Síða 1 af 1

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 11:36
af Moldvarpan
https://www.visir.is/g/20232461326d/gert-rad-fyrir-aukinni-gjald-toku-af-raf-bilum


Nýja tekju­öflunar­kerfið verður inn­leitt í tveimur á­föngum. Í fyrri á­fanga verður um að ræða kíló­metra­gjald vegna notkunar hrein­orku­bíla á vega­kerfinu og í þeim síðari vegna bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti.


Nú á að setja kílómetragjald á rafbílana til að ná inn krónum í kassan fyrir slit á vegum.

Það verður spennandi að sjá hversu hátt þetta verður, þetta getur dregið verulega úr hvatanum til orkuskiptanna.

Ég sá einhvernsstaðar nýlega að það kostaði 11kr per kílómeter að keyra bensín Yaris, en ca 3kr per km fyrir ca6milljón kr rafbíl.
Edit; fann þetta.
Ef tekið er mið af ársnotkun á Toyota Yaris, vinsælum bensínbíl og svo Nissan Leaf rafmagnsbíl þá er rekstrarkostnaður á Leaf 3 kr./km. á ári en 11 kr./km. á ári fyrir Yaris.

https://www.on.is/rafbilar/af-hverju-rafbill/

Hvernig ætli að sá útreikningur verði eftir þetta kílómetragjald.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 12:29
af GullMoli
Það ætti að vera löngu búið að þessu.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 12:36
af chaplin
Er ekki raunin sú að ef allir myndu fara á rafmagnsbíla í dag og engin ný gjöld sótt (eins og skattur á eldsneyti f. bensin/diesel bíla), hvernig ætti þá að viðhalda vegakerfinu? Í dag eru þeir sem eru á rafbílum í raun ekki að borga neitt fyrir notkun á vegakerfinu en með bíla sem slíta vegina mun meira en t.d. Yaris eins og þú nefnir.

Að mínu mati ætti að vera kílómetragjald fyrir alla bíla. Því meira sem þú notar, því meira borgar þú. Þeir einu sem ég gæti hugsað mér að væru ósáttir með það fyrirkomulag eru bílaleigurnar.

Fjórar stærstu bílaleigur landsins skiluðu ríflega 5,5 milljarða króna hagnaði í fyrra og veltu tæplega 30 milljörðum.

Link

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 12:44
af urban
chaplin skrifaði:Er ekki raunin sú að ef allir myndu fara á rafmagnsbíla í dag og engin ný gjöld sótt (eins og skattur á eldsneyti f. bensin/diesel bíla), hvernig ætti þá að viðhalda vegakerfinu? Í dag eru þeir sem eru á rafbílum í raun ekki að borga neitt fyrir notkun á vegakerfinu en með bíla sem slíta vegina mun meira en t.d. Yaris eins og þú nefnir.

Að mínu mati ætti að vera kílómetragjald fyrir alla bíla. Því meira sem þú notar, því meira borgar þú. Þeir einu sem ég gæti hugsað mér að væru ósáttir með það fyrirkomulag eru bílaleigurnar.

Fjórar stærstu bílaleigur landsins skiluðu ríflega 5,5 milljarða króna hagnaði í fyrra og veltu tæplega 30 milljörðum.

Link



viðskiptavinir bílaleiganna.
Þar sem að Hertz er aldrei að fara að borga þetta úr eigin vasa, þetta kæmi beint úr vasa kúnnans sem að er með bílinn.

Það yrði semsagt bara dýrara að leigja rafmagnsbíl.


en auðvitað er þetta ofureðlilegt að auka gjaldtökuna af þessu, út í hött að sá sem að keyrir teslu sömu leið og sá sem að keyrir yaris sé að borga núll fyrir gatnakerfið þrátt fyrir að eyða því mun meira en yarisinn.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 14:09
af appel
urban skrifaði:
chaplin skrifaði:Er ekki raunin sú að ef allir myndu fara á rafmagnsbíla í dag og engin ný gjöld sótt (eins og skattur á eldsneyti f. bensin/diesel bíla), hvernig ætti þá að viðhalda vegakerfinu? Í dag eru þeir sem eru á rafbílum í raun ekki að borga neitt fyrir notkun á vegakerfinu en með bíla sem slíta vegina mun meira en t.d. Yaris eins og þú nefnir.

Að mínu mati ætti að vera kílómetragjald fyrir alla bíla. Því meira sem þú notar, því meira borgar þú. Þeir einu sem ég gæti hugsað mér að væru ósáttir með það fyrirkomulag eru bílaleigurnar.

Fjórar stærstu bílaleigur landsins skiluðu ríflega 5,5 milljarða króna hagnaði í fyrra og veltu tæplega 30 milljörðum.

Link



viðskiptavinir bílaleiganna.
Þar sem að Hertz er aldrei að fara að borga þetta úr eigin vasa, þetta kæmi beint úr vasa kúnnans sem að er með bílinn.


Held að bílaleigurnar selji alla bíla sína fyrir næstu skoðun til að komast hjá því að greiða þetta kílómetragjald, það falli þá á grunlausan kaupanda.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 14:14
af TheAdder
Væri ekki eiginlegast að samræma, setja upp kíómetragjald á alla bíla, flokkað eftir þyngd? Þannig að öll ökutæki greiði sinn skerf af viðhaldi vegakerfisins.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 15:20
af chaplin
appel skrifaði:Held að bílaleigurnar selji alla bíla sína fyrir næstu skoðun til að komast hjá því að greiða þetta kílómetragjald, það falli þá á grunlausan kaupanda.


Eflaust væri hægt að bæta við í eigendaskipti þegar bifreið er seld að skrá km ökutækis, seljandi gerir þá upp öll opinber gjöld sem hvíla á faratækinu (ógr. bifreiðargjöld, notkun (km), etc.). Þetta er gert í dag með fasteignakaup, seljandi greiðir öll gjöld tengd rafmagni og hita sem hann skuldar.

TheAdder skrifaði:Væri ekki eiginlegast að samræma, setja upp kíómetragjald á alla bíla, flokkað eftir þyngd? Þannig að öll ökutæki greiði sinn skerf af viðhaldi vegakerfisins.


Það er gert í dag. Ég veit þó ekki alveg hlutföllin eða vægi, þ.e.a.s. hvort útblástur sé 90% af bifreiðargjöldunum og þyngd 10% eða öfugt.

Fjárhæð bifreiðagjalds fer eftir eigin þyngd bifreiðar og losun koltvísýrings, svokallað CO2.


Link

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 15:50
af appel
Það er rándýrt að keyra vöruflutningatrukka á Íslandi. Það hefur áhrif á vöruverð í landinu. Þó þessir þungu trukkar eyði upp malbiki mikið þá eru jú vöruflutningar nauðsynlegir, til þess eru vegirnir, og spurning hvort velti eigi kostnaði við vegakerfið þá óbeint yfir í matvælaverð og verð á öðrum vörum.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 17:27
af bigggan
Frekar vildi ég sjá gjaldhlið á stærstu göturnar td inn i reykjavik til að minka umferð inn i miðbær og hvetja folk að nota almenningssamgöngur, annars fínst mér lika ef þau gera þetta þá átti allir að borga ekki bara rafbílar, þau borga skatta og flutningsgjald fyrir rafmagnið.

Var sagt um virðisaukaskatturin hvort hann verður framlengdur eða ekki?

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 20:40
af jonsig
appel skrifaði:Það er rándýrt að keyra vöruflutningatrukka á Íslandi. Það hefur áhrif á vöruverð í landinu. Þó þessir þungu trukkar eyði upp malbiki mikið þá eru jú vöruflutningar nauðsynlegir, til þess eru vegirnir, og spurning hvort velti eigi kostnaði við vegakerfið þá óbeint yfir í matvælaverð og verð á öðrum vörum.



Þessvegna á fólk að nýta SJÓFRAKT.. svakalega er það flókið eitthvað

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Þri 12. Sep 2023 21:44
af nidur
Er þessi vegskattur sem er hluti af eldsneytisverði ekki alltaf notaðir í eitthvað annað en vegina að mestum hluta hjá ríkinu hvort sem er.

Og er ekki stutt í næsta orkupakka, þá verður bara settur á aukaskattur þar vegna rafmagnsbíla á alla línuna.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Mið 13. Sep 2023 12:23
af urban
appel skrifaði:Það er rándýrt að keyra vöruflutningatrukka á Íslandi. Það hefur áhrif á vöruverð í landinu. Þó þessir þungu trukkar eyði upp malbiki mikið þá eru jú vöruflutningar nauðsynlegir, til þess eru vegirnir, og spurning hvort velti eigi kostnaði við vegakerfið þá óbeint yfir í matvælaverð og verð á öðrum vörum.



Það er gert nú þegar.
Þessir trukkar borga olíugjöld, það kostar síðan að flytja með þeim.
Spurning hvort að gjöldin séu næg eða ekki er síðan allt annað mál.


jonsig skrifaði:Þessvegna á fólk að nýta SJÓFRAKT.. svakalega er það flókið eitthvað


Sjófrakt er rosalega falleg hugmynd.

En hugsaðu um alla vörurnar sem að eru fluttir á vegum landsins.
Megnið af því er dagvara, ekki vara sem að bíður í allt að hálfan mánuð eftir næsta skipi.

Jújú, þú bíður alveg eftir sófasettinu þínu kannski (flestir nenna því ekki) en þú bíður ekki eftir ferskvöru.

Hef unnið við flutninga og megnið af því sem að eru í vögnum á ferð um landið er einfaldlega vara sem að þarf landflutning.
Síðan er náttúrulega hitt vandamálið er að verslanir (úti á landi þá) eru ekki með lagera fyrir nema smá hluta af vörunni hjá sér.
Lagerinn er oftar en ekki í bara á höfuðborgarsvæðinu hjá heildsala eða hreinlega í vögnum á leiðinni.

bigggan skrifaði: annars fínst mér lika ef þau gera þetta þá átti allir að borga ekki bara rafbílar, þau borga skatta og flutningsgjald fyrir rafmagnið.


Þú borgar líka skatta og flutningsgjald af rafmagninu sem að þú notar í tölvuna hjá þér.
Finnst þér þú vera að borga fyrir aðgang að vegakerfinu með því ?

Málið er að það er sérstakt olíugjald á eldsneyti sem að er notað í umferðinni, það er tæpar 73 krónur ef að ég man rétt.
Gjald sem að fer í vegakerfið fyrst og fremst.

Það er gjald sem að rafmagnsbílar greiða ekki, það er semsagt verið að reyna að fá alla til að borga þetta, en ekki bara alla hina sem að keyra ekki á rafmagni.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Mið 13. Sep 2023 12:51
af C2H5OH
urban skrifaði:en auðvitað er þetta ofureðlilegt að auka gjaldtökuna af þessu, út í hött að sá sem að keyrir teslu sömu leið og sá sem að keyrir yaris sé að borga núll fyrir gatnakerfið þrátt fyrir að eyða því mun meira en yarisinn.


Nú spyr ég því ég finn takmarkað um það, í hvað er bifreiðagjaldið notað ef ekki gatnakerfi og fleira ?
Neflilega alltaf í öllum fréttum er alltaf talað um að ríkið rukki ekkert fyrir rafmagnsbílana.
Ég er samt rukkaður og borga sama bifreiðagjald af báðum bílunum á heimilinu hjá mér þ.e. rafmagns Ioniq og gömlu Rio diesel druslunni.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Mið 13. Sep 2023 14:04
af urban
C2H5OH skrifaði:
urban skrifaði:en auðvitað er þetta ofureðlilegt að auka gjaldtökuna af þessu, út í hött að sá sem að keyrir teslu sömu leið og sá sem að keyrir yaris sé að borga núll fyrir gatnakerfið þrátt fyrir að eyða því mun meira en yarisinn.


Nú spyr ég því ég finn takmarkað um það, í hvað er bifreiðagjaldið notað ef ekki gatnakerfi og fleira ?
Neflilega alltaf í öllum fréttum er alltaf talað um að ríkið rukki ekkert fyrir rafmagnsbílana.
Ég er samt rukkaður og borga sama bifreiðagjald af báðum bílunum á heimilinu hjá mér þ.e. rafmagns Ioniq og gömlu Rio diesel druslunni.


Já sjálfsagt er ósanngjarnt að tala um að greiða ekkert.
En málið er að gamla rio disel druslan þín borgar tæpar 73 krónur fyrir hvern líter af eldsneyti sem að hún notar.
Það fer í gatnakerfið þar á meðal.

Þannig að vissulega er ósanngjarnt að tala um að greiða ekkert, en þeir greiða minna en aðrir bílar.

Keyrðu báða bíla 25 þús km á ári, þú ert að borga 32 þús kall fyrir ioniq (minnir að meðalbifreiðagjöld séu í kringum 16þús tvisvar á ári)
en miðað við 5ltr/100km þá ertu að borga 32þús + ca 91þús fyrir hinn.

Semsagt, rafmagnsbíllinn er með 91 þús króna afslátt á gatnakerfinu miðað við díselbílinn.
Það er helvíti mikill munur þegar að annar greiðir 32 þús.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Fim 14. Sep 2023 10:10
af GullMoli
urban skrifaði:
C2H5OH skrifaði:
urban skrifaði:en auðvitað er þetta ofureðlilegt að auka gjaldtökuna af þessu, út í hött að sá sem að keyrir teslu sömu leið og sá sem að keyrir yaris sé að borga núll fyrir gatnakerfið þrátt fyrir að eyða því mun meira en yarisinn.


Nú spyr ég því ég finn takmarkað um það, í hvað er bifreiðagjaldið notað ef ekki gatnakerfi og fleira ?
Neflilega alltaf í öllum fréttum er alltaf talað um að ríkið rukki ekkert fyrir rafmagnsbílana.
Ég er samt rukkaður og borga sama bifreiðagjald af báðum bílunum á heimilinu hjá mér þ.e. rafmagns Ioniq og gömlu Rio diesel druslunni.


Já sjálfsagt er ósanngjarnt að tala um að greiða ekkert.
En málið er að gamla rio disel druslan þín borgar tæpar 73 krónur fyrir hvern líter af eldsneyti sem að hún notar.
Það fer í gatnakerfið þar á meðal.

Þannig að vissulega er ósanngjarnt að tala um að greiða ekkert, en þeir greiða minna en aðrir bílar.

Keyrðu báða bíla 25 þús km á ári, þú ert að borga 32 þús kall fyrir ioniq (minnir að meðalbifreiðagjöld séu í kringum 16þús tvisvar á ári)
en miðað við 5ltr/100km þá ertu að borga 32þús + ca 91þús fyrir hinn.

Semsagt, rafmagnsbíllinn er með 91 þús króna afslátt á gatnakerfinu miðað við díselbílinn.
Það er helvíti mikill munur þegar að annar greiðir 32 þús.


Ekki gleyma VSK af bensín/dísel sem kemur ofaná, að vísu eru það ekki gjöld "eyrnamerkt" gatnakerfinu.

https://kjarninn.is/skyring/islenska-ri ... id-dyrari/

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Fim 14. Sep 2023 10:14
af urban
GullMoli skrifaði:
Ekki gleyma VSK af bensín/dísel sem kemur ofaná, að vísu eru það ekki gjöld "eyrnamerkt" gatnakerfinu.

https://kjarninn.is/skyring/islenska-ri ... id-dyrari/


Já þetta er bara sérstakt olíugjald sem að á að fara til gatnakerfisins, ríkið er að fá töluvert aukalega í tekjur.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Fim 14. Sep 2023 10:57
af TheAdder
Nú spyr ég, í hvað eru þá bifreiðagjöldin ætluð?

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Fim 14. Sep 2023 13:08
af Moldvarpan
Svona partur af pælingunni er líka að ríkið tekur ca 146.5kr af hverjum lítra í skatta og gjöld, miðað við að nota 100L á mánuði, 1200 lítra á ári, þá er ég að borga ca 175,800 til ríkisins í formi álagna á eldsneytið. Edit: ég er hérna að tala um bensínlítra, og ég keyri um 20þús km á ári.

Það er mikill skortur á viðhaldi í vegakerfinu og afar takmarkaðir fjármunir til að sinna því.

Þá blasir við að þetta "villta vestrið" sem hefur verið í kringum rafbílana fer að fjara út. Álögur á rafbíla þurfa að hækka umtalsvert.
Það þarf einhvernvegin að reyna rukka hvern bíl um tæplega 200þús kr meira á ári.

Það eru komnir rúmlega 17þúsund rafbílar á göturnar og 30þús tvinbílar.

Hvaðan eiga peningarnir að koma?

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Fim 14. Sep 2023 13:49
af jericho
Það er mikil umræða í Noregi þessi misserin að rafbílar borgi of lítið til vegakerfisins (t.d. hér og hér) - og þeir eru komnir talsvert lengra en við í rafbílavæðingunni. Hins vegar þarf að vera hvati til að fá sér útblástursfrían rafbíl fram yfir bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, svo þetta er balance sem þarf að stilla vel af. Ef það verða of hjá gjöld á rafbíla, þá er hvatinn til orkuskiptanna minni. En að sjálfsögðu þurfa rafbílar að greiða fyrir notkunina á götum og vegum landsins.

Re: Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Sent: Fim 14. Sep 2023 15:43
af Henjo
Vona innilega að þetta kílómetragjald taki með í reikninginn þyngd bíla. Það er ekki eðlilegt að Tesla sem er 2500kg að þyngd er að borga sama gjaldið fyrir slit á vegum og Dacia Spring sem er 950kg.