Síða 1 af 1

Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mán 29. Ágú 2022 21:24
af jonfr1900
Hérna er frétt á Vox um það hvernig áskriftir tóku yfir líf okkar flestra. Þessi frétt er með mikilvægan punkt um það hvernig þetta í raun allt saman kostar og fólk situr ekki uppi með neitt merkilegt á móti. Síðan er það staðreynd að áskriftir kosta og þetta safnast saman hratt hjá fólki í stórar upphæðir á mánuði og yfir árið.

How subscriptions took over our lives (Vox)

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Þri 30. Ágú 2022 21:55
af Hlynzi
Ég var nú ekki búinn að renna yfir allan textann en ég hef jú áhyggjur af áskriftum af svona hlutum sem eiga ekki að vera í áskrift eins og sætishita í BMW bifreiðum (eða aðra hluti þar sem vélbúnaður er til staðar en til að virkja hann þarftu að borga áskriftargjald), það er alltaf bölvað vesen að segja upp áskriftum og aldrei í boði að kaupa bara einn mánuð t.d. , ég hef vanið mig á það ef ég tek áskriftir að setja þá reminder um að segja upp á ákveðnum tíma til að vera ekki sjálfkrafa rukkaður um heilt auka ár.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mið 31. Ágú 2022 12:39
af Hlynzi
Ætla líka að grípa tækifærið og nöldra um áskriftir hjá símafélögum, get ómögulega borgað fyrir það sem ég nota á snjallsímanum sem er kannski 1 GB á mánuði (þar sem 70% af tímanum er hann í WiFi sambandi) en þarf hinsvegar að kaupa heila áskrift (ég hringi líka töluvert), en á yfirleitt yfir 100GB uppsöfnuð hjá þeim, þeir mega eiga það að það hefur skánað og núna færist það yfir í næsta mánuð frekar en að hverfa.

Besta samlíkingin er að þú ætlar að taka bensín og olíufélagið býður þér uppá að fá líterinn á 250 kr. í staðinn fyrir 300 kr. en EF þú ert ekki búinn að klára tankinn fyrir helgi komum við og dælum því upp úr bílnum hjá þér !

(Ég væri semsagt bara til í að borga fyrir það sem ég nota)

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mið 31. Ágú 2022 13:00
af Moldvarpan
Hahaha bmw að rukka fyrir hitara er mega grillað.

Selja þá bara draslið, nóg annað í boði.

Ég er ekki með neina einustu áskrift.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mið 31. Ágú 2022 13:30
af codemasterbleep
Það gleymist kannski í þessu að þetta áskriftarform er að einhverju leyti að ryðja sér til rúms í hugbúnaði líka. Kannski hefur það verið það lengur en streymisþjónusturnar og maður er bara svona fáfróður.

T.d. er Adobe að ég held alfarið komið með Lightroom og photoshop í áskrift einvörðungu.

Það er svo sem virk samkeppni á því sviði þannig að neytendur hafa vissulega val.

Það leiðréttir mig einhver ef ég er að rugla en er ekki líka Autodesk með ársleyfi einvörðungu?

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mið 31. Ágú 2022 14:26
af TheAdder
codemasterbleep skrifaði:Það gleymist kannski í þessu að þetta áskriftarform er að einhverju leyti að ryðja sér til rúms í hugbúnaði líka. Kannski hefur það verið það lengur en streymisþjónusturnar og maður er bara svona fáfróður.

T.d. er Adobe að ég held alfarið komið með Lightroom og photoshop í áskrift einvörðungu.

Það er svo sem virk samkeppni á því sviði þannig að neytendur hafa vissulega val.

Það leiðréttir mig einhver ef ég er að rugla en er ekki líka Autodesk með ársleyfi einvörðungu?


Autodesk eru eingöngu með áskriftir, en ekki eingöngu tímabilsbundnar, það er hægt að versla flexible tímaeiningar og eyða þeim eftir þörfum í mismunandi hugbúnaði, það eru þá mimörk flex token sem ganga upp í mánuð í hverjum hugbúnaði.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mið 31. Ágú 2022 14:40
af appel
Ég veit ekki.

Ef þú ert að meina að allt hafi verið betra í "gömlu góðu dagana" þá er það auðvitað bara þvættingur.

Í dag hefur þú mikið val, og miklu meira content í boði.

Hvað hugbúnað einsog Photoshop varðar þá man ég þegar það kostaði yfir 100 þús kr. að kaupa Photoshop, það var fyrir 20 árum síðan, reiknað m.t.t. verðbólgu er það bara einsog ein milljón króna í dag. Þá fékkstu bara eina útgáfu, engar frekari uppfærslur. Í dag er þetta $10 á mánuði.

Svo get ég nú ekki sagt að tíminn fyrir streymisþjónusturnar hafi verið skemmtilegur hvað efnisframboð varðar. Þú þurftir að sætta þig við það sem RÚV, Stöð 2 og aðrir buðu upp á.

Svo auðvitað Spotify. Ársáskriftin þar kostar svipað mikið og tveir geisladiskar kostuðu í Skífunni í gamla daga. Ekki hægt að bera þetta saman.

Í "gömlu góðu dagana" varstu að eyða MIKLU meiri pening í afþreyingu ef þú værir að neyta hennar í sama magni og þú neytir í dag.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mið 31. Ágú 2022 19:21
af Trihard
Var ekki hægt að kaupa lög á iTunes í gamla daga með íslenskum account? Núna þegar ég reyni það þá er bara reynt að troða Apple Music áskrift í mann, kannski er ég bara að verða gamall en ég sé ekki hvernig maður fer að því.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Mið 31. Ágú 2022 21:15
af appel
Trihard skrifaði:Var ekki hægt að kaupa lög á iTunes í gamla daga með íslenskum account? Núna þegar ég reyni það þá er bara reynt að troða Apple Music áskrift í mann, kannski er ég bara að verða gamall en ég sé ekki hvernig maður fer að því.


$1 dollar per lag á þeim tíma takk fyrir :) Meiriháttar bylting þá, Steve Jobs hrósað fyrir að hafa náð lygilega góðum samningum við tónlistafyrirtækin. En algjört rip off í dag. $1 á þeim tíma er hvað um $1.7 í dag, 240 kr. ísl. (https://www.usinflationcalculator.com/) Spotify account kostar 1400 kr í dag og það eru 70 milljón lög á spotify.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Fim 01. Sep 2022 06:59
af Hlynzi
appel skrifaði:
Trihard skrifaði:Var ekki hægt að kaupa lög á iTunes í gamla daga með íslenskum account? Núna þegar ég reyni það þá er bara reynt að troða Apple Music áskrift í mann, kannski er ég bara að verða gamall en ég sé ekki hvernig maður fer að því.


$1 dollar per lag á þeim tíma takk fyrir :) Meiriháttar bylting þá, Steve Jobs hrósað fyrir að hafa náð lygilega góðum samningum við tónlistafyrirtækin. En algjört rip off í dag. $1 á þeim tíma er hvað um $1.7 í dag, 240 kr. ísl. (https://www.usinflationcalculator.com/) Spotify account kostar 1400 kr í dag og það eru 70 milljón lög á spotify.


En hefur tónlistarfólk ekki kvartað yfir því að það verður nær ekkert eftir sem rennur til þeirra í gegnum streymisveiturnar ?

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Fim 01. Sep 2022 09:10
af codemasterbleep
Hlynzi skrifaði:
appel skrifaði:
En hefur tónlistarfólk ekki kvartað yfir því að það verður nær ekkert eftir sem rennur til þeirra í gegnum streymisveiturnar ?


Það er reyndar alveg önnur umræða en tónlistarfólk er alla jafna ekki að hafa miklar tekjur af sölu eða streymi tónlistar. Þegar búið er að skipta kökunni þar fær tónlistarfólkið einhverjar krónur af hverjum hundraðkalli og ekki mikið meira en það.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Fim 01. Sep 2022 14:34
af appel
Það er orðið miklu meiri samkeppni/framboð af tónlist í dag. Það er eðlilegt að verð falli á hlutum sem offramboð er af.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Fös 02. Sep 2022 00:14
af jonfr1900
appel skrifaði:Ég veit ekki.

Ef þú ert að meina að allt hafi verið betra í "gömlu góðu dagana" þá er það auðvitað bara þvættingur.

Í dag hefur þú mikið val, og miklu meira content í boði.

Hvað hugbúnað einsog Photoshop varðar þá man ég þegar það kostaði yfir 100 þús kr. að kaupa Photoshop, það var fyrir 20 árum síðan, reiknað m.t.t. verðbólgu er það bara einsog ein milljón króna í dag. Þá fékkstu bara eina útgáfu, engar frekari uppfærslur. Í dag er þetta $10 á mánuði.

Svo get ég nú ekki sagt að tíminn fyrir streymisþjónusturnar hafi verið skemmtilegur hvað efnisframboð varðar. Þú þurftir að sætta þig við það sem RÚV, Stöð 2 og aðrir buðu upp á.

Svo auðvitað Spotify. Ársáskriftin þar kostar svipað mikið og tveir geisladiskar kostuðu í Skífunni í gamla daga. Ekki hægt að bera þetta saman.

Í "gömlu góðu dagana" varstu að eyða MIKLU meiri pening í afþreyingu ef þú værir að neyta hennar í sama magni og þú neytir í dag.


Streymið er reyndar að gera þetta einnig í kvikmyndaiðnaði, sjónvarpsþáttum og tónlist. Það er að minnka tekjur til fólksins sem býr til efnið.

Streaming platforms aren't helping musicians – and things are only getting worse (The Guardian, 2020)
Musicians Say Streaming Doesn’t Pay. Can the Industry Change? (New York Times, 2021)
Even famous musicians struggle to make a living from streaming – here’s how to change that (The Conversation)

Stundum er það sem virðist vera framför algjör andstaða við framfarir. Ég hef ekki fundið fréttir um þetta ennþá í kvikmyndaiðnaðinum og í framleiðslu sjónvarpsþátta en þetta vandamál er samt farið að koma fram þar, ásamt því að margir þættir og kvikmyndir eru ekki gefnir út á dvd, blu-ray diskum. Þannig að ef streymiþjónusta hverfur (fer á hausinn, það verður samruni fyrirtæki), þá er hætta á því að kvikmyndir og þættir einfaldlega hverfi að eilífu (ef það er ekki sjóræningjaútgáfa til á internetinu).

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Fös 02. Sep 2022 00:47
af appel
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Ég veit ekki.

Ef þú ert að meina að allt hafi verið betra í "gömlu góðu dagana" þá er það auðvitað bara þvættingur.

Í dag hefur þú mikið val, og miklu meira content í boði.

Hvað hugbúnað einsog Photoshop varðar þá man ég þegar það kostaði yfir 100 þús kr. að kaupa Photoshop, það var fyrir 20 árum síðan, reiknað m.t.t. verðbólgu er það bara einsog ein milljón króna í dag. Þá fékkstu bara eina útgáfu, engar frekari uppfærslur. Í dag er þetta $10 á mánuði.

Svo get ég nú ekki sagt að tíminn fyrir streymisþjónusturnar hafi verið skemmtilegur hvað efnisframboð varðar. Þú þurftir að sætta þig við það sem RÚV, Stöð 2 og aðrir buðu upp á.

Svo auðvitað Spotify. Ársáskriftin þar kostar svipað mikið og tveir geisladiskar kostuðu í Skífunni í gamla daga. Ekki hægt að bera þetta saman.

Í "gömlu góðu dagana" varstu að eyða MIKLU meiri pening í afþreyingu ef þú værir að neyta hennar í sama magni og þú neytir í dag.


Streymið er reyndar að gera þetta einnig í kvikmyndaiðnaði, sjónvarpsþáttum og tónlist. Það er að minnka tekjur til fólksins sem býr til efnið.

Streaming platforms aren't helping musicians – and things are only getting worse (The Guardian, 2020)
Musicians Say Streaming Doesn’t Pay. Can the Industry Change? (New York Times, 2021)
Even famous musicians struggle to make a living from streaming – here’s how to change that (The Conversation)

Stundum er það sem virðist vera framför algjör andstaða við framfarir. Ég hef ekki fundið fréttir um þetta ennþá í kvikmyndaiðnaðinum og í framleiðslu sjónvarpsþátta en þetta vandamál er samt farið að koma fram þar, ásamt því að margir þættir og kvikmyndir eru ekki gefnir út á dvd, blu-ray diskum. Þannig að ef streymiþjónusta hverfur (fer á hausinn, það verður samruni fyrirtæki), þá er hætta á því að kvikmyndir og þættir einfaldlega hverfi að eilífu (ef það er ekki sjóræningjaútgáfa til á internetinu).


Þetta er bara eðlilegt "væl" í heimi sem er að gjörbreytast.

Kostnaðarrugl í amerísku efni er bara vangefið. Einn þáttur í síðustu þáttaröð af Game of Thrones kostaði um $15 milljón dollara, 2.1 milljarður króna. En kostnaður jafngildir ekki gæði.

Ég á mér tvær uppáhalds þáttaraðir. Ein heitir Battlestar Galactica (2003), og hin heitir Empress Ki. Empress Ki er kóresk þáttaröð og inniheldur um 50 þætti sem eru klukkustundalangir. ÖLL þáttaröðin kostaði um $5 milljón dollara í framleiðslu, eða um þriðjung af einum þætti í Game of Thrones (S8).

Miklu betri saga, miklu betri leikarar, miklu betra allt, nema einhver tölvugrafík.

Ég græt engum tárum yfir því að fólk þurfi að vera skapandi og búa til áhugavert efni þó það þurfi ekki að kosta fjárlög íslenska ríkisins.

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Fös 02. Sep 2022 01:57
af braudrist
Einhver þáttur af GoT tók 25 daga af tökum með 600 manna crew, 500 extras og 70 hestar. 2,1 milljarður er bara klink fyrir HBO

Re: Vandamálið með áskriftir að öllu mögulegu

Sent: Fös 02. Sep 2022 11:35
af urban
jonfr1900 skrifaði:
Streymið er reyndar að gera þetta einnig í kvikmyndaiðnaði, sjónvarpsþáttum og tónlist. Það er að minnka tekjur til fólksins sem býr til efnið.

Streaming platforms aren't helping musicians – and things are only getting worse (The Guardian, 2020)
Musicians Say Streaming Doesn’t Pay. Can the Industry Change? (New York Times, 2021)
Even famous musicians struggle to make a living from streaming – here’s how to change that (The Conversation)

Stundum er það sem virðist vera framför algjör andstaða við framfarir. Ég hef ekki fundið fréttir um þetta ennþá í kvikmyndaiðnaðinum og í framleiðslu sjónvarpsþátta en þetta vandamál er samt farið að koma fram þar, ásamt því að margir þættir og kvikmyndir eru ekki gefnir út á dvd, blu-ray diskum. Þannig að ef streymiþjónusta hverfur (fer á hausinn, það verður samruni fyrirtæki), þá er hætta á því að kvikmyndir og þættir einfaldlega hverfi að eilífu (ef það er ekki sjóræningjaútgáfa til á internetinu).


EF að við tölum um tónlistarhlutann, þá hafa reyndar hljómsveitir alltaf átt erfitt með að lifa af tónlistarútgáfu, nema þeir alstærstu og frægustu sem að selja almest.
Íslensk bönd t.d. hafa aldrei komið neitt sérstaklega vel útúr geisladiska útgáfu.
Það hefur alltaf verið tónleikahald og merc sala þar sem að heldur uppi böndum, það er ekki að fara að breytast neitt.

Munurinn er bara að núna getur hver sem er gefið út efni og komið því í spilun, við getum semsagt hlustað á mikið meira og fjölbreyttara efni en hérna áður fyrr.

Það að þættir og kvikmyndir séu að hætta á föstu formi er síðan bara eðlileg þróun.

Það er einhvers konar diskaspilari í PS5 tölvunni á heimilinu, það er sá eini sem að er til þar t.d., veit ekki hversu langt er síðan að það var til dvd eða cd spilari.

8 track dó, VHS dó, kasetturnar dóu, vínilplöturnar líka, nema núna þykir cool að safna þeim, cd og dvd koma til með að fara nákvæmelga sömu leið, einfaldlega vegna betri tækni.

Það að vilja halda í þetta er bara einhver fortíðarþrá.