Mat á menntun, einingar pr. áfanga og pælingar.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Mat á menntun, einingar pr. áfanga og pælingar.

Pósturaf rapport » Lau 26. Ágú 2023 14:27

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... urkenndar/

Það hefur verið algjör höfuðverkur í gegnum tíðina að meta gráður frá framleiðendum MS, Cisco o.þ.h. til launa, sem eru oftar en ekki gráður sem miklu meiri vinna og stífari próf eru á bakvið margar af þessum gráðum.

Ýmsar hér merkta "viðbótardiplóma".

t.d. https://www.hi.is/framhaldsnam/kennsluf ... tardiploma


Þá er smá spes að sjá að námskeið í HÍ eru almennt 5 eða 10 ESCT einingar en hjá HR er þetta frá 3,75 upp í 8 (sýnist mér).

Til að ná 30 einingum hjá HÍ virðist því þurfa miklu færri áfanga s.s. 3x10 einingar en ekki 4x7,5 einingar eins og hjá HR.


Eftir að hafa kíkt lauslega á þetta þá finnst mér einhvernvegin eins og þessar gráður hjá HÍ hafi verið seldar ódýrt og skólanum ekki til sóma.
Síðast breytt af rapport á Lau 26. Ágú 2023 14:28, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Mat á menntun, einingar pr. áfanga og pælingar.

Pósturaf Klemmi » Sun 27. Ágú 2023 12:54

Ég held að þú sért að misskilja ECTS kerfið.

Þetta les ég út úr því sem þú skrifar:
Þú vísar í námsleið, þar sem eru 2x 5 ECTS eininga áfangar og 2x 10 ECTS eininga áfangar, og segir að þar sem það séu til 10 ECTS eininga áfangar í HÍ, þá sé námið selt ódýrt og skólanum ekki til sóma?

Og þetta er það sem ég tel að misskilningur þinn byggist á:
ECTS einingar eru gerðar til þess að hafa staðlaða leið til að meta gráður. 1 ECTS eining á að samsvara 25 - 30 klukkutímum af "vinnu", þ.e. samanlagt hversu mikill tími fór í að sitja tímana og sinna verkefnum. Þannig að heil 30 eininga önn samsvarar 750 - 900 klukkutímum af vinnu, og fjöldi ECTS eininga innan hvers áfanga á að segja til um hversu mikill tími ætti að fara í viðkomandi áfanga.

Það er því ekki þannig að allir áfangar séu jafnir. Ef ECTS kerfið myndi virka 100%, þá ætti 5 eininga áfangi að krefjast helmingi minni vinnu en 10 eininga áfangi, og 7.5 eininga áfangi að vera þarna mitt á milli.

Auðvitað er þetta ekki óskeikult kerfi. Ég hef tekið mikið tímafrekari 6 ECTS eininga áfanga heldur en 7.5 ECTS eininga áfanga. Og þau fög sem liggja vel fyrir mér, og ég er snöggur með, þar er einhver annar að basla og tekur lengri tíma, og öfugt.

En svona ef horft er heilt yfir, þá held ég að þetta sé ágætis kerfi, og hef lítið við það að sakast.


Loks er það auðvitað þannig líka að skólar eru mismunandi, bæði er kennslan og áherslan mismunandi. Ég hef tekið allar mínar gráður í HÍ og er því auðvitað ekki hlutlaus, og þekki bara annan skólann af eigin raun. MÍN TILFINNING, hvort sem hún er rétt eða röng, er sú að HR sé með mikið betri tengingu við viðskiptalífið, og það hjálpi mikið til við að landa vinnu í kjölfar náms.

Þú hittir á taug hjá mér þegar þú telur að HÍ selji námið sitt ódýrt, svo ég hendi því fram að ég hef heyrt að það sé mikið, mikið sjaldgæfara að fólk falli í HR. Hef enga tölfræði á bakvið það, og gæti alveg verið steypa.
EF það er satt, þá má spekúlera um af hverju það sé, hvort það sé vegna þess að það sé stefna skólans að fella ekki nemendur því það geti fælt þau úr námi, og þeir borgi þá ekki skólagjöld.
Eða að gæði kennslunnar og utanumhaldið sé einfaldega betra, svo fólk læri betur og falli ekki.


En í fullri hreinskilni, að eftir að ég horfi til baka, þá held ég að ég myndi ekki breyta mínu námi á nokkurn hátt. En á sama tíma, þá finnst mér alveg líklegt að ég myndi mæla með HR fyrir þá sem eru að fara í nám til þess að sækja sér gráðu til að komast beint inn á vinnumarkaðinn.




Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7074
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Mat á menntun, einingar pr. áfanga og pælingar.

Pósturaf rapport » Sun 27. Ágú 2023 15:52

Klemmi skrifaði:Ég held að þú sért að misskilja ECTS kerfið....


Já, ég var ekki að rannsaka þetta mikið og er enn pirraður á að gaur með svona diplomu var metinn með meira viðeigandi menntun en ég í stjórnunarstarf í UT, hann var með austur asíufræði og 30 einingar í kennslufræðum. Ég með viðskiptafræði og þá búinn með 2/3 af upplýsingastjórnun MIM. Hann fékk tvöfallt fleiri stig fyrir menntun en ég í matinu.

Þetta pirr átti ekki að ná yfir allt nám hjá HÍ + ég ætlaði að vísa á þennan lista en ekki þetta eina námskeið - https://www.hi.is/framhaldsnam_listi

En sem HR nemandi þá get ég strax ímyndað mér að brottfall sé minna í HR bara vegna þess hversu dýrt námið þar er, fólk vill ekki tapa peningunum sem það hefur greitt. En í HÍ veit maður um einstaklinga sem hafa skráð sig fyrir klink, varla sótt tíma og reyna svo við prófið... og hafa komist í gegnum ýmislegt. Persónulega finnst mér það ekkert rangt, þá er þetta kannski bara staðfesting á þekkingu og getu sem viðkomandi hafði.

Í HR er hugsanlega meira um símat... án þess að ég þori að fullyrða það.

Get samt sagt að þetta MIM nám í HR var upp og niður, sumir áfangar vonbrigði á meðan aðrir voru umfram vonir.

Undarlegt en satt þá var einn skemmtilegasti áfanginn valáfangi sem ég valdi bara því kennslutíminn hentaði "Hospitality management"... ungur prófessor frá USA sem kenndi, var loose á mætingu (online) en stífar kröfur um að fólk læsi fyrir tíma og skilaði góðum "notes" eftir hvern lestur.

Fékk alveg nýja sýn á ferðamannageirann og hvernig á að meta gæði í þeim geira (í grófum dráttum = þeir sem halda ekki í starfsfólkið sitt verða alltaf rusl því þjónustureynsla/þekking byggist ekki upp). Getur ímyndað þér þjónustu á IT helpdesk þar sem allir eru alltaf nýjir og þú sem kúnni veist betur en þau hvað þarf að gera.

Þessi tenging HR við atvinnulífið var líka góð, held að allir kennararnir fyrir utan tvo hafi komið erlendisfrá en allir hoknir af reynslu úr kennslu, beint úr business og að veita ráðgjöf.

En já, ætlaði ekki að drulla á HÍ... eins og allir skólar þá er árangurinn háður hugarfari nemenda... ætla þeir að gera eins lítið og þeir geta til að komast i gegnum námskeiðið eða ætla þeir að læra sem mest þann tíma sem þeir eru í námskeiðinu... og allt þar á milli.