Almenningssamgöngur

Allt utan efnis

bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf bigggan » Fös 22. Sep 2023 15:59

Skeifan er glatað fyrirbæri, þarna þarf að endurhanna allt upp á nýtt þar, kanski mundi henta að krefjast að verslanirnar setji gjaldskylda á stæðin sem þau eiga þar til að minka álagið eða hafa frítt utan háaanntímann til að dreifa umferðinni betur yfir daginn.



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Henjo » Fös 22. Sep 2023 16:19

Æj er skeifan það slæm? er ekki bara hægt að bæta við akreinum, og kannski mislægum gatnamótum? Er það ekki galdralausnirnar í samgöngum á Íslandi?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2307
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 393
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Moldvarpan » Fös 22. Sep 2023 16:44

Það þyrfti klárlega að fórna einhverju svæði undir aðal hubbinn.

Skeifan þar sem hún liggur við miklubraut er mjög ákjósanleg staðsetning fyrir lestarstöð.
Rífa hagkaup og félaga.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fös 22. Sep 2023 17:43

Það má víst ekkert rífa lengur, núna þarf alltaf að vera sjálfbært og nota á gömul úr sér gengin hús frekar en að rífa.


*-*


EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf EinnNetturGaur » Fös 22. Sep 2023 18:07

góðar almenningssamgöngur skila inn meiri gróða í hagkerfið, ég held að það sé almennt ástæðan fyrir því að í evrópu þar sem rökhugsun ráða ríkjum
að góðar almenningssamgöngur sé líka grunnmannréttindi en hérna á íslandi eru þeir sem stjórna hugsa um almeninngssamöngur á íslandi sé bara eitthvað drasl sem þarf að einkavæða "þetta er rekið í mínus" eru hugtök sem þekkjast hvergi í evrópu, nema hérna á íslandi. ef við hefðum fylgt daninum eða einhverri norrænni þjóð þegar við vorum á uppleið, þá værum við eflaust komin með lestarbraut frá kef til reykjavíkur og allt þar á milli meðal annars til akranesar og selfossar. en það er bara mín skoðun.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fös 22. Sep 2023 20:32

Henjo skrifaði:Æj er skeifan það slæm? er ekki bara hægt að bæta við akreinum, og kannski mislægum gatnamótum? Er það ekki galdralausnirnar í samgöngum á Íslandi?


Skeifan er alveg herfileg. Verstu gatnamót á Íslandi hvað gangandi fólk varðar eru í Skeifunni, nákvæmlega Grensás-Skeifan, þar sem Rekkjan, Austurlandahraðlestin er. Það er nánast að ganga plankann á sjóræningaskipi að ganga yfir gatnamótin þar, svo hættulegt, ég vinn þarna í nágrenni og labba reglulega þarna og ég þarf oft að hlaupa til til að forðast bíla þarna. Algjör geggjun þessi gatnamót, og líka þessi hjá Pfaff húsinu.


*-*

Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Henjo » Fös 22. Sep 2023 22:52

appel skrifaði:
Henjo skrifaði:Æj er skeifan það slæm? er ekki bara hægt að bæta við akreinum, og kannski mislægum gatnamótum? Er það ekki galdralausnirnar í samgöngum á Íslandi?


Skeifan er alveg herfileg. Verstu gatnamót á Íslandi hvað gangandi fólk varðar eru í Skeifunni, nákvæmlega Grensás-Skeifan, þar sem Rekkjan, Austurlandahraðlestin er. Það er nánast að ganga plankann á sjóræningaskipi að ganga yfir gatnamótin þar, svo hættulegt, ég vinn þarna í nágrenni og labba reglulega þarna og ég þarf oft að hlaupa til til að forðast bíla þarna. Algjör geggjun þessi gatnamót, og líka þessi hjá Pfaff húsinu.


Yeap, þessi staður er hræðilegur hvort sem þú ert á bíll, hjóli eða labbandi.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fös 22. Sep 2023 22:59

Henjo skrifaði:
appel skrifaði:
Henjo skrifaði:Æj er skeifan það slæm? er ekki bara hægt að bæta við akreinum, og kannski mislægum gatnamótum? Er það ekki galdralausnirnar í samgöngum á Íslandi?


Skeifan er alveg herfileg. Verstu gatnamót á Íslandi hvað gangandi fólk varðar eru í Skeifunni, nákvæmlega Grensás-Skeifan, þar sem Rekkjan, Austurlandahraðlestin er. Það er nánast að ganga plankann á sjóræningaskipi að ganga yfir gatnamótin þar, svo hættulegt, ég vinn þarna í nágrenni og labba reglulega þarna og ég þarf oft að hlaupa til til að forðast bíla þarna. Algjör geggjun þessi gatnamót, og líka þessi hjá Pfaff húsinu.


Yeap, þessi staður er hræðilegur hvort sem þú ert á bíll, hjóli eða labbandi.


Labba með mér ef þú ert óöruggur :D


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf rapport » Lau 23. Sep 2023 08:35

Við erum svo hrædd við stórar framkvæmdir. Ef það yrðu byggðar almennilegri aðstaða og stoppustöðvar væru t.d á yfirbyggðum stöðum og nær inngöngum, t d. í bilakjöllurum Kringlu og Smáralindar, í bílastæðahúsum við staði eins og HÍ og LSH... þá yrðu almenningssamgöngur gildari.

Að setja alla í óupphituð skýli úti á víðavangi við næstu hraðbraut er kannski praktískt en er líka birtingarmynd þess að af því að umferðin er svo teppt þá er ekki hægt að skipuleggja ferðir inn í sum hverfi sbr. Skútuvog/Vogahverfi eða inn að menntaskólum.

Ef allir menntaskólar væru t.d. með súper strætóaðkomu þá færu færri á bíl 17 ára og vendu sig á að bílast út um allt.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Viktor » Lau 23. Sep 2023 09:08

rapport skrifaði:Við erum svo hrædd við stórar framkvæmdir. Ef það yrðu byggðar almennilegri aðstaða og stoppustöðvar væru t.d á yfirbyggðum stöðum og nær inngöngum, t d. í bilakjöllurum Kringlu og Smáralindar, í bílastæðahúsum við staði eins og HÍ og LSH... þá yrðu almenningssamgöngur gildari.

Að setja alla í óupphituð skýli úti á víðavangi við næstu hraðbraut er kannski praktískt en er líka birtingarmynd þess að af því að umferðin er svo teppt þá er ekki hægt að skipuleggja ferðir inn í sum hverfi sbr. Skútuvog/Vogahverfi eða inn að menntaskólum.

Ef allir menntaskólar væru t.d. með súper strætóaðkomu þá færu færri á bíl 17 ára og vendu sig á að bílast út um allt.


Amenn.

Það er líka hægt að gera þetta ódýrt eiins og er gert við Leifstöð. Bara eitt langt “strætóskýli” að innganginum. Það er strax betra en ekkert.

Það er bara því miður að dýralæknarnir sem sjá um vegagerðina hata almenningssamngöngur eins og pestina.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 23. Nóv 2023 12:40



Just do IT
  √


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf netkaffi » Fös 24. Nóv 2023 21:32

Strætó (rúta) á milli t.d. Rvk og Keflavíkur eða Selfoss er það dýr að það er ódýrara að keyra lol.
Vegagerðin er með þetta og það er eins og þeir vilji frekar að maður noti bíla, það er allavega meira fyrir þá að gera þá.

appel skrifaði:
Henjo skrifaði:Æj er skeifan það slæm? er ekki bara hægt að bæta við akreinum, og kannski mislægum gatnamótum? Er það ekki galdralausnirnar í samgöngum á Íslandi?


Skeifan er alveg herfileg. Verstu gatnamót á Íslandi hvað gangandi fólk varðar eru í Skeifunni, nákvæmlega Grensás-Skeifan, þar sem Rekkjan, Austurlandahraðlestin er. Það er nánast að ganga plankann á sjóræningaskipi að ganga yfir gatnamótin þar, svo hættulegt, ég vinn þarna í nágrenni og labba reglulega þarna og ég þarf oft að hlaupa til til að forðast bíla þarna. Algjör geggjun þessi gatnamót, og líka þessi hjá Pfaff húsinu.

Ef einhver prófar að ferðast fótgangandi á höfuðborgarsvæðinu í dag eða nokkra daga, þá verður það ljóst að það fólkið sem tekur endanlegar ákvarðanir um þetta er ekki að fara fótgangandi allra sinna leiða.
Síðast breytt af netkaffi á Fös 24. Nóv 2023 21:49, breytt samtals 5 sinnum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5496
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf appel » Fös 24. Nóv 2023 21:54

netkaffi skrifaði:Strætó (rúta) á milli t.d. Rvk og Keflavíkur eða Selfoss er það dýr að það er ódýrara að keyra lol.
Vegagerðin er með þetta og það er eins og þeir vilji frekar að maður noti bíla, það er allavega meira fyrir þá að gera þá.

appel skrifaði:
Henjo skrifaði:Æj er skeifan það slæm? er ekki bara hægt að bæta við akreinum, og kannski mislægum gatnamótum? Er það ekki galdralausnirnar í samgöngum á Íslandi?


Skeifan er alveg herfileg. Verstu gatnamót á Íslandi hvað gangandi fólk varðar eru í Skeifunni, nákvæmlega Grensás-Skeifan, þar sem Rekkjan, Austurlandahraðlestin er. Það er nánast að ganga plankann á sjóræningaskipi að ganga yfir gatnamótin þar, svo hættulegt, ég vinn þarna í nágrenni og labba reglulega þarna og ég þarf oft að hlaupa til til að forðast bíla þarna. Algjör geggjun þessi gatnamót, og líka þessi hjá Pfaff húsinu.

Ef einhver prófar að ferðast fótgangandi á höfuðborgarsvæðinu í dag eða nokkra daga, þá verður það ljóst að það er ekki svo mikið hannað af fótgangandi fólki.


Hef sagt að það tekur um 500 ár að bæta úr. Á mínum áratugum í þessari borg er mikið til eiginlega 95% sama skipulag, sömu götur, sömu göngustígar, þetta þróast á hraða snigilsins. Ef ekkert lagast á 50 árum, er 10 sinnum lengri tími nægur? Held fólk skilji ekki alveg þetta magnitude breytinga sem þarf til að kollvarpa þessu ástandi. Fossvogsbrú í umræðu og plani í 20 ár, og ekki enn byrjað að byggja. Það var talað um stokka fyrir 20 árum, ekkert bólar á þeim.

Samgöngumál á þessu landi eru vonlaus, og það kemur alltaf best í ljós á veturnar. Einkabíllinn er, og verður, the king í samgöngum. Strætó er bara einhver zombie tilraunastarfssemi. Best að hætta með strætó og niðurgreiða einkabílinn.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf rapport » Fös 24. Nóv 2023 22:26

appel skrifaði: Strætó er bara einhver zombie tilraunastarfssemi. Best að hætta með strætó og niðurgreiða einkabílinn.


Leigubílar/Uber væri option ef ríkið mundi ekki vera að skemma markaðinn með óþarfa reglum.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 106
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf agnarkb » Lau 25. Nóv 2023 19:24

Á góða vinkonu í Ameríku sem kemur hingað reglulega í heimsókn og hún er alltaf jafn gapandi steinhissa á því hvernig svona smáborg (Höfuðborgarsvæðið) með svipaðan fólksfjölda og Boise og Spokane sé alltaf á hverjum degi með gridlock traffík á við pláss eins og Boston og úthverfi New York. Ég get litlu svarað......


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2208
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf kizi86 » Lau 25. Nóv 2023 22:44

fáránlegt að nota kostnað sem hindrun í að byggja upp allavega lestarteina frá kef air til reykjavíkur, hvað kostar að leggja tvo teina? muuuuuun minna heldur en að leggja nýja hraðbraut, og kostnaður við að kaupa tvær lestar..... jú hann er kanski mikill til að byrja með... en já bara til að byrja með, viðhald á teinum er mun ódýrara heldur en að þurfa að malbika endalaust, og hvað kosta rútur? hversu margar rútur er hægt að fækka á reykjanesbraut, ef bara væri lest sem færi á 30-60mín fresti fram og til baka? og og ekki talandi þá um alla mengunina sem myndi minnka við það líka..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 683
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Almenningssamgöngur

Pósturaf kjartanbj » Sun 26. Nóv 2023 14:05

kizi86 skrifaði:fáránlegt að nota kostnað sem hindrun í að byggja upp allavega lestarteina frá kef air til reykjavíkur, hvað kostar að leggja tvo teina? muuuuuun minna heldur en að leggja nýja hraðbraut, og kostnaður við að kaupa tvær lestar..... jú hann er kanski mikill til að byrja með... en já bara til að byrja með, viðhald á teinum er mun ódýrara heldur en að þurfa að malbika endalaust, og hvað kosta rútur? hversu margar rútur er hægt að fækka á reykjanesbraut, ef bara væri lest sem færi á 30-60mín fresti fram og til baka? og og ekki talandi þá um alla mengunina sem myndi minnka við það líka..


Kostnaðurinn við að leggja lestarteina á milli er lítið minni en að leggja veg, það þarf að gera nákvæmlega sömu hluti mínus malbik, það þarf að jarðvegskipta og byggja upp "veg" í landslaginu til að leggja teinana eftir síðan fylgir þessu allskonar annar kostnaður plús viðhaldið. það þarf síðan að tengja þetta við borgina einhvernvegin lestin getur ekki bara stoppað við álverið og allt búið þar, þetta er gríðarlega flókin framkvæmd og kostnaðarsöm