Síða 1 af 1

Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Mið 09. Ágú 2023 21:06
af Fennimar002
Sælir,

Ekki á einhver library af gömlu íslensku sjónvarpsefni? Þættir sem mér langar rosa mikið að geta horft á eru mest af Audda og félögum, s.s. 70 mínútur, draumarnir og eitthvað fleiri skemmtilegt.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Mið 09. Ágú 2023 21:40
af Henjo
Special request for: Allt í drasli!

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Mið 09. Ágú 2023 23:23
af jonfr1900
Þú getur athugað notaða markaði (Góða hirðinn í Reykjavík og fleiri slíka staði). Stundum eru þar gamlir DVD diskar og VHS spólur með þessu. Þetta efni hefur ekki verið endurútgefið frá því að það fyrst kom út.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fim 10. Ágú 2023 07:31
af Sinnumtveir
Ég á örugglega helling af allskonar á VHS en, WTF, ekki svo mikið sem hálfa sekúndu af Audda og félögum.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fim 10. Ágú 2023 10:38
af Daz
Þetta er til í stöð 2 sarpinum.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fim 10. Ágú 2023 18:37
af appel
Það kostar mikið að converta þessu af spólum yfir á stafrænt. Svo þó þetta hljómi sem skemmtilegt í minningunni þá er þetta oftast bara einskinsverð nostalgía sem enginn nennir að horfa á aftur. Oftast vilja menn nálgast svona gamalt efni því það er einhver í vídjóinu sem það þekkir, og nota þá þann bút t.d. til að gera grín að í brúðkaupum eða þvíumlíku. En ekki ganga að því sem vísu að efnið sé til þó þú munir eftir því.
Mikið af þessari afþreyingarsögu okkar íslendinga er líklega búið að henda á haugana, sérstaklega ef um er að ræða aðra miðla en RÚV sem e.t.v. er með eitthvað regluverk í kringum þetta. Það eru engin lög sem skylda varðveislu, né er ríkið að styrkja slíka varðveislu né að styrkja yfirfærslu frá spólum yfir í stafrænt.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fim 10. Ágú 2023 19:32
af mikkimás
appel skrifaði:Það kostar mikið að converta þessu af spólum yfir á stafrænt. Svo þó þetta hljómi sem skemmtilegt í minningunni þá er þetta oftast bara einskinsverð nostalgía sem enginn nennir að horfa á aftur. Oftast vilja menn nálgast svona gamalt efni því það er einhver í vídjóinu sem það þekkir, og nota þá þann bút t.d. til að gera grín að í brúðkaupum eða þvíumlíku. En ekki ganga að því sem vísu að efnið sé til þó þú munir eftir því.
Mikið af þessari afþreyingarsögu okkar íslendinga er líklega búið að henda á haugana, sérstaklega ef um er að ræða aðra miðla en RÚV sem e.t.v. er með eitthvað regluverk í kringum þetta. Það eru engin lög sem skylda varðveislu, né er ríkið að styrkja slíka varðveislu né að styrkja yfirfærslu frá spólum yfir í stafrænt.

Það var lítið að gera í vinnunni fyrir nokkrum vikum síðan, þ.a. ég setti á gamlan Fóstbræðraþátt sem var á Stöð 2 (eða systrarásum). Mér fannst hann ekki alveg jafn fyndinn og þegar ég horfði á hann fyrst sem unglingur með vanþróaðan húmor.

Hef svo kíkt öðru hvoru á Spaugstofuna sem hafa verið endursýnir á RÚV.

Það er fínt að kíkja á þetta, en ekkert sem hentar í hámhorf.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fim 10. Ágú 2023 20:14
af Henjo
appel skrifaði:Það kostar mikið að converta þessu af spólum yfir á stafrænt. Svo þó þetta hljómi sem skemmtilegt í minningunni þá er þetta oftast bara einskinsverð nostalgía sem enginn nennir að horfa á aftur. Oftast vilja menn nálgast svona gamalt efni því það er einhver í vídjóinu sem það þekkir, og nota þá þann bút t.d. til að gera grín að í brúðkaupum eða þvíumlíku. En ekki ganga að því sem vísu að efnið sé til þó þú munir eftir því.
Mikið af þessari afþreyingarsögu okkar íslendinga er líklega búið að henda á haugana, sérstaklega ef um er að ræða aðra miðla en RÚV sem e.t.v. er með eitthvað regluverk í kringum þetta. Það eru engin lög sem skylda varðveislu, né er ríkið að styrkja slíka varðveislu né að styrkja yfirfærslu frá spólum yfir í stafrænt.


Eithv eithv gamalt Dr Who efni sem fólk myndi drepa fyrir ekki til því eitthv sagði nákvæmlega þetta. Gaman að eyða tugum milljóna að framleiða sjónvarspefni en hafa ekki fyrir því að varðveita það því... það er dýrt að convert spólum yfir á stafrænt?

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fim 10. Ágú 2023 21:45
af JReykdal
Henjo skrifaði:
appel skrifaði:Það kostar mikið að converta þessu af spólum yfir á stafrænt. Svo þó þetta hljómi sem skemmtilegt í minningunni þá er þetta oftast bara einskinsverð nostalgía sem enginn nennir að horfa á aftur. Oftast vilja menn nálgast svona gamalt efni því það er einhver í vídjóinu sem það þekkir, og nota þá þann bút t.d. til að gera grín að í brúðkaupum eða þvíumlíku. En ekki ganga að því sem vísu að efnið sé til þó þú munir eftir því.
Mikið af þessari afþreyingarsögu okkar íslendinga er líklega búið að henda á haugana, sérstaklega ef um er að ræða aðra miðla en RÚV sem e.t.v. er með eitthvað regluverk í kringum þetta. Það eru engin lög sem skylda varðveislu, né er ríkið að styrkja slíka varðveislu né að styrkja yfirfærslu frá spólum yfir í stafrænt.


Eithv eithv gamalt Dr Who efni sem fólk myndi drepa fyrir ekki til því eitthv sagði nákvæmlega þetta. Gaman að eyða tugum milljóna að framleiða sjónvarspefni en hafa ekki fyrir því að varðveita það því... það er dýrt að convert spólum yfir á stafrænt?


Já það kostar lúmskt mikið. Bæði eru myndbandstækin dýr og eiginlegir safngripir í dag, bölvað vesen að halda þeim gangandi.

Svo rúllar þetta á rauntíma inn í tölvuna, það tekur sinn tíma og kostar sitt.

Svo kostar allt utanumhald, gagnageymsla etc. líka. Má ekki gleyma því.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fös 11. Ágú 2023 00:11
af Henjo
Veit ekki hvort þetta sé kaldhæðni eða ekki en jú, það þarf vissulega þolinmæði í þetta og getuna til að skipta út spólunum.

Getum sagt við komandi kynslóðir afhverju það er svona stórt gatt í meningararfinum, æj, þetta var bara svo helvíti lengi að spólast inn og síðan voru gagnaverin svo rosalega kosnaðarsöm.

Re: Gamalt íslenskt sjónvarpsefni

Sent: Fös 11. Ágú 2023 10:15
af JReykdal
Henjo skrifaði:Veit ekki hvort þetta sé kaldhæðni eða ekki en jú, það þarf vissulega þolinmæði í þetta og getuna til að skipta út spólunum.

Getum sagt við komandi kynslóðir afhverju það er svona stórt gatt í meningararfinum, æj, þetta var bara svo helvíti lengi að spólast inn og síðan voru gagnaverin svo rosalega kosnaðarsöm.

Til lengri tíma litið verður gat í menningararfinum. Physical bækur og myndir endast lengi uppi í hillu og þurfa lítið utanumhald, þær bara bíða. En stafræn gögn þurfa endalausa meðhöndlun og umsjá. Hlutir munu tapast.