Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf jonsig » Mán 30. Jan 2023 10:26

Áður en ég held áfram, þá er þetta SKOÐUN. Eins og virðist skylt er að nefna í t.d. blaðagreinum í Rússlandi.

Nú er ég meintur forréttinda karl sem fer aldrei á sinfóníur, leikhús, myndverka eða listmunasýningar að hugsa þessa spurningu/ar upphátt.
Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ? Síðan þessi listamannalaun fyrir ... útvalda... ? Af hverju virðist þetta fólk heilagt ?

Allir sem ég hef spurt í kringum mig hafa bara svarað á þessa leið : "Listamenn eru mjög mikilvægir og þurfa að vera á styrkjum." (Ekki vera stupid.)"

Ég fylgist stundum með eftir fréttir "ríkissjónvarpssins" þegar rætt er við meinta listamenn. Og finnst þeir viðmælendur almennt hrokafullir ,vinstri þenkjandi og gjörsamlega að missa sig í nýjustu PC hugmyndunum hverju sinni og eru klárlega að reyna koma sér á framfæri í stað þess að láta verkin sín tala...? sem svona heilt yfir lætur manni finnast þeir allir vera leiðinlegir og ófrumlegir.

Finnst allir þessir gjörningar allir 100% réttmæt hobbý, en þegar ætlast er til að aðrir borgi hobbýið sitt er auðvitað bara þvæla.
Síðast breytt af jonsig á Mán 30. Jan 2023 10:30, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6419
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 280
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf gnarr » Mán 30. Jan 2023 10:44

Lang flestir listamenn verða ekki frægir eða "vinsælir" fyrr en eftir að þeir eru dánir.
Það þýðir að í flestum tilfellum er engin leið fyrir listamanninn að lifa á listinni nema að það sé eitthvað í boði eins og listamannalaun.

Van Gogh, Monet, Shakespeare, Bach, Kafka, Oscar Wilde, Emliy Dickinson, Johannes Vermeer, Edgar Allan Poe og Jane Austen eru öll dæmi um listamenn sem urðu ekki fræg fyrr en eftir andlát og áttu mjög erfit með að lifa á listinni.

Til þess að samfélagið okkur sé ekki bara grátt og leiðinlegt þarf listamenn til þess að lita það.

jonsig skrifaði:Finnst allir þessir gjörningar allir 100% réttmæt hobbý, en þegar ætlast er til að aðrir borgi hobbýið sitt er auðvitað bara þvæla.


Ég vinn við hobbíið mitt og aðrir borga fyrir það... Afhverju er það þvæla?


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf appel » Mán 30. Jan 2023 10:53

Ég hef svosem ekkert á móti er að styðja við listamenn, en mér finnst að það þurfi að vera skilgreint hvað er verið að borga laun fyrir.
Þannig finnst mér að það þurfi að tengja þetta við einhverja framlegð, að listamaðurinn sem sækir um listamannalaun skilgreini eitthvað verkefni sem hann vilji vinna að og fái þá laun til að koma því í framkvæmd. En að borga bara þessi laun án þess að hann þurfi að gera eitthvað finnst mér bara rugl.
Svo ætti þetta að vera opið fyrir fleiri listamenn en bara þessa nafnþekktu eldri listamenn, það ætti að styðja líka við yngri listamann sem eru óþekktir.


*-*


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 30. Jan 2023 11:21

appel skrifaði:Ég hef svosem ekkert á móti er að styðja við listamenn, en mér finnst að það þurfi að vera skilgreint hvað er verið að borga laun fyrir.
Þannig finnst mér að það þurfi að tengja þetta við einhverja framlegð, að listamaðurinn sem sækir um listamannalaun skilgreini eitthvað verkefni sem hann vilji vinna að og fái þá laun til að koma því í framkvæmd. En að borga bara þessi laun án þess að hann þurfi að gera eitthvað finnst mér bara rugl.
Svo ætti þetta að vera opið fyrir fleiri listamenn en bara þessa nafnþekktu eldri listamenn, það ætti að styðja líka við yngri listamann sem eru óþekktir.


Já, en, já, en, þetta er nkl svona eins og þú biður um að heiðurslaunum listamanna undanskildum. Listamenn sækja um listamannalaun til að vinna að tilteknum verkefnum og það er ekki sjálfgefið að þeim hlotnist laun auk þess sem tímalengd er mismunandi.

Menn senda ekki bara nótis á Fjársýsluna og skella sér svo til Tene. Nei, það þarf meira til.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf GuðjónR » Mán 30. Jan 2023 11:51

Þetta er góð spurning.

Mér finnst listamannalaun alveg eiga rétt á sér, sérstaklega ef þau væru notuð til að hjálpa listamönnum að koma sér á framfæri og undir sig fótunum.
Heiðurs­laun lista­manna finnst mér hins vegar tímaskekkja og óþarfa snobb.
Borga ríku fólki peninga til æviloka fyrir hvað? Að hafa gert það gott og hagnast af listinni?

Finnst þau oft fara til þeirra sem ekki þurfa á þeim að halda.
Hvað hefur t.d. milljarðamæringurinn Erro með „heiðurs“ listamannalaun að gera?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018 ... istamanna/




traustitj
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf traustitj » Mán 30. Jan 2023 14:33

Það er nú ekki ríkt fólk sem fær heiðurslaun og þau eru heldur ekki há.

Þráinn Bertelsson var eitt sinn spurður hvort hann væri ekki með aðra mynd í vinnslu? Nei, veistu. Ég er þreyttur á að missa húsið við hverja mynd. Þó kallinn hafi komið undir sig fótunum síðar á ævinni, þá er í fínu að gefa honum viðurkenningu með heiðurslaunum fyrir strögglið og allar myndirnar sem liggja eftir hann, sem þó Sena eyðilagði heilmikið með hræðilegri útgáfu af video spólum og ónýtu hljóði bara til að fara framhjá kallinum.

Þó Bubbi eigi aur, þá er maðurinn búinn að vera að í 40 ár og gott betur. Það eru ekki margir Íslenskir tónlistamenn sem hafa gefið út jafn mikið af góðu efni í svona langan tíma.

Þegar maður röltir um borgina og virðir fyrir sér styttur og verk á mörgum stöðum, þá væri það frekar tómlegt ef þeirra nyti ekki við, kannski er þetta með gests augað, fólk kannski sér þetta ekki lengur.

Rithöfundar sem búa til góðar sögur og allt sem kemur því við. Þetta er ekki hægt án styrkja.

En að sama skapi, þetta nýlista fólk, saga innkaupskerru í tvennt, líma á vegg og það er list. Nei. Það eru ekki allir sem eiga að fá laun og styrki og það eru ekki svo margir sem fá slíkt heldur.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf jonsig » Mán 30. Jan 2023 14:35

gnarr skrifaði:
jonsig skrifaði:Finnst allir þessir gjörningar allir 100% réttmæt hobbý, en þegar ætlast er til að aðrir borgi hobbýið sitt er auðvitað bara þvæla.


Ég vinn við hobbíið mitt og aðrir borga fyrir það... Afhverju er það þvæla?



Sjálfsagt að þú fáir borgað fyrir það af fólki sem kaupir vinnunna þína, en ekki skattgreiðendur.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6419
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 280
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf gnarr » Mán 30. Jan 2023 14:52

jonsig skrifaði:
gnarr skrifaði:
jonsig skrifaði:Finnst allir þessir gjörningar allir 100% réttmæt hobbý, en þegar ætlast er til að aðrir borgi hobbýið sitt er auðvitað bara þvæla.


Ég vinn við hobbíið mitt og aðrir borga fyrir það... Afhverju er það þvæla?



Sjálfsagt að þú fáir borgað fyrir það af fólki sem kaupir vinnunna þína, en ekki skattgreiðendur.


Það er alveg heill hellingur af hönnuðum og arkitektum að vinna hjá ríkinu og fá þar af leiðandi borgað frá skattgreiðendum. Lang stærstur hluti þessa fólks er að vinna við áhugamálið sitt og eru listamenn. Er þvæla að aðrir borgi hobbíið þeirra? Er það þvæla að skattgreiðendur borgi hobbíið þeirra? Hvar nákvæmlega liggja mörkin?


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf appel » Mán 30. Jan 2023 15:14

Það er auðvelt að rífast um þetta enda hafa allir sterkar skoðanir um þetta. En þessu mun aldrei verða breytt. Þannig að þetta er einn af þessum hlutum sem er algjörlega tilgangslaust að rífast um.


*-*


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1217
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf nonesenze » Mán 30. Jan 2023 16:05

Fólk á auðvitað að fá borgað fyrir vinnuna sína. En ekki þiggja pening bara útaf viðkomandi er listamaður eða eitthvað annað og getur setið heima hjá sér að gera ekkert

Ég veit ekkert hvernig þessi laun fara fram og hvað fólk þarf að uppfylla til að fá þau


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 508
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 165
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Henjo » Mán 30. Jan 2023 16:23

Athugasemd mín við þessum launum er að það er rugl að þekktir og efnaðir listamenn eru á líftíðarlaunum eða að það eru alltaf sömu sem fá 12 mánði ár eftir ár, ætti frekar að beina þessu í átt að ungu listafólki og styðja meira við þann hóp.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf worghal » Mán 30. Jan 2023 16:25

mér finnst allveg allt í lagi að vera með listamanna laun en það að sama fólkið skuli fá að hanga á þessu svo árum saman og oftar en ekki eru þetta einmitt bara skyldmenni og vinir einhverja pappakassa á þingi.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 30. Jan 2023 16:35

worghal skrifaði:mér finnst allveg allt í lagi að vera með listamanna laun en það að sama fólkið skuli fá að hanga á þessu svo árum saman og oftar en ekki eru þetta einmitt bara skyldmenni og vinir einhverja pappakassa á þingi.


Sammála þessu. Ekkert að þessu en það má útdeila þeim oftar og til fleirri aðila.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1217
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf nonesenze » Mán 30. Jan 2023 16:55

Listamanna lán væru kannski sniðugra eins og námslán eru


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Frussi
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Frussi » Mán 30. Jan 2023 19:37

nonesenze skrifaði:
Ég veit ekkert hvernig þessi laun fara fram og hvað fólk þarf að uppfylla til að fá þau


Það væri líklega best að byrja á að kynna sér það áður en þú gagnrýnir.

Þetta virðist vera vandamálið hjá ótrúlega mörgum sem eru á móti listamannslaunum.


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf urban » Mán 30. Jan 2023 20:00

gnarr skrifaði:Lang flestir listamenn verða ekki frægir eða "vinsælir" fyrr en eftir að þeir eru dánir.
Það þýðir að í flestum tilfellum er engin leið fyrir listamanninn að lifa á listinni nema að það sé eitthvað í boði eins og listamannalaun.

Van Gogh, Monet, Shakespeare, Bach, Kafka, Oscar Wilde, Emliy Dickinson, Johannes Vermeer, Edgar Allan Poe og Jane Austen eru öll dæmi um listamenn sem urðu ekki fræg fyrr en eftir andlát og áttu mjög erfit með að lifa á listinni.

Til þess að samfélagið okkur sé ekki bara grátt og leiðinlegt þarf listamenn til þess að lita það.

jonsig skrifaði:Finnst allir þessir gjörningar allir 100% réttmæt hobbý, en þegar ætlast er til að aðrir borgi hobbýið sitt er auðvitað bara þvæla.


Ég vinn við hobbíið mitt og aðrir borga fyrir það... Afhverju er það þvæla?


vissulega verða flestir listamenn ekki ríkir á meðan að þeir eru ríkir.
og vissulega viljum við ekki hafa allt grátt og ógeðslegt í kringum okkur (eða samt virðist fólk vilja það, flestar fasteignamyndir gætu verið teknar í svarthvítu) en það þýðir ekki að ef að einhverjur ákveðnir væru ekki á listamannalaunum þá væri bara engin list sköpuð.

Ég þekki hrúgu af listafólki sem að er að skapa list ýmist óreglulega eða mjög reglulega.
Á eftir þau myndir og málverk, hlusta á tónlistina þeirra og svo framvegis.
Engan þekki ég á listamannalaunum samt, öllu þessu fólki hefur tekist að skapa sína list án listamannalauna, mér finnst þessi umræða um að vilja bara enga list ef að maður vill ekki listamannalaun svo vitlaus.


Hef samt akkúrat ekkert á móti listamannalaunum sem slíkum.
Hef mikið að athuga þegar að menn eru orðnir fastagestir á þeim.

Ef að maður skoðar t.d. listamannalaun til rithöfunda, þá eru ákveðin nöfn sem að hafa bara verið í áskrift af þeim.
Það er alveg út í hött að sami maður geti verið á listamannalaunum í 95+ af síðustu 120 mánuðum.

Andri Snær
Hallgrímur Helga
Auður Jónsdóttir

Þetta eru 3 nöfn sem að ég skoðaði einhvern tíman, þau fá bara nær alltaf úthlutað og yfirleitt alltaf 12 mánuðum.
Ég held að Ísland væri ekkert mikið grárra og leiðinlegra þrátt fyrir að Andri snær hefði bara verið á listamannalaunum í 6 mánuði á síðustu 2 árum, í staðin fyrir 21 mánuð.
Ég hugsa að veturinn væri ekkert mikið ógeðslegri þrátt fyrir að hann fengi ekki úthlutað á þessu ári t.d.

tek það fram að ég hef svo sem ekkert á móti honum, þetta var bara eitt af nöfnunum sem að ég skoðaði á sínum tíma.
Síðast breytt af urban á Mán 30. Jan 2023 20:04, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf jonsig » Mán 30. Jan 2023 21:00

Frussi skrifaði:
nonesenze skrifaði:
Ég veit ekkert hvernig þessi laun fara fram og hvað fólk þarf að uppfylla til að fá þau


Það væri líklega best að byrja á að kynna sér það áður en þú gagnrýnir.

Þetta virðist vera vandamálið hjá ótrúlega mörgum sem eru á móti listamannslaunum.


Kannski hægt að fræða okkur sótsvartan almúgan, ef þetta eru einhver fræði á annað borð ?



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Baldurmar » Mán 30. Jan 2023 21:14

jonsig skrifaði:
Frussi skrifaði:
nonesenze skrifaði:
Ég veit ekkert hvernig þessi laun fara fram og hvað fólk þarf að uppfylla til að fá þau


Það væri líklega best að byrja á að kynna sér það áður en þú gagnrýnir.

Þetta virðist vera vandamálið hjá ótrúlega mörgum sem eru á móti listamannslaunum.


Kannski hægt að fræða okkur sótsvartan almúgan, ef þetta eru einhver fræði á annað borð ?


Voðalegt fórnalambs-blæti ertu með....

Hérna eru nokkrir hlekki handa þér
https://www.rannis.is/sjodir/menning-li ... istamanna/

Reglugerðin:
https://island.is/reglugerdir/nr/0834-2009

Matskvarði umsókna:
https://www.rannis.is/media/listamannal ... di2022.pdf


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Semboy » Mán 30. Jan 2023 22:36

Mynd


150 000kr


hef ekkert að segja LOL!


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 31. Jan 2023 03:00

Semboy skrifaði:Mynd


150 000kr


Þú ert á réttri leið. Hellingur af góðri list er, tja, lítilsháttar dulbúið klám :8)




SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf SolviKarlsson » Þri 31. Jan 2023 11:11

Þetta er í raun styrkur í formi launa. Það listafólk sem sækir um er að sækja um styrk til að halda sér uppi meðan þau vinna að ákveðnu verkefni.
Allar þessar listgreinar eru mikilvægar fyrir menningu og identity okkar sem þjóð og samfélag, margt af þessu fólki er þegar í öðrum störfum líka. En listamannalaunin gerir þeim kleift að sinna þessu líka þar til þau gætu gert það að fullri atvinnu.

Ég myndi segja öllum að líta á þetta eins og alla aðra styrki sem ríkið gefur út. “Til hvers eru bændur á framfærslu ríkisins? Ættu þeir ekki að geta selt alla sína vinnu og haldið sér uppi með sínu hobbýi?”

Ég sé þetta tvennt nákvæmlega eins, ríkið styrkir þessar arvinnugreinar til að halda þeim sem sinna þeim uppi og gefa fólki þar með tækifæri til að elta drauma sína.


No bullshit hljóðkall


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Til hvers eru listamenn á framfærslu ríkisins ?

Pósturaf Tbot » Þri 31. Jan 2023 12:28

Þessi umræða hefur farið fram áður hérna á vaktinni.

Hérna skiptast næstum allir í með eða á móti.
Síðast breytt af Tbot á Þri 31. Jan 2023 12:32, breytt samtals 1 sinni.