Síða 1 af 1

Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fim 22. Jún 2023 18:53
af jonsig
Fyrir þá sem eru ósáttir við að kaupa E10 sorp eldsneyti á einokunarstöðvunum á Íslandi verða ekki sáttir við þetta.

Sjálfur var ég svo vitlaus að trúa því að costco eldsneytið væri málið fyrir utan verðið eitt og sér,en eftir stutt spjall við FIB þá er það ekki 99octan eins og stendur á heimasíðunni þeirra heldur bara E10 etanól útþynnt bensín eins og fæst allstaðar annarstaðar. :crying

Fyrir þá sem vilja forðast etanól í lengstu lög á bílana sína þurfa því annaðhvort að sía etanólið úr sjálfir og stofna sér í hættu eða mæta með vaselínið á olís og borga ~100kr meira á líterinn til að forðast það að skemma vélarnar á bílunum sínum.

FIY þá eru olíufélögin ekki að lækka eldsneytisverðið í hlutfalli við aukningu á etanól sullinu sem þeir blanda í bensínið hjá kúnnunum og mok græða á því eins og vanalega. Etanól sullið er ódýrara erlendis.

Mynd

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fim 22. Jún 2023 19:33
af Henjo
Já myndi ekki treysta mikið á að það séu mikill gæði þarna. Bæði er þetta auðvitað bara elsneyti frá Skeljungi sem Costco kaupir, þannig sama og á öðrum stöðum hér á landi.

Og síðan, eru þetta ekki gæjarnir sem dumpuðu meira en 100.000 lítrum af olíu beint skólpið? Og það að þeir eru staðsettir á vernduðu náttúrusvæði og fengu þvílíka undanþágu að fá að opna bensínstöð á þessu svæði. Ég skil ekki hvernig þeir hafa ennþá leyfi til að hafa bensínstöð þarna.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fim 22. Jún 2023 19:51
af jonsig
Versla samt ennþá við þá eldsneyti, amk skárra en að versla við Íslenzku níðingana.

Ég myndi samt frekar trúa Íslendingunum til að blanda kúamykju í eldsneytið græða $$$, skemma nokkrar vélar og bera síðan enga ábyrgð og ljúga síðan að það hafi verið í þágu nátturunnar.

Eða hvort E10 draslið megi innan marka fara uppí 10.7% án þess að lenda í veseni með eftirlit. Þá yrði blandað 10.69% til að græða meira.

Neytendur á Ísl. eru bara sauðfé sem leggja allt sitt traust í vanhæft ríkisrekið eftirlit. Ég þar á meðal.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fim 22. Jún 2023 19:55
af Henjo
Mér finnst bara hálf kommúnistalegt að þurfa sýna "pappírana" í hvert sinn sem ég verzla við þá.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fim 22. Jún 2023 22:24
af Blamus1

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fim 22. Jún 2023 22:33
af jonsig
Blamus1 skrifaði:Bænda grein. 2017

https://www.bbl.is/frettir/iblondun-eta ... u-bifreida


eina sem maður fær að vita að það er blandað með efnum frá lubrizol 2017... 5árum síðan...

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fös 23. Jún 2023 09:31
af Jón Ragnar
Það er enginn hérna heima að blanda bensín, birgjar erlendis eru að gera þetta

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fös 23. Jún 2023 13:17
af jonsig
Jón Ragnar skrifaði:Það er enginn hérna heima að blanda bensín, birgjar erlendis eru að gera þetta



Miðað við hvað þeir voru fljótir að skipta úr E5 í E10 þá hélt ég að blöndunin væri bara niðrá ægisgarði.
Amk virtust níðingarnir hafa engan tíma að missa til að bæta við 5% meira rusli í bensínið til að auka $$$$$ framlegðina og svína á sauðfénu sem kaupir þetta.

Mynd

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fös 23. Jún 2023 13:25
af JReykdal
jonsig skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Það er enginn hérna heima að blanda bensín, birgjar erlendis eru að gera þetta



Miðað við hvað þeir voru fljótir að skipta úr E5 í E10 þá hélt ég að blöndunin væri bara niðrá ægisgarði.
Amk virtust níðingarnir hafa engan tíma að missa til að bæta við 5% meira rusli í bensínið til að auka $$$$$ framlegðina og svína á sauðfénu sem kaupir þetta.

Mynd


Skv. fréttum þá kom bara E10 sending frá útlöndum og ekkert annað í boði.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fös 23. Jún 2023 13:59
af jonsig
JReykdal skrifaði:
Skv. fréttum þá kom bara E10 sending frá útlöndum og ekkert annað í boði.



Ef það einhvernvegin. Kannski útaf ódýrasta sullið er örugglega alltaf pantað.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fös 23. Jún 2023 15:21
af worghal
jonsig skrifaði:
JReykdal skrifaði:
Skv. fréttum þá kom bara E10 sending frá útlöndum og ekkert annað í boði.



Ef það einhvernvegin. Kannski útaf ódýrasta sullið er örugglega alltaf pantað.

án efa ódýrasta sullið pantað, en þetta gerðist hratt af því að margar stöðvar eru nánast að fá fyllingu daglega ofan á það að e10 er örugglega dælt af skipum og blandað við e5 tankana á granda og svo jafnast þetta út sem e10 á endanum.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Fös 23. Jún 2023 21:23
af jonsig
worghal skrifaði:
jonsig skrifaði:
JReykdal skrifaði:
Skv. fréttum þá kom bara E10 sending frá útlöndum og ekkert annað í boði.



Ef það einhvernvegin. Kannski útaf ódýrasta sullið er örugglega alltaf pantað.

án efa ódýrasta sullið pantað, en þetta gerðist hratt af því að margar stöðvar eru nánast að fá fyllingu daglega ofan á það að e10 er örugglega dælt af skipum og blandað við e5 tankana á granda og svo jafnast þetta út sem e10 á endanum.



Ælta kaupa mér etanól mælir. Örugglega innan "skekkjumarka" í hærri kanntinum. Ætti að virka ef það er ekki búið að blanda kúamykju í bensínið.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Lau 24. Jún 2023 03:31
af urban
worghal skrifaði:
jonsig skrifaði:
JReykdal skrifaði:
Skv. fréttum þá kom bara E10 sending frá útlöndum og ekkert annað í boði.



Ef það einhvernvegin. Kannski útaf ódýrasta sullið er örugglega alltaf pantað.

án efa ódýrasta sullið pantað, en þetta gerðist hratt af því að margar stöðvar eru nánast að fá fyllingu daglega ofan á það að e10 er örugglega dælt af skipum og blandað við e5 tankana á granda og svo jafnast þetta út sem e10 á endanum.


Þetta er akkúrat málið, það kom sending af e10 til landins og um leið og það var farið að keyra henni á tanka, þá var allt sagt vera e10, einfaldlega vegna þess að þeir gátu ekki staðið við það fyrr að þetta væri ekki e10

ég er búinn að vinna við olíudreifingu hérna í eyjum um leið og það kom skip hingað með nýtt eldsneyti, þá var einfaldlega allt á tönkunum hjá okkur í sama gæðaflokki og það sem að var að koma.
En síðan þegar að maður dældi á skip þá þurfti að taka prufur af hverri afgreiðslu, 3 stykki, eitt til útgerðar, eitt sem olíudreifing hélt og ég hreinlega man ekki hvert sú síðasta fór.
En málið er að pappírarnir sem að ég sýndi fram á við dælingu voru bara alltaf frá síðasta skipi sem að kom með eldsneyti.

Síðan annað, ef að þið haldið að það sé eitthvað mismunandi bensín eftir stöðvum, gleymið því, það kemur eitt skip með bensín til landins sem að öll olíufélögin kaupa af.
Mögulega blanda þau eitthvða hjá sér, en í grunninn er þetta nákvæmlega sama bensínið.

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Lau 24. Jún 2023 14:58
af Henjo
urban skrifaði:
worghal skrifaði:
jonsig skrifaði:
JReykdal skrifaði:
Skv. fréttum þá kom bara E10 sending frá útlöndum og ekkert annað í boði.



Ef það einhvernvegin. Kannski útaf ódýrasta sullið er örugglega alltaf pantað.

án efa ódýrasta sullið pantað, en þetta gerðist hratt af því að margar stöðvar eru nánast að fá fyllingu daglega ofan á það að e10 er örugglega dælt af skipum og blandað við e5 tankana á granda og svo jafnast þetta út sem e10 á endanum.


Þetta er akkúrat málið, það kom sending af e10 til landins og um leið og það var farið að keyra henni á tanka, þá var allt sagt vera e10, einfaldlega vegna þess að þeir gátu ekki staðið við það fyrr að þetta væri ekki e10

ég er búinn að vinna við olíudreifingu hérna í eyjum um leið og það kom skip hingað með nýtt eldsneyti, þá var einfaldlega allt á tönkunum hjá okkur í sama gæðaflokki og það sem að var að koma.
En síðan þegar að maður dældi á skip þá þurfti að taka prufur af hverri afgreiðslu, 3 stykki, eitt til útgerðar, eitt sem olíudreifing hélt og ég hreinlega man ekki hvert sú síðasta fór.
En málið er að pappírarnir sem að ég sýndi fram á við dælingu voru bara alltaf frá síðasta skipi sem að kom með eldsneyti.

Síðan annað, ef að þið haldið að það sé eitthvað mismunandi bensín eftir stöðvum, gleymið því, það kemur eitt skip með bensín til landins sem að öll olíufélögin kaupa af.
Mögulega blanda þau eitthvða hjá sér, en í grunninn er þetta nákvæmlega sama bensínið.


Hvað meinarður, Costco er með gæðabensíns sko, það er Kirkland! /s

Re: Vonbrigði með costco eldsneyti. "99octan"

Sent: Lau 24. Jún 2023 19:38
af jonsig
Henjo skrifaði:
Hvað meinarður, Costco er með gæðabensíns sko, það er Kirkland! /s



það er amk ekki 99okt eins og auglýst eftir fyrirgrennslan FÍB.