Ókeypis er ekki alltaf ódýrara

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ókeypis er ekki alltaf ódýrara

Pósturaf GuðjónR » Sun 12. Mar 2023 22:09

Ég var að panta cover á síma frá Mous þar sem engin selur það á Ísland.
https://eu.mous.co/products/clarity-2-0 ... phone-case

Boðið er upp á tvo sendingarmöguleika, ókeypis (þá líklega með póstinum) eða DHL hraðsending á €20
Ákvað að borga fyrir hraðsendingu þó það liggi ekkert á þessu því innifalið í gjaldinu er tollskýrslugerð og tollkrít meðan pósturinn blóðmjólkar fyrir allt sem hann gerir og mér sýnist það verða miklu dýrara en €20 þegar upp er staðið. Þið megið leiðrétta mig ef þetta er röng ályktun.

p.s. keypti þetta í gegnum fyrirtækjakennitölu þannig að væntanlea er þetta E3 skýrsla.
Viðhengi
Screenshot 2023-03-11 at 22.41.29.png
Screenshot 2023-03-11 at 22.41.29.png (102.64 KiB) Skoðað 1830 sinnum
Screenshot 2023-03-12 at 22.03.12.png
Screenshot 2023-03-12 at 22.03.12.png (152.01 KiB) Skoðað 1830 sinnum
Screenshot 2023-03-12 at 22.03.29.png
Screenshot 2023-03-12 at 22.03.29.png (111.88 KiB) Skoðað 1830 sinnum



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ókeypis er ekki alltaf ódýrara

Pósturaf worghal » Sun 12. Mar 2023 22:19

tollurinn reiknar líka 10% ofan á heildar verð þegar sending er "frí" og útskýringin er sú að einhver borgaði fyrir sendinguna og þú bara gjöra svo vel að borga tollinn af því, sama hvað það er.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Ókeypis er ekki alltaf ódýrara

Pósturaf Predator » Mán 13. Mar 2023 12:05

Borga nú vanalega um 1200-1300kr fyrir það smadot sem kemur með póstinum þá með skýrslu, vsk og öllu inni í því. Reikna með að þú sért að borga ca 1000kr meira fyrir dhl í þessu tilfelli.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Ókeypis er ekki alltaf ódýrara

Pósturaf appel » Mán 13. Mar 2023 12:54

worghal skrifaði:tollurinn reiknar líka 10% ofan á heildar verð þegar sending er "frí" og útskýringin er sú að einhver borgaði fyrir sendinguna og þú bara gjöra svo vel að borga tollinn af því, sama hvað það er.

Er það virkilega??? omg :eh


*-*

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 910
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ókeypis er ekki alltaf ódýrara

Pósturaf methylman » Þri 14. Mar 2023 19:34

Svo er að sækja um tollkrít þá borgar þú DHL t.d. ekkert færð bara vöruna beint á afhendingarstað og tollurinn rukkar svo í heimabankanum 90 dögum seinna (mest) þá færðu engin gjöld nema VSK á VSK númerið þitt eða fyrirtækisins Einfaldast


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.