Síða 1 af 1

herjólfur, bílamiði og þjóðhátið

Sent: Þri 01. Ágú 2023 08:26
af Fennimar002
Sælir,
eins og hálf þjóðin, þá er ég að fara á þjóhátíð í eyjum og er í smá veltingum að reyna fara með bílinn. Ég er búinn að kaupa farþegamiða bæði til og frá en á eftir að kaupa bílamiða. Ég get keypt bílamiða á sama tíma og ég á miða til eyja, en allt uppselt fyrir ferðina heim nema eldsnemma um morguninn. Pælingin mín er, þar sem oft fær maður undanþágu að fara fyrr eða seinna í bátinn við heimferðina (það sem ég hef heyrt og mér er sagt) væri þá möguleiki að gera það sama með bílamiða? Hvað haldið þið?

Re: herjólfur, bílamiði og þjóðhátið

Sent: Þri 01. Ágú 2023 18:31
af arons4
Myndi halda að þú sért allt of seinn til að fá bílamiða fyrir helgina, en það eru biðlistar fyrir bíla líka sem þú getur skráð þig á, yfirleitt nokkrir bílar sem komast inn í hverja ferð af biðlista.