - samt búið að panta nýjann strax. Finnst það bara ekki í lagi... Tók skjáinn heim og nota hann í Work from Home þannig hann nýttist allavega :)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 16:52

halipuz1 skrifaði:Verð að segja ég er ánægður að sjá OK þarna. Mér finnst mjög gott að skipta við þetta fyrirtæki hjá þeirri stofnun sem ég vinn hjá. En ég verð samt að segja að það er ennþá mikið bruðl með skattpeningana okkar hvað varðar að nýta hlutina. En samt ekki óhjákvæmilegt að skipta út eldri vélum sem styðja ekki W11.

Dæmi: Fann skjá sem ein deild keypti, svo var eitthvað ekki í lagi með hann skv notanda og þau bara settu hann í ruslið. Ég tók skjáinn og var bara ekkert að honum - samt búið að panta nýjann strax. Finnst það bara ekki í lagi... Tók skjáinn heim og nota hann í Work from Home þannig hann nýttist allavega :)


Þar sem ég hef verið í gegnum tíðina þá er öll bilanagreining unnin af tölvudeildinni áður en nokkuð tæki er endurnýjað.

En oft er tækjum sem virka skipt út t.d. skipti LSH um þúsundir tölvuskjáa á sínum tíma til að nýr módúll í Sögukerfinu gæti fúnkerað almennilega s.s. skipti út öllum skjám sem voru með verri upplausn en 1280x1024 og minni en 19", en þá var enn þúsundir 1024x768 skjáir í notkun eða 17" skjáir með 1280x1024 upplausn. Þetta var um svipað leiti og Windows 7 var innleitt hjá LSH, líklega um 2010-2011.

En það verður að hafa í huga að það er líka virkilega dýrt að hafa einhvern á fullum launum, milljon á mánuði + fjárfesting í húsgögnum og búnaði... sem svo nær ekki 100% afköstum því tölvan eða skjárinn er ekki up-to-par.

Þegar notandi er orðinn pirraður á tölvu eða skjá, þá er nær alltaf ástæða til að koma því í lag og oft er ódýrara að kaupa tvo nýja 60þ.kr. 27" 1440p skjái á örmum frekar en að fara út í ítarlega bilanaleit, senda dót í viðgerð o.s.frv. með tilheyrandi truflun á störfum viðkomandi NEMA geta skaffað góðan lánsbúnað á meðan.
Síðast breytt af rapport á Mán 08. Jan 2024 16:53, breytt samtals 1 sinni.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf Manager1 » Mán 08. Jan 2024 17:14

Hvernig getur Tölvulistinn boðið 53.800 þegar allir hinir eru í kringum 900.000?




halipuz1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 39
Staða: Tengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf halipuz1 » Mán 08. Jan 2024 17:39

rapport skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Verð að segja ég er ánægður að sjá OK þarna. Mér finnst mjög gott að skipta við þetta fyrirtæki hjá þeirri stofnun sem ég vinn hjá. En ég verð samt að segja að það er ennþá mikið bruðl með skattpeningana okkar hvað varðar að nýta hlutina. En samt ekki óhjákvæmilegt að skipta út eldri vélum sem styðja ekki W11.

Dæmi: Fann skjá sem ein deild keypti, svo var eitthvað ekki í lagi með hann skv notanda og þau bara settu hann í ruslið. Ég tók skjáinn og var bara ekkert að honum - samt búið að panta nýjann strax. Finnst það bara ekki í lagi... Tók skjáinn heim og nota hann í Work from Home þannig hann nýttist allavega :)


Þar sem ég hef verið í gegnum tíðina þá er öll bilanagreining unnin af tölvudeildinni áður en nokkuð tæki er endurnýjað.

En oft er tækjum sem virka skipt út t.d. skipti LSH um þúsundir tölvuskjáa á sínum tíma til að nýr módúll í Sögukerfinu gæti fúnkerað almennilega s.s. skipti út öllum skjám sem voru með verri upplausn en 1280x1024 og minni en 19", en þá var enn þúsundir 1024x768 skjáir í notkun eða 17" skjáir með 1280x1024 upplausn. Þetta var um svipað leiti og Windows 7 var innleitt hjá LSH, líklega um 2010-2011.

En það verður að hafa í huga að það er líka virkilega dýrt að hafa einhvern á fullum launum, milljon á mánuði + fjárfesting í húsgögnum og búnaði... sem svo nær ekki 100% afköstum því tölvan eða skjárinn er ekki up-to-par.

Þegar notandi er orðinn pirraður á tölvu eða skjá, þá er nær alltaf ástæða til að koma því í lag og oft er ódýrara að kaupa tvo nýja 60þ.kr. 27" 1440p skjái á örmum frekar en að fara út í ítarlega bilanaleit, senda dót í viðgerð o.s.frv. með tilheyrandi truflun á störfum viðkomandi NEMA geta skaffað góðan lánsbúnað á meðan.


Lauk rétt alveg! Gott innlegg :)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 17:57

Manager1 skrifaði:Hvernig getur Tölvulistinn boðið 53.800 þegar allir hinir eru í kringum 900.000?


Kannski er þeirra tilboð í öðrum gjaldmiðli, oft allskonar skrítið í svona framsetningu... eða bara innsláttarvilla.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 872
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf jonsig » Mán 08. Jan 2024 19:11

Er ekki bara upplýst verðsamráð milli þessara í 900þ klúbbnum ? Finnst þetta voða svipuð verð.

Fyrst þú ert svona inní ríkisverkefnunum.
Hvenar verður gangsett þjónustunúmerið "55-SEND-TO-GULAG" sem ég bað um til að tilkynna nágranna og svoleiðis ?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Mán 08. Jan 2024 21:13

jonsig skrifaði:Er ekki bara upplýst verðsamráð milli þessara í 900þ klúbbnum ? Finnst þetta voða svipuð verð.

Fyrst þú ert svona inní ríkisverkefnunum.
Hvenar verður gangsett þjónustunúmerið "55-SEND-TO-GULAG" sem ég bað um til að tilkynna nágranna og svoleiðis ?


Hér er háleynilegur hópur á FB sem sérhæfir sig í að svara svona spurningum...
https://fb.me/g/p_GeM9pawngbLWxdhH/diTbtSFz?ref=share



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 872
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf jonsig » Mán 08. Jan 2024 23:24

Einhver sneaky linkur ? Ætla samt að smella á hann



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Loksins - einhver framþróun í opinberum innkaupum á tölvustöffi

Pósturaf rapport » Þri 09. Jan 2024 00:09

jonsig skrifaði:Einhver sneaky linkur ? Ætla samt að smella á hann


Þetta er beint samband við Löðregluna hjá Höfuðborgarsvæðinu