Síða 1 af 1

Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Fös 20. Okt 2023 10:53
af Hjaltiatla
Bandaríski verslunarrisinn Amazon segist vera að prufukeyra vélmenni í vöruhúsum sínum. Vélmennið ber nafnið Digit og er með fætur og handleggi sem það notar til að hreyfa sig, grípa og meðhöndla vörur á svipaðan hátt og menn gera.

Amazon segist vera að prufukeyra vélmennin til að geta leyst starfsfólk af hólmi og betur þjónustað viðskiptavini sína.

https://vb.is/frettir/velmenni-prufukeyrd-i-voruhusum-amazon/


Eruði með skoðun á vélmennavæðingunni sem leysir starfsfólk af hólmi ?

Re: Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Fös 20. Okt 2023 11:01
af appel
Hjaltiatla skrifaði:
Bandaríski verslunarrisinn Amazon segist vera að prufukeyra vélmenni í vöruhúsum sínum. Vélmennið ber nafnið Digit og er með fætur og handleggi sem það notar til að hreyfa sig, grípa og meðhöndla vörur á svipaðan hátt og menn gera.

Amazon segist vera að prufukeyra vélmennin til að geta leyst starfsfólk af hólmi og betur þjónustað viðskiptavini sína.

https://vb.is/frettir/velmenni-prufukeyrd-i-voruhusum-amazon/


Eruði með skoðun á vélmennavæðingunni sem leysir starfsfólk af hólmi ?

Ég held að svona róbótar eigi mjög langt í land með að vera "betri" en manneskja. Enn sem komið er þá er manneskja mun gáfaðri, hraðari og ódýrari. Það er ódýrara að vera með manneskju heldur en svona róbóta. Allavega enn sem komið er. Get alveg étið þessi orð ofan í mig eftir 15-20 ár. En einsog staðan er núna er manneskja generalized machine sem getur sinnt hverskonar specialized störfum. Svona róbótar geta bara sinnt einstökum specialized störfum sem þeir eru hannaðir fyrir og eru ekki generalized, þú getur ekki sagt róbótanum að skúra gólfið, en manneskja gæti það.

Re: Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Fös 20. Okt 2023 12:17
af urban
appel skrifaði:Svona róbótar geta bara sinnt einstökum specialized störfum sem þeir eru hannaðir fyrir og eru ekki generalized, þú getur ekki sagt róbótanum að skúra gólfið, en manneskja gæti það.


Auðvitað er þetta ekki 100% lausn fyrir öll störf heimsins.
En málið er bara að þetta þarf ekki að vera það.
Ef að róbótinn er hannaður og þörf á honum í starf, þá á hann ekki að leysa önnur störf, hann á að vinna sitt starf 24/7

T.d. einsog þetta með að geta ekki sagt róbótanum að skúra gólfið, hann er svo hannaður fyrir starfið sem að hann átti að gera.
Það eru töluverðar líkur á því að það þurfi að skúra gólfið útaf því að manneskja missti eitthvað.

Fyrir utan, það er hægt að kalla í skúringaróbót í þetta.

Þetta er framtíðin sem að er nú þegar mætt í óhemju mörg störf.
Bara spurning um hvað róbótar og AI eiga eftir að taka yfir stóran hluta starfa.

Hvernig finnst mér það.
Ömurlegt á meðan að eitthvað álíka og UBI er ekki komið.
Verður auðvitað að fara að skattleggja framleiðslu en ekki bara laun starfsfólks, capitalisminn á eftir að snarfækka störfum á næstu 20 árum með róbótum og AI á kostnað vinnandi fólks.
Auðvitað koma einhver ný störf í staðin, en það er alveg öruggt mál að óhemju mikill fjöldi starfa á eftir að hverfa á næstu áratugum.

Re: Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Fös 20. Okt 2023 13:34
af Frussi
Vélmenni eru frábær
Vélmenni+late stage capitalism er martröð

Re: Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Fös 20. Okt 2023 18:48
af rapport
Er Innnes á Íslandi ekki enn sjálfvirkara en þetta þegar í heildina er litið?

Eða jafnvel gamli birgðaróbotinn hjá SÓL sem framleiddi ÍsCóla

Re: Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Lau 21. Okt 2023 09:30
af Templar
Brilliant, engin verkföll og væl.

Re: Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Sun 22. Okt 2023 19:14
af Hjaltiatla
Þetta verður áhugaverð framtíð finnst mér :)

Það var komið inná ágætis punkta í Kveik í vikunni að aðlaga menntakerfið að tólum og tækjum sem eru nú þegar í notkun í raunveruleikanum og ekki treysta eins mikið á utanbókarlærdóm til að ná prófum. Það eru aðrir hæfileikar sem uppkomandi kynslóðir þurfa tileinka sér og eðlilega þarf að aðlagast þeim breytingum.

Re: Vélmenni prufukeyrð í vöruhúsum Amazon

Sent: Sun 22. Okt 2023 21:25
af JReykdal
Róbótar eru löngu byrjaðir í þessu.

Munurinn er líklega sá að róbótinn er að athafna sig í umhverfi hannað fyrir manneskjur en ekki í sérhæfðu róbótaumhverfi.

Sjá t.d. þetta: