Síða 1 af 1

Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Lau 30. Sep 2023 21:14
af Semboy
Ég er með viðskipti hjá íslands og Arion.
Ég bara skil ekki afhverju íslandsbanki getur ekki gefið manni svígrúm fyrir lán á betri kjörum?
t.d þetta að vera í veði 2.

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Lau 30. Sep 2023 23:59
af worghal
ég var með húsnæðislánin hjá landsbankanum á sínum tíma og vildi endurfjármagna á nýju fasteignamati og sameina lán en landsbankinn gat það ekki fyrr en eftir sumarið, íslandsbanki var með svipuð svör og ég spurði arion og ég gat endurfjármagnað á nýju fasteignamati daginn eftir hjá þeim.

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Sun 01. Okt 2023 10:24
af einarhr
Var búin að vara viðskiptavinur í Arion-Kaupþing-Búnaðarbankanum síðan ég var krakki og byrjaði að vinna. Öll launin mín voru lögð inn í þetta bankaskrípi þangað til 2015 þegar ég bað um 500 þús yfirdrátt þar sem ég fékk ekki launin mín vegna hálfvita sem ég var að vinna fyrir og fékk bara nein við getum ekkert hjálpað.

Arion er ömurlegur banki og mæli ekki með að eiga viðskipti við hann, við hjónin færðum öll okkar bankaviðskipti til Sparisjóðs Höfðhverfinga og sjáum ekki eftir því þó svo að það sé ekkert útibú hér í Rvk, það skiptir engu máli þegar maður fær frábæra þjónustu í gegnum síma td.

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Sun 01. Okt 2023 11:28
af nidur
Kíkti á vaxtatöflur bankanna, yfirdrættir komnir í 17% sæll.

En þessi spurning með hver er bestur, þetta er bara þjónustan sem er í boði.

Það á ekkert að hika við að breyta um þjónustuaðila ef þú færð ekki það sem þú vilt.

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Sun 01. Okt 2023 11:31
af Hjaltiatla
Semboy skrifaði:Ég er með viðskipti hjá íslands og Arion.
Ég bara skil ekki afhverju íslandsbanki getur ekki gefið manni svígrúm fyrir lán á betri kjörum?
t.d þetta að vera í veði 2.


Viðurkenni ég er ekki alveg að skilja samhengið hvert þú ert að fara með að segja að lán sé í veði 2 en húsnæðislán eru yfirleitt tryggð með veði í fasteign, það er ef skuldari getur ekki greitt af húsnæðisláni má lánveitandi ganga að fasteign sem er lögð fram sem trygging fyrir greiðslu.

Hérna er yfirlit yfir lánastofnanir og veðhlutfall sem stofnanir sætta sig við ef þú tekur lán hjá þeim.

https://aurbjorg.is/husnaedislan

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Sun 01. Okt 2023 12:43
af Semboy
Hjaltiatla skrifaði:
Semboy skrifaði:Ég er með viðskipti hjá íslands og Arion.
Ég bara skil ekki afhverju íslandsbanki getur ekki gefið manni svígrúm fyrir lán á betri kjörum?
t.d þetta að vera í veði 2.


Viðurkenni ég er ekki alveg að skilja samhengið hvert þú ert að fara með að segja að lán sé í veði 2 en húsnæðislán eru yfirleitt tryggð með veði í fasteign, það er ef skuldari getur ekki greitt af húsnæðisláni má lánveitandi ganga að fasteign sem er lögð fram sem trygging fyrir greiðslu.

Hérna er yfirlit yfir lánastofnanir og veðhlutfall sem stofnanir sætta sig við ef þú tekur lán hjá þeim.

https://aurbjorg.is/husnaedislan


Mig vantaði auka lán og ég var ný búinn að endurfjármagna lánið hjá lifeyrissjóði og hafði ekki áhuga snerta það.

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Sun 01. Okt 2023 16:07
af Henjo
Stundaði viðskipti við X banka í nógu langann tíma og X bankinn verður ömurlegasti banki í heimi.

Hef sjálfur lent í veseni að þurfa óvænt að fiffa til smá pening í nokkra daga, og þau í landsbankanum bókstaflega hlógu að mér þegar ég bað um yfirdrátt, augljógslega var það nefnilega ekki hægt því að ég var ekki búin að vera með tekjur í meira en mánuð.

Þegar ég benti þeim á að ég væri með margar milljónir inná lokuðum vaxtareikning hjá þeim, þá bara kom rosa mikið hugsunarsvipuð hjá þeim, sem endaði síðan aftur með öðru "nei þetta er bara ekki hægt sko"

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Sun 01. Okt 2023 17:05
af Semboy
Henjo skrifaði:Stundaði viðskipti við X banka í nógu langann tíma og X bankinn verður ömurlegasti banki í heimi.

Hef sjálfur lent í veseni að þurfa óvænt að fiffa til smá pening í nokkra daga, og þau í landsbankanum bókstaflega hlógu að mér þegar ég bað um yfirdrátt, augljógslega var það nefnilega ekki hægt því að ég var ekki búin að vera með tekjur í meira en mánuð.

Þegar ég benti þeim á að ég væri með margar milljónir inná lokuðum vaxtareikning hjá þeim, þá bara kom rosa mikið hugsunarsvipuð hjá þeim, sem endaði síðan aftur með öðru "nei þetta er bara ekki hægt sko"


svipað kom fyrir mér, íslandsbanki sagði við mig "Ég held það er einginn lánaveitandi sem mun nenna að vera í veði 2" í gegnum síma.
Arion Banki bókuðu tíma og ég fór og spjallaði og það endaði með 'Ég ætla heyra í lögmenn okkar og svo mun ég hafa samband við þig"
2 dögum seinna fæ ég símtal og ég fer í greiðslumat.

Re: Arion Banki - Best bankinn?

Sent: Mán 02. Okt 2023 00:16
af RassiPrump
Arion banki er einstaklega ömurlegur fyrir skítlega framkomu á öllum sviðum, sem var toppað með því að reka fjölskyldumeðlim sem var í veikindaleyfi í gegnum síma þar sem að útibússtjórinn var ekki nógu mikill maður í sér að mæta með uppsagnarbréf.

Annars eru allar bankastofnanir á Íslandi ömurlegar og græðgin er stjórnlaus. Eina stofnunin sem maður hefur einhverja trú á og ber goodwill til er Indó, og ég vona innilega að þeir komi með fasteignalán á næsta ári því ég myndi hiklaus fara lóðbeint til þeirra.