Ökuvísir og Verna

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rickyhien
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Ökuvísir og Verna

Pósturaf rickyhien » Sun 16. Okt 2022 02:37

er að skoða bílatryggingar og sá þessa 2 app sem Vís og Verna nota
spurningin er hvernig veit appið hvort þú sért farþegi eða ökumaður? :-k fær maður lélega einkunn ef maður situr í bíl hjá einhverjum sem keyrir illa? xD


var að fá reikning frá Sjóvá upp á 150þús (án kaskós) fyrir 2014 Mazda 3 mínum. Ég keyri ekki langt og mikið (6-7000km á ári) þannig að finnst þetta allt of dýrt, langar að lækka reikninginn
Síðast breytt af rickyhien á Sun 16. Okt 2022 02:39, breytt samtals 1 sinni.




linked
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Mán 26. Feb 2018 00:06
Reputation: 2
Staða: Tengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf linked » Sun 16. Okt 2022 09:04

Hjá Verna getur þú literally eytt út þeim ferðum þar sem þú ert t.d. farþegi eða álíka. Já eða ferðum þar sem þú keyrir eins og fífl :)




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Dr3dinn » Sun 16. Okt 2022 10:40

Myndi aldrei versla við fyrirtæki sem vill rukka miðað við akstur, ekki að ég keyri illa bara lýst mjög illa á svona stefnur.

Næst vill tryggingarfélagið vita hvað þú verslar af víni og nammi til að hækka fjölskyldu og sjúkdómatryggingar... bara nei takk.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Okt 2022 11:10

Sá einmitt umræðu um þetta í Faceboook grúppu í gær, vona að það sé í lagi höfundinum þar sé sama að ég hendi inn skjáskoti hingað:
Viðhengi
Screenshot 2022-10-16 at 11.07.00.png
Screenshot 2022-10-16 at 11.07.00.png (55.22 KiB) Skoðað 3172 sinnum
311573582_10222464274781261_2478859037999630275_n.jpg
311573582_10222464274781261_2478859037999630275_n.jpg (166.25 KiB) Skoðað 3172 sinnum




mikkimás
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf mikkimás » Sun 16. Okt 2022 11:22

Ég er búinn að vera tjónlaus í 20 ár. Hversu mikla sönnun vilja þessir svikahrappar að ég sé öruggur bílstjóri?

En nei, núna vilja þeir njósna um ferðir mínar í skiptum fyrir örfáa þúsundkalla í afslátt.




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf TheAdder » Sun 16. Okt 2022 11:29

Ég mun aldrei taka það í mál að taka þátt í svona löguðu og finnst það satt að segja fáránleg hugmynd að einka fyrirtæki setji ökurita í farartæki hjá almenning, hvort sem ökuritinn er byggður upp af sér vélbúnaði eða appi.
Síðast breytt af TheAdder á Sun 16. Okt 2022 11:29, breytt samtals 1 sinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
rickyhien
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf rickyhien » Sun 16. Okt 2022 13:47

GuðjónR skrifaði:Sá einmitt umræðu um þetta í Faceboook grúppu í gær, vona að það sé í lagi höfundinum þar sé sama að ég hendi inn skjáskoti hingað:


já það er einmitt 20-25% hækkun hjá mér frá 2021 tjónlaus, er að prófa bæði öppin núna, er örugglega að fara til Verna þar sem þeim er sama um hraðakstri en Ökuvísir er með pínu væl þegar maður keyrir á 90-95 á leiðinni í Mosó

en mér finnst það ekkert leiðinlegt við það að hafa þetta öpp að njósna um hvernig ég keyri til að spara 30-40þús á ári...mun minnka svo töluvert símanotkun undir stýri hjá mörgum (og hjá mér xD) sem er bara gott!!
Síðast breytt af rickyhien á Sun 16. Okt 2022 13:54, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf thrkll » Sun 16. Okt 2022 15:36

Eins og þetta lítur út fyrir mér hefur þessi nýja eftirlitstækni það eina markmið að færa normið um upplýsingaöflun tryggingafélaga upp á næsta stig.

Mér sýnist þetta vera staðreyndir málsins:

1. Enginn sem veit að hann ekur óvarlega skráir sig í þessa þjónustu enda væri það dýrara fyrir hann.

2. Ef einhver skráir sig, haldandi að hann sé góður ökumaður en er það ekki, þá hækka iðgjöldin og hann færir sig til baka í hefðbundnar tryggingar.

3. Bara þeir sem aka raunverulega vel skrá sig í þessa þjónustu enda þurfa þeir að borga minna en í hefðbundinni tryggingu.

Niðurstaðan: Það er engin leið fyrir tryggingafélögin að græða beint á þessu fyrirkomulagi enda er eina niðurstaðan að góðir ökumenn fá afslátt í stað þess að borga fullt verð fyrir trygginguna.

Það er öruggt að fullyrða að VÍS og TM (Verna) séu hagnaðardrifin fyrirtæki sem gera ekki svona hluti nema þau hafi fjárhagslegan ávinning af því. Og af hverju eru þessir tryggingarisar þá að standa í þessu?

Eina skýringin virðist vera að það væri gífurlega arðbært fyrir þau að skapa nýtt norm um sölu trygginga þar sem viðskiptavinurinn þarf að veita fyrirtækinu mun meiri persónuupplýsingar en gert er í dag.
Síðast breytt af thrkll á Sun 16. Okt 2022 20:29, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1255
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Minuz1 » Sun 16. Okt 2022 16:51

Það eru þegar 4 leiðir þar sem þegar er fylgst með mér daglega í umferð.
Ökuriti, Flotastjórnunarforrit(trackwell), App í síma, eftirlitsmyndavélar lögreglu.

Allt tekur upp gögn og geymir í gagnagrunnum.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 683
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf kjartanbj » Sun 16. Okt 2022 17:31

Minuz1 skrifaði:Það eru þegar 4 leiðir þar sem þegar er fylgst með mér daglega í umferð.
Ökuriti, Flotastjórnunarforrit(trackwell), App í síma, eftirlitsmyndavélar lögreglu.

Allt tekur upp gögn og geymir í gagnagrunnum.



Svipað hér, ökuriti , flotastjórnunarkerfi , ég ætla samt ekki að bæta við appi í símann. flotastjórnunarkerfið er reyndar ekki alveg eins og trackwell , það er ekki jafn mikið að fylgjast með, aðalega bara til að sjá hvar bílarnir eru og í hvaða aðgerð þeir eru




agust1337
Gúrú
Póstar: 514
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 42
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf agust1337 » Sun 16. Okt 2022 17:32

Þú getur valið í Ökuvísir og sagt að þú hafi verið farþegi, eftir á

308844084_3254073928197600_3438141429300113413_n.jpg
308844084_3254073928197600_3438141429300113413_n.jpg (62.45 KiB) Skoðað 2892 sinnum
Síðast breytt af agust1337 á Sun 16. Okt 2022 17:37, breytt samtals 1 sinni.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 281
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Trihard » Sun 16. Okt 2022 17:39

Ég vona bara að fleiri tryggingafyrirtæki byrji að innleiða þetta kerfi svo maður fái ennþá meiri afslátt út af samkeppni.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Nariur » Sun 16. Okt 2022 18:37

Trihard skrifaði:Ég vona bara að fleiri tryggingafyrirtæki byrji að innleiða þetta kerfi svo maður fái ennþá meiri afslátt út af samkeppni.


Ég vona innilega að þeim takist ekki að normalize-a þetta svo þeir eigi auðveldara með að okra á manni ef maður leyfir þeim ekki að njósna um mann. Skv. fyrri commentum lítur út fyrir að þeir séu byrjaðir.
Ég er mjög ánægður hjá Sjóvá. Hækkunin í ár var vel undir verðbólgu og ég var meira að segja með mitt fyrsta tjón á árinu. Svo eru þeir einir um að vera ekki að ýta svona njósnaviðbjóði á mann.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf bigggan » Sun 16. Okt 2022 18:38

Trihard skrifaði:Ég vona bara að fleiri tryggingafyrirtæki byrji að innleiða þetta kerfi svo maður fái ennþá meiri afslátt út af samkeppni.


hahaha goður þessi...



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2393
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 137
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Black » Sun 16. Okt 2022 19:14

Eina sem ökuvísir gerir er að gefa tryggingafélaginu fleiri upplýsingar sem hægt er að nota gegn þér ef þú lendir í slysi og þarft bætur.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf urban » Sun 16. Okt 2022 20:16

thrkll skrifaði:
Niðurstaðan: Það er engin leið fyrir tryggingafélögin að græða beint á þessu fyrirkomulagi enda er eina niðurstaðan að góðir ökumenn fá afslátt í stað þess að borga fullt verð fyrir trygginguna.

Það er öruggt að fullyrða að VÍS og TM (Verna) séu hagnaðardrifin fyrirtæki sem gera ekki svona hluti nema þau hafi fjárhagslegan ávinning af því. Og af hverju eru þessir tryggingarisar þá að standa í þessu?

Eina skýringin virðist vera er að það væri gífurlega arðbært fyrir þau að skapa nýtt norm um sölu trygginga þar sem viðskiptavinurinn þarf að veita fyrirtækinu mun meiri persónuupplýsingar en gert er í dag.


Hækka auðvitað verð á öðrum en þeim sem að hafa þetta app.
Það er náttúrulega bara svo augljós, tryggingar hækka, þeir sem að nota þetta fá "eðlilegt" verð ef að þeir keyra þokkalega.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Pandemic » Mán 17. Okt 2022 12:19

Black skrifaði:Eina sem ökuvísir gerir er að gefa tryggingafélaginu fleiri upplýsingar sem hægt er að nota gegn þér ef þú lendir í slysi og þarft bætur.


Ég veit svosem ekki hvernig VÍS er með þetta en Verna nýtir ekki þessar upplýsingar. Fá bara heildar ökuskorið og niðurbrot á því til sín.

thrkll skrifaði:Eins og þetta lítur út fyrir mér hefur þessi nýja eftirlitstækni það eina markmið að færa normið um upplýsingaöflun tryggingafélaga upp á næsta stig.

Mér sýnist þetta vera staðreyndir málsins:

1. Enginn sem veit að hann ekur óvarlega skráir sig í þessa þjónustu enda væri það dýrara fyrir hann.

2. Ef einhver skráir sig, haldandi að hann sé góður ökumaður en er það ekki, þá hækka iðgjöldin og hann færir sig til baka í hefðbundnar tryggingar.

3. Bara þeir sem aka raunverulega vel skrá sig í þessa þjónustu enda þurfa þeir að borga minna en í hefðbundinni tryggingu.

Niðurstaðan: Það er engin leið fyrir tryggingafélögin að græða beint á þessu fyrirkomulagi enda er eina niðurstaðan að góðir ökumenn fá afslátt í stað þess að borga fullt verð fyrir trygginguna.

Það er öruggt að fullyrða að VÍS og TM (Verna) séu hagnaðardrifin fyrirtæki sem gera ekki svona hluti nema þau hafi fjárhagslegan ávinning af því. Og af hverju eru þessir tryggingarisar þá að standa í þessu?

Eina skýringin virðist vera að það væri gífurlega arðbært fyrir þau að skapa nýtt norm um sölu trygginga þar sem viðskiptavinurinn þarf að veita fyrirtækinu mun meiri persónuupplýsingar en gert er í dag.


Það hlýtur að vera markmið allra betri tryggingafélaga að rukka þá áhættumeiri meira og þá áhættuminni minna. Það er hagur þinn sem kúnni að vera í hópi "ódýrari" viðskiptavina sem valda minna af tjónum.

VÍS, TM, Verna, Bónus og 10-11 eru allt fyrirtæki sem vilja sá einhvern ávinning af sínum fjárfestingum. Hinsvegar geturu selt kókdósina á 99kr og fengið tekjur í gegnum magnið eða á 299kr og fengið tekjurnar í gengum hátt verð. Hjá tryggingarfélögum snýst þetta um stærð iðgjaldagrunnsins og áhættuna (fleiri tjónaminni kúnnar = betra verð til þín).

Svo má kannski minnast á það að Verna er ekki TM. Verna notar TM sem frumtryggjanda á bakvið tryggingavörurnar sínar.




agust1337
Gúrú
Póstar: 514
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 42
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf agust1337 » Mán 17. Okt 2022 12:45

Black skrifaði:Eina sem ökuvísir gerir er að gefa tryggingafélaginu fleiri upplýsingar sem hægt er að nota gegn þér ef þú lendir í slysi og þarft bætur.


Það væri áhugavert að vita hvort einhver hér er með Ökuvísi og hefur lent í slysi og væri til í að segja frá sínum upplifun. Ég alla vegna hef það ekki, og vonandi aldrei.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Nariur » Mán 17. Okt 2022 12:56

Það sem þessi fyrirtæki eru að gera er að ráðast gegn friðhelgi einkalífsins til að þau geti grætt peninga á gögnunum okkar.
Það er okkar sem viðskiptavina að spyrna gegn þessari græðgi.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Baldurmar » Mán 17. Okt 2022 15:46

Pandemic skrifaði:Ég veit svosem ekki hvernig VÍS er með þetta en Verna nýtir ekki þessar upplýsingar. Fá bara heildar ökuskorið og niðurbrot á því til sín.


Nýtir ekki eða GETUR EKKI nýtt þetta, stóóór munur þar á.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Pandemic » Mán 17. Okt 2022 16:28

Baldurmar skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ég veit svosem ekki hvernig VÍS er með þetta en Verna nýtir ekki þessar upplýsingar. Fá bara heildar ökuskorið og niðurbrot á því til sín.


Nýtir ekki eða GETUR EKKI nýtt þetta, stóóór munur þar á.


Ég velti því fyrir mér hvað þú heldur að appið skili sem ekki er hægt að fá á einfaldari hátt með öðrum leiðum.
Hraði?. Hraðan er hægt að sækja í bíltölvuna rétt fyrir árekstur eða einfaldlega reikna hann útfrá bremsuförum.
Ölvun/fíkniefni? Veit ekki til þess að appið geti mælt það.
Ætli þetta séu ekki svona meginástæður fyrir tjónum sé hafnað.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1255
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Minuz1 » Mán 17. Okt 2022 17:10

Nariur skrifaði:Það sem þessi fyrirtæki eru að gera er að ráðast gegn friðhelgi einkalífsins til að þau geti grætt peninga á gögnunum okkar.
Það er okkar sem viðskiptavina að spyrna gegn þessari græðgi.


Þú þarft að samþykkja þetta, ég veit ekki hvernig þú ímyndar þér að friðhelgi virki.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf natti » Mán 17. Okt 2022 17:26

Pandemic skrifaði:
Baldurmar skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ég veit svosem ekki hvernig VÍS er með þetta en Verna nýtir ekki þessar upplýsingar. Fá bara heildar ökuskorið og niðurbrot á því til sín.


Nýtir ekki eða GETUR EKKI nýtt þetta, stóóór munur þar á.


Ég velti því fyrir mér hvað þú heldur að appið skili sem ekki er hægt að fá á einfaldari hátt með öðrum leiðum.
Hraði?. Hraðan er hægt að sækja í bíltölvuna rétt fyrir árekstur eða einfaldlega reikna hann útfrá bremsuförum.
Ölvun/fíkniefni? Veit ekki til þess að appið geti mælt það.
Ætli þetta séu ekki svona meginástæður fyrir tjónum sé hafnað.


Af því að ef þú keyrir "ólöglega" þá gefuru frá þér tryggingarréttinn óháð því hvort þú ert í "rétti" í tjóni eða ekki.
Algengustu dæmin um þetta er akstur undir áhrifum áfengis, einstaklingar sem hafa lent í að það hefur verið keyrt aftan á þá eða jafnvel að hinn aðilinn fór yfir á rauðu ljósi eða virti ekki stöðvunar- eða biðskyldu fá ekki eigin tjón bætt því þeir voru undir áhrifum áfengis.
Þetta eru jafnframt dæmin sem auðveldast er að sanna, því upp kemur grunur á staðnum og lögregla lætur fólk blása og/eða fer með í blóðprufu.

Að nálgast önnur gögn, t.d. með því að skoða bremsuför eða fá gögn úr bíltölvu, er hvorki auðvelt né sjálfsagt. Bæði er aukin vinna bakvið það að senda einhvern í að skoða bremsuför, og það er enganveginn sjálfsagt að afhenda tryggingafélaginu gögn úr bíltölvu.
Undatekningarnar á þessu ef það er grunur um vítavert gáleysi, háskaakstur eða álíka.

Allt öðru máli gegnir ef þú afhendir tryggingafélaginu þessu gögn í gjafapappír (í gegnum app), hvað kemur í veg fyrir að þau noti þau gögn til að taka ákvörðun um hvort þú eigir að fá tjón bætt eða ekki?
Hvað ef þú lendir í að einhver fari yfir á rauðu ljósi og keyri á þig, en þú varst að keyra á 58km hraða þar sem er 50km hámarkshraði.
Í flestum tilfellum varstu bara á ökuhraða allra annarra í kringum þig, en það breytir því ekki að þú varst að brjóta umferðarlög.
Hvað kemur í veg fyrir að tryggingafélagið segi þá að þú eigir ekki rétt á bótum því þú varst að keyra ólöglega?

Þar eru líka peningarnir. Ef tryggingafélagið getur fækkað bótagreiðslum þá eru það miklu hærri upphæðir sem sparast heldur en gróðinn sem næst með því að hækka önnur ársgjöld um einhverja þúsundkalla.
Þeir sem hafa þurft að díla við tryggingafélög vita að þau nýta allt smáa-letrið og meira til til að koma í veg fyrir að þurfa að borga e-ð.
Og það er hvorki siðferði né einhver útgáfa af "common sense" sem ræður för hjá trygginafélögunum þegar kemur að slíkum málum.

Ef það er hætta á að þessi gögn verði misnotuð, þá eru 100% líkur á að það verði gert.
Það á bara eftir að koma í ljós hvernig.


Mkay.

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Nariur » Mán 17. Okt 2022 17:48

Minuz1 skrifaði:
Nariur skrifaði:Það sem þessi fyrirtæki eru að gera er að ráðast gegn friðhelgi einkalífsins til að þau geti grætt peninga á gögnunum okkar.
Það er okkar sem viðskiptavina að spyrna gegn þessari græðgi.


Þú þarft að samþykkja þetta, ég veit ekki hvernig þú ímyndar þér að friðhelgi virki.


Já. Á endanum mun ég ÞURFA að samþykkja þetta. Það er allavega markmiðið.
Síðast breytt af Nariur á Mán 17. Okt 2022 17:48, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2393
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 137
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Black » Mán 17. Okt 2022 17:51

Pandemic skrifaði:
Baldurmar skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ég veit svosem ekki hvernig VÍS er með þetta en Verna nýtir ekki þessar upplýsingar. Fá bara heildar ökuskorið og niðurbrot á því til sín.


Nýtir ekki eða GETUR EKKI nýtt þetta, stóóór munur þar á.


Ég velti því fyrir mér hvað þú heldur að appið skili sem ekki er hægt að fá á einfaldari hátt með öðrum leiðum.
Hraði?. Hraðan er hægt að sækja í bíltölvuna rétt fyrir árekstur eða einfaldlega reikna hann útfrá bremsuförum.
Ölvun/fíkniefni? Veit ekki til þess að appið geti mælt það.
Ætli þetta séu ekki svona meginástæður fyrir tjónum sé hafnað.


Sé bara fyrir mér
"miðað við hvernig aksturslagið hjá honum hefur verið seinasta árið, þá sést að hann er mjög lélegur og óvarkár bílstjóri og það var klárlega honum að kenna að hafa..."


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |