Leiða netkapal í gegnum veggi

Allt utan efnis

Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf mikkimás » Sun 17. Sep 2023 15:08

Sælir.

Ég keypti nýja íbúð 2019. Það er fullt af nettengjum í íbúðinni, en á hverjum stað er aðeins eitt port í veggnum og autt plás fyrir eitt auka.

Er það vegna þess að ekki var hægt að fá stykki með einu porti, eða er möguleiki með góðu móti að leiða netkapal í gegnum veggina?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf hagur » Sun 17. Sep 2023 15:49

mikkimás skrifaði:Sælir.

Ég keypti nýja íbúð 2019. Það er fullt af nettengjum í íbúðinni, en á hverjum stað er aðeins eitt port í veggnum og autt plás fyrir eitt auka.

Er það vegna þess að ekki var hægt að fá stykki með einu porti, eða er möguleiki með góðu móti að leiða netkapal í gegnum veggina?


Ef það er bara einn CAT strengur í rörinu þá ættirðu að geta notað hann til að draga tvo strengi í staðinn. Best að fá fagmann í þetta eða amk einhvern með þér sem hefur gert svona áður.




Hizzman
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf Hizzman » Sun 17. Sep 2023 16:02

getur líka sparað og notað sviss eða splitter
Síðast breytt af Hizzman á Sun 17. Sep 2023 16:09, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf TheAdder » Sun 17. Sep 2023 18:24

Ef þetta er í nýbyggingu, þá eru ágætis líkur á að það sé hægt að draga auka kapal, Cat5e eða Cat6 í með þeim gömlu, án þess að draga þá úr. Það er best að fá fagmann til þess að skoða þetta fyrir þig, færð svar um hæl um hvað er í myndinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


KristinnK
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf KristinnK » Sun 17. Sep 2023 18:34

Ég tek undir að nota frekar sviss heldur en að standa í því veseni að draga aðra snúru í. Það væri bara ef þig vanntar nákvæmlega tvö LAN tengi sem það myndi borga sig að draga aðra snúru í. Ef þú t.d. tengir þrjú tæki þá þarft þú hvort sem er að nota sviss, og breytir engu hvort það sé hægt að stinga einni eða tveimur snúrum í vegginn.


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf arons4 » Þri 19. Sep 2023 16:19

Ekkert mál að draga auka streng í rörið í svona nýju húsi og bæta við hinum tenglinum.




Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf mikkimás » Þri 19. Sep 2023 19:29

Takk fyrir svörin.

Ef ég þarf auka tengingu í framtíðinni, þá held ég að splitter sé besta lausnin.




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf Vaktari » Þri 19. Sep 2023 23:39

mikkimás skrifaði:Takk fyrir svörin.

Ef ég þarf auka tengingu í framtíðinni, þá held ég að splitter sé besta lausnin.



Neinei þá er switch málið ef þig vantar bara fleiri nettengi fyrir internet á þessum stað.
Vilt alls ekki fara að splitta lögninni í tvennt.
Síðast breytt af Vaktari á Þri 19. Sep 2023 23:39, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6302
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 442
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf worghal » Mið 20. Sep 2023 01:52

mikkimás skrifaði:Takk fyrir svörin.

Ef ég þarf auka tengingu í framtíðinni, þá held ég að splitter sé besta lausnin.

ef þú splittar línunni, þá ertu að limita þig í 100mb úr 1gb


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Leiða netkapal í gegnum veggi

Pósturaf mikkimás » Mið 20. Sep 2023 06:02

Silly me, þegar ég skrifaði splitter þá var ég að hugsa um switch :guy